Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.03.2004, Blaðsíða 33

Víkurfréttir - 18.03.2004, Blaðsíða 33
VÍKURFRÉTTIR I 12. TÖLUBLAÐ 2004 I FIMMTUDAGURINN 18. MARS 2004 I 33 KEFLAVÍK-TINDASTÓLL Keflvíkingum brást bogalistin í öðrum leik sínum gegn Tinda- stóli í 8-liða úrslitunum og varð því að grípa til oddaleiks til að skera úr um hvort liðið kæmist í undanúrslit. Stemmningin í Sláturhúsinu var með ólíkindum þegar leikurinn hófst og húsið lék á reiðiskjálfi. Gestirnir byrjuðu mun betur og höfðu frumkvæðið frá upphafi. Clifton Cook og David Sanders fóru hreinlega á kostum og léku hripleka Keflavíkurvörnina grátt. Vörnin hjá Keflvíkingum lagað- ist nokkuð í öðrum leikhluta, en Derrick Allen dró vagninn aleinn í sókninni. Þeir náðu að saxa á forskotið gestanna áður en flaut- að var til hálfleiks, en voru enn 10 stigum undir, 44-54. Hjólin fóru að snúast í sóknarleik Keflvíkinga þegar á leið og voru búnir að minnka muninn í 7 stig fyrir lokafjórðunginn. Þar mættu þeir gallharðir til leiks og fóru þeir félagar Arnar Freyr og Nick Bradford loks að láta til sín taka. Þeir fóru fyrir sínum mönnum sem unnu muninn upp og jöfn- uðu 75-75 eftir 2 mínútna leik. Eftir það fór í hönd ótrúlegur leikkafli þar sem spennan var í algleymingi. Liðin skiptust á að hafa forystuna, en Stólarnir höfðu frumkvæðið. Þegar 15 sekúndur voru eftir af leiknum höfðu Keflvíkingar boltann og staðan var jöfn, 96-96. 3ja stiga skot frá Magnúsi Þór geigaði, en Fannar Ólafsson var tók sóknar- frákastið og skoraði af miklu harðfylgi og tryggði þar með sig- urinn. Tindastóll hafði 7 sekúnd- ur til að svara, en náðu ekki að nýta þær. „Þetta var bara eins og alvöru úr- slitaleikur.“ sagði Falur Harðar- son í leikslok. „Við gerðum okk- ur erfitt fyrir með lélegum kafla í fyrri hálfleik, en við hættum aldrei að trúa því að þetta væri hægt.“ Falur sparaði ekki hrósið þegar talið barst að Derrick Allen. „Hann dró vagninn gjör- samlega fyrir okkur og það er gott að vera með menn eins og hann sem geta tekið af skarið þegar á þarf að halda.“ GRINDAVÍK-KR Grindvíkingum fataðist flugið illilega í fyrsta leik liðanna sem þeir töpuðu í Röstinni, en þeir völtuðu yfir KR-ingana í öðrum leiknum. Í oddaleiknum var því að duga eða drepast fyrir bæði lið ef þau ætluðu sér áfram í keppn- inni. Grindvíkingar hófu leikinn betur en gestirnir úr vesturbænum og leiddu, naumlega þó, 23-20, eftir fyrsta leikhluta. Þeir héldu for- skotinu fram að leikhléi, en KR tóku sig vel á í upphafi seinni hálfleiks og unnu upp forskotið og komust yfir á tímabili. Þá tóku Grindvíkingar við sér á ný og tóku góðan kafla þar sem Pét- ur Guðmundsson fór fyrir sínum mönnum með tveimur 3ja stiga- körfum í röð. Munurinn fór upp í 12 stig fyrir heimamenn sem virtust hafa leikinn tryggilega í hendi sér. Þá fór að gæta á því að Grindvíkingar hættu að sækja og reyndu þess í stað að verja for- skotið, en slíkt kann ekki góðri lukku að stýra. KR-ingarnir gengu á lagið og náðu að minnka muninn allt niður í eitt stig áður en heimamenn hrukku í gírinn enn einu sinni og náðu þeir að klára leikinn eftir spennandi lokakafla þar sem hefði getað brugðið til beggja vona. Friðrik Ingi hjá Grindavík var ánægður með leik sinna manna, en bætti við að þeir mættu ekki við mistökum eins og þeir gerðu sig seka um á köflum í leiknum. „Það getur farið illa þegar maður leikur svona við djöfulinn, en þetta hafðist. Það er raunar aldrei auðvelt að ná upp baráttu eftir stóra sigurleiki eins og sá síðasti var, en nú erum við farnir að horfa til undanúrslitanna. Þau leggjast bara vel í mig og þetta eru allt alvörulið.“ Suðurnesjaliðin í undanúrslit NJARÐVÍK-HAUKAR Fyrirfram var búist við því að viðureignir Njarðvíkinga og Hauka yrðu spennandi baráttu- leikir. Sú varð ekki raunin því að Njarðvíkingar hreinlega völtuðu yfir Hafnfirðingana í tveimur leikjum þar sem sterk vörn og mikil keyrsla og hraði var lykill- inn. Njarðvíkingar unnu báða leikina með um 40 stiga mun þar sem erfitt var að sjá veikan hlekk á liði þeirra. Erlendu leikmennirnir voru mjög drjúgir í sókninni þar sem Will Chavis kom þægilega á óvart og stóru mennirnir, Friðrik og Páll, settu allt í lás í vörninni og sópuðu upp fráköstunum. Þeir munu mæta Snæfelli í undanúr- slitum og verður það vafalaust eftirminnilegt einvígi. Friðrik Ragnarsson þjálfari var ánægður með sína menn eftir leikina og taldi þá vera að toppa á hárréttum tíma. „Við erum búnir að æfa vel að undanförnu og allir eru í hörkuformi. Vörnin hjá okkur var sérstaklega massíf og skilaði okkur mörgum auð- veldum stigum úr hraðaupp- hlaupum.“ 12. tbl. 2004 umbrot hbb 17.3.2004 14:38 Page 33

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.