Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.03.2004, Blaðsíða 30

Víkurfréttir - 18.03.2004, Blaðsíða 30
30 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! sportið Umsjón: Þorgils Jónsson • sími 868 7712sport@vf.is Njarðvíkingar fá liðsstyrk Knattspyrnulið Njarð-víkinga hefur sóttum leikheimild fyrir 24 ára serbneskan miðvall- arleikmann að nafni Milan Janosevic. Helgi Bogason, þjálfari Njarðvíkinga, segir leikmanninn koma til reynslu til að byrja með, en vonast auðvitað til þess að hann standist undir vænt- ingum. Leikmaðurinn kemur til landsins um helgina og spilar með liðinu í deildarbikarnum gegn Fylki á sunnudaginn. Keflvíkingar unnu góðansigur á ÍA, 5-2, í deildar-bikar karla í knatt- spyrnu á sunnudaginn. Keflvíkingar mættu ákveðnir til leiks í Reykjaneshöllinni og höfðu skorað 3 mörk eftir um hálftíma leik. Skagamenn náðu að minnka muninn með tveimur slysalegum mörkum rétt fyrir hálfleik og pressuðu vel í upp- hafi þess seinni. Keflvíkingar stóðu þó af sér áhlaupið og veittu gestunum náðarhöggið með tveimur mörkum fyrir leikslok. Markaskorarar Keflavíkur voru Hörður Sveinsson, Magnús Þor- steinsson, Zoran Ljubicic, Hólm- ar Örn Rúnarsson og Þórarinn Kristjánsson. Gunnlaugur Jóns- son og Stefán Þórðarson skoruðu fyrir Skagamenn Þá unnu Grindvíkingar Hauka, 2- 1, í leik liðanna í deildarbikarn- um í knattspyrnu sem fór fram á föstudaginn. Grindvíkingar komust yfir með marki frá Sinisa Kekic, en Haukar jöfnuðu metin áður en flautað var til hálfleiks. Í seinni hálfleik skoraði Paul McS- hane sigurmark Grindvíkinga, en leikurinn einkenndist af mikilli baráttu og mátti sjá allmargar grófar tæklingar. Friðrik Ingi Rúnarsson,þjálfari Grindvíkinga íkörfuknattleik, hefur ákveðið að taka sér frí frá þjálfun eftir að yfirstandandi tímabili lýkur í vor. Friðrik er einn af sigursælustu þjálfurum landsins og hefur þjálfað Grindavík, Njarðvík og KR á löngum ferli sem hófst tímabilið 1990-’91 þegar hann tók við Njarðvíkingum, 22 ára gamall, og gerði þá að Íslands- meisturum. Fyrir utan árangur sinn með Njarðvíkurliðið vann hann m.a. Íslandsmeistaratitilinn með Grindvíkingum 1996. Í samtali við Víkurfréttir sagðist Friðrik ætla að huga betur að verslunarrekstri sínum, en sagð- ist alls ekki vera hættur afskipt- um af boltanum. „Það verður nú samt skrítið að vera ekki í eldlín- unni. Körfuboltinn er búinn að vera stór hluti af lífi mínu í svo mörg ár, en það hlýtur að venj- ast.“ Nína Ósk skorar enn Valur tryggði sérReykjavíkurmeist-aratitil kvenna í knattspyrnu fjórða árið í röð með stórsigri á KR, 4- 1, í Egilshöll í síðustu viku. Markadrottningin Nína Ósk Kristinsdóttir frá Sandgerði skoraði eitt marka Vals og gerði því hvorki fleiri né færri en 21 mark í 6 leikjum í mótinu. Geri aðrir betur! Færeyska knattspyrnulið-ið Götu Ítróttarfélagkom hingað til lands í síðustu viku og lék m.a. vin- áttuleiki gegn Keflavík og Njarðvík. Keflvíkingar unnu afgerandi sig- ur á færeyingunum, 7-2, á mið- vikudaginn þar sem þeir skoruðu fyrstu 5 mörk leiksins áður en GÍ svaraði með tveimur í röð. Heimamenn smelltu inn tveimur mörkum í viðbót áður en flautað var til leiksloka og stórsigur var staðreynd. Markaskorarar Keflavíkur voru Þórarinn Kristjánsson 2, Hörður Sveinsson 2, Magnús Þorsteins- son, Hjörtur Fjelsted og Haraldur Guðmundsson. Á fimmtudagskvöld mætti GÍ Njarðvíkingum og skildu liðin jöfn, 1-1. Aron Már Smárason kom Njarðvíkingum yfir í fyrri hálfleik, en GÍ jafnaði stuttu síð- ar. Njarðvíkingar fengu gullið tækifæri til að ná forystunni á ný, en þeir misnotuðu vítaspyrnu á 30. mínútu leiksins. Logi meið- ist aftur Njarðvíkingurinn LogiGunnarsson, semleikur í þýsku deild- inni, á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir því að skömmu eftir að hann var kominn í gang eftir erfið axlarmeiðsli fór hann úr axlarlið á æfingu. Liðs- læknirinn gat lítið að gert og þurfti hann því að fara á sjúkrahús þar sem þurfti að svæfa hann til að hægt væri að kippa öxlinni aftur í liðinn. Því er allt útlit fyrir það að Logi verði ekki meira með á þessari leiktíð og verður hann þess í stað að einbeita sér að því að koma sterkur til leiks næsta haust. Íslandsmót unglinga í badminton S íðustu helgi fór Íslandsmót unglinga í badminton fram íReykjanesbæ. Aldrei hefur mótið verið stærra en nú, en274 keppendur frá 12 aðildarfélögum voru skráðir til leiks, þar af 138 piltar og 136 stúlkur. Félögin sem tóku þátt voru BH, HAMAR, ÍA, KR, Keflavík, TBA, TBR, TBS, UMFA, UMFH, UMFÞ, UMSB. Spilaðir voru 670 leikir samkvæmt mótaskrá og fór verðlaunaaf- hendingin fór fram strax að loknum síðasta úrslitaleiknum á sunnu- deginum þar sem krýndir voru 32 Íslandsmeistarar í einliðaleik og 16 pör í tvíliðaleik og tvenndarleik. Páll Axel Vilbergsson,leikmaður meistara-flokks í körfuknattleik var á þriðjudagskvöld valinn íþróttamaður Grindavíkur. Í öðru sæti varð Ólafur Örn Bjarnason, landsliðsmaður og leikmaður meistaraflokks í knattspyrnu og í þriðja sæti varð Guðjón Hauksson, pílu- kastfélagi Grindavíkur. Við athöfnina sem haldin var í Saltfisksetri Íslands undirrituðu bæjarstjóri og formenn aðildarfé- laga UMFG styrktarsamning Grindavíkurbæjar við UMFG og sagði Ólafur Örn Ólafsson bæj- arstjóri við það tilefni að miðað við það sem hann hefði kynnt sér væri styrkur bæjaryfirvalda í Grindavík við íþróttaiðkun einn sá mesti á landinu. Enda geta Grindvíkingar verið ánægðir með árangurinn þar sem 4. fl. kvenna í knattspyrnu og 7. fl. kvenna í körfubolta eru Íslands- meistarar í sínum greinum og 9. fl. kvenna eru bikarmeistarar í körfuknattleik þannig að óhætt er að segja að fjárfestingin er góð. Páll Axel íþróttamaður Grindavíkur 2003 KEFLAVÍK VANN STÓRSIGUR Á ÍA Færeyingar á ferð og flugi FRIÐRIK FER Í FRÍ 12. tbl. 2004 umbrot hbb 17.3.2004 15:51 Page 30

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.