Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.03.2004, Blaðsíða 22

Víkurfréttir - 18.03.2004, Blaðsíða 22
22 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! S tefanía Jónsdóttir skrif-stofustjóri Víkurfréttafermdist árið 1964 í Keflavíkurkirkju, en ferming- arhópurinn samanstóð af um 30 krökkum sem komu öll úr Barnaskólanum í Keflavík. Stefanía segir að kristinfræðin fyrir ferminguna hafi verið nokkuð ströng, en presturinn var sr. Björn Jónsson. „Maður þurfti að læra sálmana utan- bókar, en við mættum vikulega í tíma hjá Sr. Birni. Þetta gat stundum verið dálítið stressan- di því við vorum tekin upp og áttum þá að fara með sálm- ana,“ segir Stefanía og bætir því við að í dag kunni hún ekki sálmana. „Eftir athöfnina í kirkjunni var haldin veisla heima á Melteign- um,“ segir Stefanía og hana minnir að nokkuð margt hafi ver- ið í veislunni. „Það voru þarna vinir, kunningjar og ættingjar. Það voru kökur og kaff i á boðstólnum og allt heimabakað að sjálfsögðu.“ Frá mömmu sinni og pabba fékk Stefanía armbandsúr og hún seg- ir að annar bragur hafi verið á gjafastússinu í kringum ferming- ar þá, en eru í dag. „Ég man að ég fékk pening, 2000 krónur og fyrir það keypti ég mér útvarps- tæki, en útvarpstækið átti ég mjög lengi,“ segir Stefanía og hún telur að algengara hafi verið að strákar fengju peninga í ferm- ingargjöf en stelpur. „Það er miklu auðveldara að gefa stelpu gjöf heldur en strák. Og ég held að það sé eins í dag.“ Stefanía segist bara vera nokkuð sátt við fermingarmyndina. „Hún pirrar mig ekkert í dag. Ég get hlegið að henni og í raun rifjast upp fyrir manni skemmtilegar minningar þegar maður lítur á hana.“ Ómar Jónsson verslunar-maður bensínstöðvarOrkunnar að Fitjum fermdist í Kálfatjarnarkirkju árið 1968 og segir Ómar að fermingarundirbúningurinn hafi verið hefðbundinn. „Mað- ur þurfti að ganga til prestsins í orðsins fyllstu merkingu, úr Vogum og inn í Kálfatjarna- kirkju en prestur var Sr. Bragi Friðriksson sóknarprestur í Garðabæ og Kálfatjarnarsókn. Þetta var auðvitað langt að fara en maður hafði gaman af þessu,“ segir Ómar og bætir því við að kristinfræðilærdóm- urinn hafi verið hefðbundinn. „Maður lærði náttúrulega trú- arjátninguna og þegar maður lærir hana einu sinni þá gleym- ir maður henni aldrei. Síðan var náttúrulega lögð áhersla á Guðsóttann.“ Ómar segir að mikill munur sé á fermingum í dag og hans ferm- ingu. „Þetta var allt heimatilbúið. Fötin voru saumuð á mann og fermingarveislan var heima. Auðvitað var maður jafn ánægð- ur og börnin eru í dag, en jú, þetta var öðruvísi. Allt aðrar væntingar og tíðarandinn annar.“ Ómar segist ekki hafa fengið mikið af peningum í fermingar- gjöf. „Þetta voru bókagjafir og ég man sérstaklega eftir upp- stoppuðum hrafni sem ég fékk. Síðan voru það útilegugræjur sem ég fékk og ég og félagi minn prófuðum tjaldið kvöldið eftir ferminguna.“ Með Ómari á fermingarmynd- inni er kær vinur hans, hundurinn Tryggur sem var látinn á þeim tíma sem myndin var tekin. „Það voru ekki margar myndir teknar á mínu heimili, en það hékk mynd af Trygg upp á vegg. Og þar sem ég stóð í stofunni þá sést í myndina af Trygg á fermingar- myndinni og af þeim sökum hef- ur mér alltaf þótt mjög vænt um fermingarmyndina, út af hundin- um,“ segir Ómar. Þegar Ómar er spurður að því hvort hann búi að fermingunni svarar hann játandi. „Ég held að um það sé ekkert annað en gott að segja. Það hafa allir gott af þessari fræðslu. Hitt er annað mál að mér finnst þetta vera orð- in vitleysa eins og það er í dag. Fólk er farið að kvíða fermingu barna sinna og í raun gera miklu meira en það ræður við. Þetta er orðin skylda og fólk er undir álagi. Þetta ætti að vera þannig að þetta sé þægileg og skemmti- leg stund þar sem fólk er með sínum nánustu. Það verður að segjast eins og er að það eru alltof miklir peningar í þessu og þannig missir þetta marks. Auð- vitað hefur kristinfræðslan alltaf sitt gildi, en ég held að það sé full ástæða til að endurskoða allt þetta tilstand með tilliti til hinar sönnu trúar á Jesú Krist þar sem kærleikurinn er aðalatriðið. Fermingardagurinn er auðvitað stór stund í lífi hvers og eins og aðalatriðið er að hafa gaman á deginum. Ég vil nota tækifærið og óska öllum fermingarbörnum til hamingju með fermingardag- inn sinn.“ Sigurður Björgvinsson, kaupmaður í K-sport við Hafnargötu í Keflavík segir íþróttavörumerkið PUMA vera vinsælt hjá fermingarbörnunum þetta árið. Íþróttafatnaður sé vinsæll til fermingargjafa og þá séu krakkarnir kröfuharðir og séu ekkert að velja ódýrustu skóna úr hillunni, segir Sigurður og sýnir blaðamanni vinsæla PUMA skó. Sigurður sagði að einnig njóti Adidas og hinir íslensku Henson gallar og bolir vinsælda. Hann sagði tískuna m.a. stjórnast af því hverju fólkið á PoppTíví klæðist. Bókstaflega gekk til prestsins! Ómar Jónsson, verslunarmaður og bæjarfulltrúi í Grindavík Stefanía Jónsdóttir, skrifstofustjóri Víkurfrétta Lærðum sálmana utan af 12. tbl. 2004 umbrot hbb 17.3.2004 14:59 Page 22

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.