Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.03.2004, Blaðsíða 28

Víkurfréttir - 18.03.2004, Blaðsíða 28
28 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Svæðisútvarp ekki fyrirhugað á Suðurnesjum Ekki er fyrirhugað afhálfu Ríkisútvarpsinsað hefja rekstur svæðisútvarps á Suðurnesj- um, en þetta kom fram í svari menntamálaráðherra við fyr- irspurn Jóns Gunnarssonar alþingismanns á Alþingi á dögunum. Jón spurði ráð- herra meðal annars hvar reknar væru svæðisstöðvar á vegum Ríkisútvarpsins og hvort búast mætti við að RÚV myndi setja á fót svæðisútvarp á Suðurnesjum. Menntamálaráðherra sagði í svari sínu að það væri innri ákvörðun Ríkisútvarpsins hvort það hyggi á rekstur svæðisút- varps á Suðurnesjum og að ráðuneytið myndi ekki beita sér í málinu. Fram kom í máli ráð- herra að rekstur svæðisútvarps á fjórum stöðum á landinu kosti Ríkisútvarpið um 100 milljónir króna á ári. Jón Gunnarsson sagði í samtali við Víkurfréttir að hann væri ósáttur við svör ráðherra. „Mín skoðun er sú að það sé óþolandi mismunun að við íbúar Suður- nesja skulum ekki geta fengið sömu þjónustu og aðrir af hálfu ríkisútvarpsins.“ Elsku Ómar minn! Með örfáum orðum langar litlu systur þinni að minnast góðs bróður og ástvinar. Það var alltaf gaman að hitta þig og vera nálægt þér (ef þér þótti gaman að láta stríða þér). Frá því að ég var lítil stríddir þú mér óspart og aldrei grunaði mig að ég ætti eft- ir að sakna þess, en nú er svo komið á dag- inn. Við höfum átt misgóðar stundir saman þótt flestar væru þær góðar eins og er al- gengt í samskiptum mannanna, en ég hef alltaf elskað þig og fundist þú vera frábær vinur. Þú þurftir ekkert að segja bara glotta út í annað og þá leið mér vel. Þú kenndir mér margt t.d. að meta ljóð, tónlist og bækur. Þegar þú varst að glamra á gítarinn fyrst eftir að þú fékkst hann fékk ég litla systir þín að hlusta á frum- flutning á lögunum þínum. Eitt laga þinna snart mína litlu sál mest það var „Voðaskot í Palestínu“. Mikið grét ég eftir þann flutn- ing þinn en þú tókst mig í fangið og hugg- aðir mig. Skoðanir þínar á heimsmálunum mótuðu mig og fannst mér mikið til þeirra koma. Síðan hef ég reynt að horfa á báðar hliðar á öllum heimsins málum. Þú varst vitur maður og fékkst mikla náðargáfu það er að geta sett saman sögur og ljóð á skemmtilegan hátt. Einnig gast þú gert góðlátlegt grín af mönnum og málefnum án þess að særa til- finningar annarra á einhvern hátt. Oft sat ég inni í herberginu þínu og þú varst að sannfæra mig um að Rolling Sto- nes væru betri en Bítlarnir og það væri ekki hægt og hallærislegt að halda upp á Ringo. Þú sagðir að ef einhver væri góður í Bítlunum væri það John Lennon og er hann í miklu uppáhaldi hjá mér í dag. En eitt tókst þér ekki það var að snúa mér til þess að halda með Chelsea fótboltalið- inu þínu sem þú fylgdist með allt til að yfir lauk. Nonni bað mig að minnast þess að þegar þið voruð að spila Olsen Olsen og þú þótt- ist vera heimsmeistari í þeirri íþrótt. Mikið varð hann glaður þegar hann loks- ins hafði betur. Þegar þú veiktist fyrir næstum 30 árum hélt ég að þú ættir ekki mikið eftir en jú hetjan okkar stóð upp aftur og við fengum að hafa þig áfram hér. Núna lagði skyldur sjúkdómur þig að velli. Þú tókst fréttunum um veikindi þín með æðruleysi og heillað- ist ég af ró þinni. Þegar haldnir voru tónleikar þér til heið- urs í Stapa kom þetta æðruleysi best fram, þú varst snortinn því þarna sást best hvílík áhrif vera þín og verk höfðu á samtíðar- menn þína. Þú áttir marga vini og komu þeir í heimsókn til þín og var margt um manninn á Skeljagrandanum síðustu dag- ana í lífi þínu. Víst eru gleðin og sorgin systur og þegar þið Guðný giftuð ykkur þann 27. febrúar s.l. var það mikill gleðidagur, en aðeins 12 dögum síðar kvaddir þú þennan heim. Þótt jöklar og dalir skilji okkur að, þá skaltu ávallt muna það, að hvar sem ég er og hvert sem ég fer, hluta af þér tek ég ávallt með mér. Höf. Óþekktur. Með þessum orðum langar mig að þakka þér fyrir samfylgdina í gegnum súrt og sætt minn kæri. Elsku Guðný, Sella, Dóri, Lúlli, Hjördís og litlu börnin ykkar, megi góður Guð og englar hans vaka yfir ykkur og styrkja ykkur á þessari stundu. Þín systir Þórný Ómar Jóhannsson Minning Fæddur 31. desember 1951 • Dáinn 10. mars 2004 12. tbl. 2004 umbrot hbb 17.3.2004 15:04 Page 28

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.