Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.03.2004, Blaðsíða 4

Víkurfréttir - 18.03.2004, Blaðsíða 4
4 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Ég legg áherslu á að staðaSparisjóðsins er sterk oghann hefur nú færi á því að eflast enn meir með bættum efnahag og aukinni reynslu starfsfólks okkar. Hagur stofn- fjáreigenda verður mestur og bestur við að unnið verði áfram að einhug að því að skila góðri afkomu og leita jafn- framt kosta við að breikka þann tilverugrundvöll sem starfsemin byggir öll á. Við þurfum að halda vöku okkar til að svo megi verða og vera opin fyrir nýjungum sem til bóta mega teljast”, sagði Geir- mundur Kristinsson, spari- sjóðsstjóri í Keflavík í ræðu sinni á aðalfundi Sparisjóðsins í Keflavík í Stapa sl. föstudag. Geirmundur kom víða við í ræðu sinni og ræddi m.a. um mun á rekstri sparisjóðanna og við- skiptabankanna en útlánaaukning hjá þeim nam 30% á sl. ári en hjá sparisjóðunum var hún engin. Síðan sagði Geirmundur: Ekki ætla ég að gera lítið úr góðum rekstri þeirra, en eitt er ljóst að stór hluti af þeirra góðu afkomu á síðustu árum var ekki af hefð- bundinni starfsemi heldur fyrst og fremst af gengishagnaði vegna hagstæðra markaðsað- stæðna á hlutabréfamörkuðum. Einnig vil ég benda á að stór hluti af aukinni eiginfjármyndun er tilkominn vegna hlutafjárút- boða sem nýtt hafa verið til kaupa á öðrum fyrirtækjum bæði hér heima og erlendis, sem síðan hafa lagst við samstæðuna og aukið eigið fé þeirra. Hins vegar hafa Sparisjóðirnir ekki getað nýtt sér þessa mögu- leika nema að litlu leyti, og þá helst með því að kaupa bréf í öðrum fyrirtækjum og hagnast á því eins og við gerðum á síðasta ári, og við komum að síðar. Út- gáfa ígíldi hlutafjár er okkur ill- möguleg, nema í formi stofnfjár, en við höfum áður rætt um að sá möguleiki er mjög vandmeðfar- inn. Af þessum sökum hefur eig- ið fé sparisjóðanna fyrst og fremst orðið til af hagnaði af reglulegri starfsemi, og hlutfall eigin fjár þeirra lækkað verulega á móti eigin fé viðskiptabank- anna. Á tímum harðnandi sam- keppni er því lífsspursmál að Sparisjóðirnir nái að reka sig bet- ur en viðskiptabankarnir, eins og þeir flestir hafa raunar gert fram að þessu, og veiti betri og per- sónulegri þjónustu en þeir. Að öðrum kosti verða Sparisjóðirnir að ná víðtækri samstöðu og fara svipaðar leiðir og bankarnir hafa verið að gera. Starfsemin Engar stórfelldar breytingar urðu í starfsemi Sparisjóðsins á síðasta ári, þrátt fyrir allar þær umbreyt- ingar sem að framan greinir. Þó bárust bréf bæði frá Íslandsbanka h.f og Landsbanka h.f. þess efnis að gera svipaðan samning við Sparisjóðinn og Kb banki hafði gert við SPRON en ekkert varð úr slíkum viðræðum. Útibúin á svæðinu gengu eftir áætlun nema afgreiðslan í Vogum á Vatns- leysuströnd sem greinilega stend- ur ekki undir þeim væntingum sem gerðar voru til þess í upp- hafi. Stafar það fyrst og fremst af því að viðskiptin eru mjög lítil og virðast ekki þjóna íbúum sveitar- félagsins nema að litlu leyti, því er ekkert annað í stöðunni í dag en að skoða alvarlega að loka þessum afgreiðslustað. Aftur á móti er mikill vilji íbúa í Sand- gerðisbæ um opnun afgreiðslu þar, og eru þau mál í skoðun í Sparisjóðnum. Útibúin okkar í Garði, Grindavik og Njarðvík hafa aftur á móti gengið mjög vel, og stendur nú