Víkurfréttir


Víkurfréttir - 08.01.2004, Qupperneq 2

Víkurfréttir - 08.01.2004, Qupperneq 2
Sævar Brynjólfsson skip-verji á Húna KE sembjargað var af skipverj- um á Sólborgu fékk hlýjar móttökur frá Ingibjörgu Haf- liðadóttur eiginkonu sinni þeg- ar hann kom í land í Sandgerði á miðnætti á þriðjudagskvöld. Húni KE sökk um 20 sjómílur norðvestur af Sandgerði á þriðjudagskvöld, en skipverjar af Sólborgu RE-76 björguðu Sævari þar sem hann sat á stefni bátsins sem maraði nær allur í kafi. „Maðurinn sat á blástefninu og báturinn maraði í hálfu kafi þeg- ar við komum að honum. Hann var klæddur í þunna peysu og var mjög kaldur og þrekaður,“ sagði Ásgeir Baldursson skipstjóri á Sólborgu RE-76. Ásgeir sagði í samtali við Víkurfréttir að ágæt- lega hafi gengið að ná Sævari um borð í Sólborgu. „Þegar við vorum búnir að ná honum um borð settum við hann í heita stur- tu og dúðuðum hann svo niður í rúm. Hann var nokkuð lengi að ná sér.“ Ásgeir telur að Sævar hafi setið á stefni bátsins í eina til eina og hálfa klukkustund og hann segir að gott hafi verið í sjóinn. Að sögn Ásgeirs sannaði tilkynningaskyldan sig, en það var vaktmaður hjá tilkynninga- skyldunni sem bað skip og báta að grennslast fyrir um Húna KE þegar báturinn svaraði ekki ítrek- uðum köllum Reykjavíkurradíós. Sólborgin var stödd um 5 og hálfa mílu frá Húna KE og sagði Ásgeir að Húni hafi sést á radar þegar þeir voru hálfa mílu frá honum. „Við vorum manna fegn- astir að sjá manninn sitjandi á stefninu þegar við komum að honum og sem betur fer fór þetta allt vel.“ ➤ M A N N B J Ö R G Í S J Ó S LY S I 2 0 S J Ó M Í L U R F R Á S A N D G E R Ð I Fasteignamarkaður Suðurnesja - inn á öll heimili á Suðurnesjum! Sjáið fasteignaauglýsingar á blaðsíðum 30-31 í Víkurfréttum í dag Fasteignasalan Ásberg, sími 421 1420 Faxabraut 2, Keflavík. Ný standsett glæsileg 96m2 3ja herbergja íbúð á 1. hæð með sérinngangi. Allt nýtt, laus strax. 9.600.000,- Eignamiðlun Suðurnesja Sími 421 1700 Kirkjubraut 11, Njarðvík. 120m2 einbýli auk 36m2 bílskúrs. Húsið er í góðu standi að utan, nýlega klætt með steni-klæðningu. Góður staður. Skipti á nýlegri 2-3ja herb. íbúð mögul. 12.600.000.- Fasteignasala G.Ó. sími 421 8111 Vallargata 12b, Sandgerði. Mjög gott og nýlegt 3ja herb. parhús um 87m2. Góðar innréttin- gar og skápar. Vinsælar eignir. Er laust nú þegar. 8.700.000,- Fasteignasalan Stuðlaberg sími 420 4000 Grænás 1b, Njarðvík. 5 herbergja 108m2 íbúð á 2. hæð í fjölbýli. Rúmgóð eign, húsið nýle- ga allt tekið í gegn að utan, snyrti- leg sameign. Laus fljótlega. 10.200.000.- stuttar f r é t t i r 2 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Víkurfréttamynd: Jóhannes Kr. Kristjánsson Ellert Eiríksson fékk riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu Forseti Íslands sæmdifjórtán Íslendingaheiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu á Bessa- stöðum á nýársdag. Ridd- arakross féll í hlut Ellerts Eiríkssonar, fyrrverandi bæjarstjóra í Reykjanesbæ, fyrir störf að sveitarstjórn- ar- og félagsmálum. Ríkið greiðir Sandgerðis- bæ 70 millj- ónir króna R íkið hefur greittSandgerðisbæ 70milljónir króna vegna endurgreiðslu bæjar- ins til Flugstöðvar Leifs Ei- ríkssonar sem til var komin vegna of hás álagningar- stofns fasteignaskatts á tímabilinu 1989 til 2000. Hæstiréttur dæmdi Sand- gerðisbæ til að endurgreiða Flugstöð Leifs Eiríkssonar vegna mistaka um 82 millj- ónir króna með vöxtum í samræmi við ákvæði laga um endurgreiðslu oftekinna skatta og gjalda. Sandgerðisbær hefur undan- farið átt í viðræðum við ríkið um að bærinn fái endur- greidda þá upphæð sem Sandgerðisbær endurgreiddi Flugstöðinni. Þann 30. des- ember gerðu fulltrúar bæjar- ins og ríkisvaldsins samning sem kveður á um að ríkið endurgreiði 70 milljónir króna til bæjarins og að ekki verði um frekari kröfur að ræða á hendur ríkinu. Skipbrotsmaður fékk hlýjar móttökur „Maðurinn sat á blástefninu og báturinn maraði í hálfu kafi þegar við komum að honum. Hann var klæddur í þunna peysu og var mjög kaldur og þrekaður,“ sagði Ásgeir Baldursson skipstjóri á Sólborgu RE-76. Ingibjörg Hafliðadóttir fagnar eigin- manni sínum, Sævari Brynjólfssyni, skipverja af Húna KE við komuna til Sandgerðis á miðnætti á þriðjudagskvöld. 2. tbl. 2004 32p 7.1.2004 16:24 Page 2

x

Víkurfréttir

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-0333
Tungumál:
Árgangar:
45
Fjöldi tölublaða/hefta:
2155
Gefið út:
1980-í dag
Myndað til:
06.11.2024
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Sigurjón Vikarsson (1980-1982)
Emil Páll Jónsson (1983-2002)
Páll Ketilsson (1983-í dag)
Lýsing:
Vikulegt fréttablað sem er dreift ókeypis inn á öll heimili á Suðurnesjum.

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar: 2. tölublað (08.01.2004)
https://timarit.is/issue/395874

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

2. tölublað (08.01.2004)

Iliuutsit: