Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.03.2004, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 18.03.2004, Blaðsíða 6
6 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Ég hef ákveðið að segjaupp starfi mínu semíþrótta- og tómstunda- fulltrúi hjá Sandgerðisbæ. Þessa ákvörðun tek ég að vel athuguðu máli og í samráði við mína nánustu. Ástæða fyrir henni er bókun sem Óskar Gunnarsson, Reynir Sveinsson, Sigurbjörg Eiríksdóttir og Ing- þór Karlsson gerðu á 208. fundi bæjarstjórnar Sandgerð- isbæjar 10. mars s.l. Í bókun þeirra segir m.a.: „Afstaða Ólafs Þórs Ólafssonar vekur furðu þar sem hann er starfsmaður bæjarfélagsins og ætti að leggjast á sveif með nú- verandi meirihluta við uppbygg- ingu íþróttamannvirkja í bænum. Hægt er að draga þá ályktun að afstaða hans sé einnig í mótsögn við afgreiðslu tveggja fagráða er málið varðar þar sem hann er starfsmaður þeirra“. Í ljósi þessarar bókunar þeirra fjögurra einstaklinga sem fara með meirihlutavald í bæjarstjórn er ljóst að mér er ekki lengur vært í starf i íþrótta- og tóm- stundafulltrúa hjá Sandgerðisbæ. Þau gera ekki greinarmun á milli starfsmanns bæjarfélags annars vegar og pólitísks fulltrúa hins vegar, skilja ekki að ég sit í bæj- arstjórn sem fulltrúi nær fimmt- ungs kjósenda í Sandgerði en ekki sem starfsmaður þeirra. Hitt þykir mér þó verra að ég er vændur um að sinna ekki störf- um mínum fyrir íþróttaráð og tómstundaráð af heilindum. Þetta sárnar mér, sérstaklega þar sem ég tel mig hafa sinnt starfi íþrótta- og tómstundafulltrúa af fagmennsku og trúnaði. Það er umhugsunarefni þegar meirihluti bæjarstjórnar notar pólitískt vald sitt á þann hátt sem hér hefur verið gert. Ég er ekki reiðubúinn til að starfa við slík skilyrði og hef því tekið þá erfiðu ákvörðun að segja upp starf i mínu. Í apríl 2004 verða átta ár frá því að ég hóf störf sem íþrótta- og tómstundafulltrúi. Á þessum tíma hef ég fengið tækifæri til kynnast og starfa með mörgum frábærum einstaklingum og lært mikið. Ég er þakklátur fyrir það. Ólafur Þór Ólafsson bæjarfulltrúi í Sandgerði Íþróttamiðstöðin í Vogum áVatnsleysuströnd fékk aðgjöf hjartastuðtæki á dög- unum sem Lionsklúbburinn Keilir og Kvenfélagið Fjóla gáfu. Öllum Íþróttamiðstöðum á Suðurnesjum hafa verið færðar slík tæki að gjöf á síð- ustu vikum. Jón Guðmundsson forstöðumað- ur íþróttamiðstöðvarinnar í Vog- um sagði að það skipti miklu máli fyrir stöðina að eiga slíkt tæki. „Ef slys ber að höndum skiptir miklu máli að hafa svona tæki við höndina því það eru um 10 mínútur í næsta sjúkrabíl héð- an. Það er alveg ljóst að tæki sem þetta gæti skipt sköpum í þannig tilfelli.“ ➤ Ó L A F U R Þ Ó R Ó L A F S S O N S K R I F A R ➤ V O G A R Á V AT N S L E Y S U S T R Ö N D Opið bréf til Sandgerðinga FRÁ AFHENDINGU TÆKISINS. Hanna Helgadóttir frá Kvenfélaginu Fjólu, Rikharður Reynisson og Hrönn Kristbjörnsdóttir frá Lionsklúbbnum Keili og Jón Guðmundsson forstöðumaður. Íþróttamiðstöðin í Vogum fær hjartastuðtæki stuttar f r é t t i r BLETTA- SKOÐUN Á HÚÐ Krabbameins fé lagSuðurnesja og HelgaHrönn Þórhallsdóttir húðsjúkdómalæknir bjóða þeim sem áhyggjur hafa af blettum á húð að koma til bletta- skoðunar laug- ardaginn 20. mars. Metið verður hvort ástæða er til frekari að- gerða og er skoðunin án endurgjalds.Þeir sem vilja nýta sér þetta þurfa að panta tíma í síma 421 7575. Tíðni húðkrabbameins hefur aukist mjög hér á landi á síð- ari árum. Mikilvægt er því að fólk láti skoða bletti ef fram koma breytingar svo sem stækkun, breytingar á lögun og lit eða sár myndast. VF-MYND: JÓHANNES KR. KRISTJÁNSSON 12. tbl. 2004 umbrot hbb 17.3.2004 13:17 Page 6

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.