fyrir dyrum að gera verulega breytingu á hús- næði útibússins í Garði við- skiptavinum þess til hagræðis. Þjónustan þróuð enn frekar Sú stefnumótun sem Sparisjóður- inn hefur unnið að síðustu ár verður nú fylgt eftir með þá meg- in áherslu að þjónustan verði þróuð enn frekar. Stór hluti við- skiptavina okkar býr utan starfs- svæðis og í ljósi þess að brott- fluttir Suðurnesjamenn hafa haldið tryggð við okkur þá hafa komið upp hugmyndir um fylgja þeim og veita þeim aðgang að okkur á höfuðborgarsvæðinu. Ljóst er að samstarf sparisjóð- anna mun taka einhverjum breyt- ingum sem gætu haft áhrif á starfsemi Sparisjóðsins í Kefla- vík. Eins og áður segir munu sparisjóðirnir vinna saman að grunnþáttum en líklegt þykir að ákveðnir sparisjóðir styrki sam- vinnu sín á milli og hafa óform- legar viðræður þar um farið á milli SPKEF og tveggja annarra sparisjóða á höfuðborgarsvæðinu um útvíkkun samstarfs nú þegar. Nei í Leifsstöð Geirmundur nefndi það í ræðu sinni að Sparisjóðurinn hafi reynt eina ferðina enn að fá aðstöðu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar h.f. en reynt hefur verið áður þegar kost- ur hefur verið gefinn á, að koma á fót þjónustu í flugstöðinni. „Það sama gerðist nú sem áður að okkur var hafnað án nokkura skýringa, og þegar eftir þeim var leitað var svarið að við værum ekki nógu stórir eða öflugir. Það er harla undarlegt að stærsta fjár- málastofnunin á því svæði sem Flugstöðin starfar á skuli ekki einu sinni komast í gegnum for- val. Þetta er sorglegt dæmi um hve aðkoma heimamanna er lítil að opinberum fyrirtækjum sem staðsett eru á okkar starfssvæði en er stjórnað af aðkomumönn- um. Afkoman Geirmundur ræddi ítarlega um afkomu stofnunarinnar en snemma sumars 2003 var tekin sú ákvörðun að selja öll hlutabréf í Kaupþingi banka hf., eins og hann hét þá. Með því var inn- leystur mikill gengishagnaður sem safnast hafði upp á allmörg- um árum eða nánar tiltekið frá 1986. Og sparisjóðsstjóri segir ástæður sölunnar voru einkum tvær: „Í fyrsta lagi, eins og kom fram á fyrri fundum okkar varðandi grundvallarforsendu þess að breyta Sparisjóðnum í hlutafélag og auka möguleikana á að auka eigið fé, þá kemur eign í fjár- málafyrirtækjum 100% til frá- dráttar á eigin fé. Þessi eign var það stór að hún var farin að íþyngja sparisjóðnum all mikið og var því orðið nauðsynlegt að selja hana alla eða að hluta. Í öðru lagi þá var sameiningarferli á lokastigi milli Kaupþings og Búnaðarbankans og nokkur óvissa með þróun á gengi hluta- bréfa í sameinuðum banka. Þess utan þá voru aðrir sparisjóðir að mestu leyti búnir að selja sína hluti og áhrif sparisjóðanna í Kaupþingi orðin lítil, og þar með möguleiki okkar á að fylgjast með rekstri hans. Þessi sala hefur að sjálfsögðu mest áhrif á af- komu ársins, og um leið skapar hún mun betri grundvöll á rekstri til lengri tíma litið, þó ýmislegt annað verði líka að koma til. Vaxtamunur áhyggjuefni Eins og kom fram í máli stjórnar- formanns þá hefur vaxtamunur Sparisjóðsins í Keflavík farið minnkandi og í raun er þetta nokkurt áhyggjuefni sem við verðum að vera vakandi yfir. Önnur kennitala sem oft er skoð- uð þegar afkoma banka er borin saman er kostnaðarhlutfall. Kostnaðarhlutfall er hlutfall á milli hreinna rekstrartekna og annarra rekstrargjalda. Hjá Spari- sjóðnum í Keflavík var