Víkurfréttir


Víkurfréttir - 08.01.2004, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 08.01.2004, Blaðsíða 14
14 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Nýtt starfsár hófst í Púls-inum mánudaginn 5.janúar þegar leikskóla- kennarar frá Brekkuborg í Grafarvogi eyddu þar heilum starfsdegi á námskeiði í „Söng, Sögum og Spuna“ í umsjá tón- listarkennara hússins, Ínu Dóru Hjálmarsdóttur. Púlsinn hefur verið í jólafríi en námskeiðin hefjast að nýju mánudaginn 12. janúar. Þá byrja jóganámskeiðin og öflugt styrktaræfingarnámskeið hefst að morgni 13. janúar. Ævintýra- húsið fer annars rólega af stað á nýju ári en dans- söngva- og leik- listarnámskeið byrja strax í febr- úar. Boðið verður upp á margar nýj- ungar á vorönn t.d. Söngsmiðju þar sem örfáir nemendur verða teknir inn. Þeir sem ganga með söngvarann í maganum eða lang- ar til að keppa í Idol á næsta ári eiga tækifæri á frábærri einstak- lingsþjálfun á þessu námskeiði. Sjálfstyrkingarnámskeið sem kallast Lífsgleði verður einnig í boði fyrir fullorðna í febrúar. Þeir sem vilja berja húðir geta lært það á Afrótrommunámskeiði en nemendur þurfa ekki að útvega sjálfir hljóðfæri. Barna- og unglinganámskeiðin í Púlsinum eru mjög vinsæl. Í leiksmiðju barna og unglinga verður mikið fjör en þar verður unnið bæði með leikarann og söngvarann. Mörg önnur nám- skeið verða í boði á vorönn og er Suðurnesjabúum bent á að lesa nánar heimasíðu Púlsins www.pulsinn.is en þar má einnig fá nánari upplýsingar um verð og jafnframt skrá sig á námskeiðin. Skráning er hafin á öll námskeið. Suðurnesjamaðurinn ogyogaakennarinn Yogi.bsem margir þekkja sem Bigga klippara mun halda yoga námskeið í fundarsal Bláa lónsins - Heilsulindar. Kennt verður á þriðjudögum og fimmtudögum klukkan 17:45 - 19:00 og frá 19:15 - 20:30. Byrjendatímar og opnir tímar verða í boði. Yogi.b hefur stundað yoga í 12 ár og kennt í tvö ár. Hann er An- anda kennari en margir þekkja Parmahansa Yogananda, meistara Ananada yoga. Yogi.b segir yoga snúast um að læra: öndun, að þekkja orkustöðvar, koma „heim“ í kjarnann, finna orkuna sína og stýra henni þá snýst yoga einnig um aukið heilbrigði aukna ró, gleði og orku. „Að gera jóga í fallegu og fram- andi umhverfi eykur enn á áhrif- in og ánægjuna og stuðlar að aukinni ró,“ segir Yogi.b Nánari upplýsingar eru veittar í síma 895-9454. ➤ M E N N I N G O G M A N N L Í F ➤ L Í K A M I N N Yoga í Bláa lóninu Púlsinn á nýju ári Hver er maður ársins 2003 á Suðurnesjum? - sendið tilnefningar til Víkurfrétta á vf@vf.is 2. tbl. 2004 32p 7.1.2004 15:13 Page 14

x

Víkurfréttir

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-0333
Tungumál:
Árgangar:
45
Fjöldi tölublaða/hefta:
2155
Gefið út:
1980-í dag
Myndað til:
06.11.2024
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Sigurjón Vikarsson (1980-1982)
Emil Páll Jónsson (1983-2002)
Páll Ketilsson (1983-í dag)
Lýsing:
Vikulegt fréttablað sem er dreift ókeypis inn á öll heimili á Suðurnesjum.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað: 2. tölublað (08.01.2004)
https://timarit.is/issue/395874

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

2. tölublað (08.01.2004)

Aðgerðir: