Víkurfréttir


Víkurfréttir - 08.01.2004, Blaðsíða 17

Víkurfréttir - 08.01.2004, Blaðsíða 17
VÍKURFRÉTTIR I 2. TÖLUBLAÐ 2004 I FIMMTUDAGURINN 8. JANÚAR 2004 I 17 Ámorgun föstudagkemur í ljós hvortGrindvíkingurinn Kalli komist í úrslitakeppn- ina í Idol stjörnuleit.Aðeins fjórir keppendur eru eftir, þau Anna Katrín, Jón,Ardís Ólöf og Kalli. Röð keppenda á morgun og lögin sem þau taka. 1. Jón - Sorry seems to be the hardest word (Elton John) - 900 2001 - Idol 1 2. Ardís - Long and winding road (The Beatles) - 900 2002 - Idol 2 3. Karl - I still haven´t found what i´m looking for (U2) - 900 2003 - Idol 3 4. Anna Katrín - Don´t speak (No doubt) - 900 2004 - Idol 4 Dómararnir völdu lög á lista sem keppendur síðan völdu af þeim lista. Þátturinn annað kvöld verður spennandi, enda komast þeir þrír þátttakendur sem eftir verða í úrslitaþáttinn. VAGG OG VELTA ÁRSINS: Eitthvað gekk sjómönnum brösuglega að halda bátum sínum á réttum kili úti af Grindavík á árinu. Draupnir fór á hvolf. Hann var dreginn til hafnar og sama dag kom annar bátur til hafnar með slagsíðu. Dráttar- bátur sökk síðan í árslok en sem betur fer varð mannbjörg í öllum þessum sjóslysum. Myndin er af björgunarmönnum í Þorbirni við Draupni í Grindavíkurhöfn. BÚMM ÁRSINS: Íslenskir aðalverktakar hafa haft nóg að gera fyrir búkollur sínar og sprengisérfræðinga í Helguvík á árinu. Hver dínamít-túpan á fætur annarri hefur verið sprengd, grjótið hefur verið molað mélinu smærra og land- fyllingar við Keflavík og Njarðvík eru öllum ljósar. Helguvíkurbjargið heyrir allt að því sögunni til og aldrei að vita nema stálpípuverksmiðja rúmist á því landi sem áður var ónothæf klöpp. KAFFISOPI ÁRSINS: Bæjarstjórinn í Reykjanesbæ gróf upp fleira en Hafnargötuna og Helguvík á árinu því hann tók grunninn að nýrri kaffiverksmiðju Kaffitárs á Fitjum. Að launum fékk hann kaffisopa í frostinu og kuld- anum. Starfsmenn Boeing sem voru í heimsflugi á nýrri þotu flugvéla- verksmiðjanna lofa einnig Kaffitár á vef Boeing. Besta kaffi í heimi og undir það taka fréttamenn Víkurfrétta (og vonast til að fá einn eða tvo To Go að launum frá Addý...) VÍGBÚNAÐUR ÁRSINS: Fyrst flugstöðin er að fyllast af óþjóðalýð frá öðrum þjóðum um hverja helgi og aldrei að vita hvenær Bin Laden eða hans menn koma í heimsókn, þótti lögregl- unni á Kefla- víkurflug- velli tilvalið að vígbúast á árinu. Lögreglumenn hafa verið „skreyttir“ skotvopnum. Strangar reglur gilda um pistólurnar og þær má ekki taka úr beltinu nema líf liggi við... FRAMKVÆMD ÁRSINS: Fyrsta skóflustungan að tvöfaldri Reykjanesbraut var tekin í Kúa- gerði í upphafi árs. Þegar var hafist handa við framkvæmdir og eru þær vel á undan áætlun. Fljótlega eftir að fyrsti áfangi hófst var bætt við verkið nokkrum kílómetrum, enda verktakarnir að bjóða mjög hag- stætt verð í verkið. Framhald í næsta blaði Kemst Kalli í úrslit? Idol-Stjörnuleit á Stöð 2 SPURNING VIKUNNAR Hver vinnur Idol keppnina? Jóna Björk Bjarna- dóttir og Atli Davíð Smárason ásamt Jóni Þór, sem vildi þó kalla sig Gáttaþef. Kalli að sjálfsögðu! Ása Ólafsdóttir og Ólafur Þór Ólafsson bæjarstjóri. Kalli, hann er langbestur. Guðbjörg Gylfadóttir og Ámundínus Örn Öfjörð. Karl Bjarni - ekki spurning. Eva María Guðbjartsdóttir og Sigríður Heiða Sigurðardóttir ásamt Ólafíu Hrönn. Kalli að sjálfsögðu - langbestur. 2. tbl. 2004 32p 7.1.2004 15:16 Page 17

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað: 2. tölublað (08.01.2004)
https://timarit.is/issue/395874

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

2. tölublað (08.01.2004)

Aðgerðir: