Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.03.2004, Blaðsíða 26

Víkurfréttir - 18.03.2004, Blaðsíða 26
26 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Gísli Guðnason, Marel Ragnarsson, Særún Guð- mundsdóttir Hvernig hefur fermingarundir- búningurinn gengið hjá ykkur? Hann hefur bara gengið vel og þetta hefur bara verið gaman, allavega sumt. Hvernig líst ykkur á ferming- una? Bara rosalega vel. Hvernig er óskagjafalistinn hjá ykkur? Særún: Rúm, sjónvarp, DVD tæki og snyrtidót. Marel: Ég er búinn að fá rúm og hillur. Svo langar mig bara í pen- ing. Gísli: Tölvu, sjónvarpsskáp og pening. Er mikill spenningur meðal fermingarkrakkanna? Já það er náttúrulega stutt í þetta. Eru foreldrar ykkar á fullu í undirbúningi fyrir ferminguna? Já það er allt á fullu. Hvernig verðið þið klædd? Gísli: Þetta eru dálítið skrýtin föt. Ég verð í rauðum buxum, hvítri skyrtu, með bleikt bindi og í svörtum jakka yfir. Marel: Ég verð í íslenska þjóð- búningnum við athöfnina, en fer síðan í önnur föt fyrir veisluna. Særún: Ég verð í teinóttri dragt. Trúið þið á Guð? Já að sjálfsögðu. Finnst ykkur fermingin skipta ykkur máli? Já. Af hverju eruð þið að fermast? Til að staðfesta trúna og skírnina. Spenna meðal fermingarbarnanna magnast með hverjumdeginum sem líður því stutt er til ferminga á Suðurnesjum.Fjölskyldulífið snýst að verulegu leyti um fermingarundir- búninginn þar sem huga þarf að veislunni, gjöf, athöfninni í kirkj- unni, fötum fermingabarnsins, boðskortum og fjölmörgum atrið- um sem máli skipta við ferminguna. Víkurfréttir litu við í þremur skólum á Suðurnesjum á dögunum og tóku börn tali sem fermast innan nokkurra daga. Þau virtust öll vera spennt fyrir fermingunni og þá sérstaklega gjöfunum. Öll börn sem fermast um þessar mundir hafa gengið til prests undanfarnar vikur og fræðst um ferminguna og gildi hennar fyrir viðkomandi. Sandgerðisskóli Fermingarbörn tekin tali Undirfataverslunin Ég og Þú opnaði fyrir nokkrum dögum við Hafnargötuna í Keflavík. Verslunin er útibú frá samnefndri verslun í Reykjavík. Eigendur eru Sigríður Hermannsdóttir og Árni H. Róbertsson. Sigríður sagði í samtali við blaðið að versluninni hafi verið vel tekið. Mikið úrval af nátt- og undirfatnaði fyrir fermingarstúlkur er í verslun- inni. Í boði er 15% fermingarafsláttur og einnig sérstök tilboð í körfum. 12. tbl. 2004 umbrot hbb 17.3.2004 15:07 Page 26

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.