hlutfallið tæp 44% í fyrra en tæp 73% árið áður. Árið 2003 gefur ekki rétta mynd af þessu en markmiðið er að koma þessu niður í um 67% eins og áætlun fyrir árið 2004 segir til um. Það er hægt að bæta þetta hlutfall á tvo vegu annars- vegar að auka tekjur án þess að auka kostnað og hinsvegar með því að minnka kostnað. Það eru þessi tvö atriði (kennitölur) þ.e. vaxtamunurinn og kostnaðarhlut- fall, sem við í Sparisjóðnum í Keflavík verðum að vera vakandi yfir til þess að afkoman verði viðunandi og þá um leið arðsem- in. Lending varð í stjórnar-máli Sparisjóðsins íKeflavík en fyrir aðal- fundinn kom fram annar listi gegn sitjandi stjórn. Samkomu- lag varð um einn lista sem hlaut einróma kosningu á aðal- fundinum í Stapa sl. föstudags- kvöld. Ný stjórn er skipuð þeim Guð- jóni Stefánssyni, Kristjáni Gunn- arssyni og Karli Njálssyni en þeir voru kjörnir af stofnfjáraðilum. Tveir fulltrúar koma frá sveitarfé- lögunum en þeir eru Þorsteinn Erlingsson frá Reykjanesbæ og Óskar Gunnarsson frá Sandgerði. Varamenn voru kjörnir þeir Árni Björgvinsson, Eðvarð Júlíusson og Eysteinn Jónsson. Tómas Tómasson, fyrrverandi Sparisjóðsstjóri stóð upp að venju og sagði að velgengni Sparisjóðsins í Keflavík væri starfsfólksins „á gólfinu“ eins og hann orðaði það. Því væri það grundvallaratriði að stofnunin héldi áfram að vaxa og dafna. Tómas sagði að hrikt hefði í sam- starfi sparisjóðanna en það væri lykilatriði að samstarfið væri mikið og gott annars myndi stefna í óefni, - og myndi stytta lífdaga sumra sjóðanna. Tómas sagði að klofningsframboð til stjórnar væri ekki til að styrkja stöðu sparisjóðsins. Hann sagðist líka hafa áhyggjur af minnkandi vaxtamun og kostnaðarhlutfalli. Tvöhundruð og fimm stofnfjár- aðilar mættu í Stapann en búist var við kosningum eftir að nýr listi kom fram. En til kosninga kom ekki eftir að aðilar komust að samkomulagi um nýja stjórn. ➤ A Ð A L F U N D U R S P A R I S J Ó Ð S I N S Í K E F L A V Í K Lending í stjórnar- málinu Sterk staða Sparisjóðsins -sagði Geirmundur Kristinsson, sparisjóðsstjóri Benedikt Sigurðsson, stjórnarformaður Spari- sjóðsins í Keflavík var tíðrætt um þróun í eign- arhaldi og hugsanlegri hlutafélagsvæðingu sparisjóðanna á aðalfundinum í Stapa og sagði að ýmsir hafi haldið því fram að alþingismenn hafi hneppt sparisjóðina í fjötra. Benedikt sagði síðan: „Alþingi breytti lögum um sparisjóði þannig að hér eftir verður spari- sjóði tæplega breytt í hlutafélag. Gerist það, hafa stjórnmálamennirnir komist yfir eigið fé sparisjóðanna annað en stofnfé, því að meiri- hlutar stjórna hinna fyrirhuguðu eignarhalds- félaga verða skipaðir af ráðherrum sem eru í ríkisstjórn á hverjum tíma. Ýmsir hafa haldið því fram að með þessum aðgerðum hafi alþing- ismennirnir, fullir af ungmennafélagsanda síð- ustu aldar, hneppt sparisjóðina í fjötra sem geti orðið þeim erfiðir í hinni hörðu samkeppni sem framunda er á fjármálamarkaði”. Bene- dikt kom einnig inn á rekstur Sparisjóðsins í Keflavík og sagði síðasta ár það besta í sögu Spkef. ➤BENEDIKT SIGURÐSSON, FRÁFARANDI STJÓRNARFORMAÐUR SPKEF: Alþingismenn fullir af ungmennafélagsanda síðustu aldar Kristján Gunnarsson og Friðjón Einarsson hella sér upp á kaffi á fundinum. 12. tbl. 2004 umbrot hbb 17.3.2004 15:43 Page 4

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.