Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.03.2004, Blaðsíða 20

Víkurfréttir - 18.03.2004, Blaðsíða 20
M ikill annatími er hjáprestum landsins þessadagana. Ferminga- börnin skipta hundruðum og undanfarna mánuði hafa prestarnir tekið á móti börnun- um í fermingarfræðslu. Séra Björn Sveinn Björnsson prest- ur í Garði og Sandgerði hefur mikla ánægju af fermingun- um, en segir tímann framund- an vera krefjandi. Séra Björn Sveinn er í stuttu spjalli við fermingarhandbók Víkur- frétta. Hvernig hagar þú ferm- ingarundirbúningnum með fermingarbörnum? Í vetur hefur fermingarundir- búningnum í Útskálaprestakalli verið þannig háttað að ferming- arfræðslan hefur farið fram ann- an hvern laugardag frá kl 9:30 - 12 fyrir hádegi og höfum við þá ýmist komið saman í grunnskól- anum í Sandgerði eða Gerða- skóla í Garði. Ég hef á undanförnum árum gert fermingarbörnunum skylt að ganga til fundar við „öldung“ einu sinni í viku þar sem mark- miðið er að brúa bilið á milli kynslóða með því að kynslóðir skiptist á upplýsingum. Hug- myndin er þá sú að öldungarnir segi börnunum m.a. frá uppvaxt- arárum sínum, fermingarundir- búningnum, skólagöngu, húsakynnum, matarhefðum, at- vinnuháttum, fjölskyldugerðinni og fleiru. Síðan eiga fermingar- börnin að segja öldungunum frá viðfangsefni sínum og vænting- um. Fermingarbörnin skiluðu síðan stuttri ritgerð sem var eins konar samantekt á heimsóknun- um. Á fermingartímabilinu hef ég efnt til Reykjavíkurferðar með fermingarbörnum og foreldrum. Þessar ferðir hafa mælst vel fyrir að þessu sinni fórum við í Hall- grímskirkju og héldum því næst í Alþingishúsið þar sem Margrét Frímannsdóttir alþingismaður tók á móti okkur og fræddi okkur af mikilli kostgæfni um starfsemi Alþingis og sögu þess. Eftir við- komuna í Alþingishúsið var farið í flatbökuhlaðborð á Pizza 67 og síðan endaði ferðin í Háskólabíó á kvikmyndinni Kaldaljósi sem byggð er á sögu Vigdísar Gríms- dóttur rithöfundar, hún var ein- mitt sérstakur gestur okkar á sýn- ingunni og talaði við okkur fyrir og eftir sýninguna. Tilgangurinn með ferð sem þessari er að blan- da saman fróðleik og skemmtun og þá þykir mér afar vænt um hvað foreldrar sýndu ferðinni mikinn áhuga. Þá hef ég lagt á það mikla áherslu að fermingarbörnin sæki guðsþjónustu í sinni sókn yfir veturinn. Á hvað leggurðu áherslu í ferm- ingarfræðslunni? Í sem stystu máli reyni ég að leggja áherslu á kjarna fagnaðar- erindisins sem er að Guð í kær- leika sínum kom í manninum Jesú Kristi til að frelsa syndugan heim. Hvað í því erindi felst og hvernig það talar til okkar í dag. Trúin leitast og við að útskýra til- vist okkar og mótar að miklu leiti hugmyndir okkar um lífið - það er því af mörgu að taka. Ég legg í framsetningu minni meiri áherslu á skilning en utanaðbókarlærdóm þó vissulega geri ég þá sjálf- sögðu kröfu að fermingarbörnin kunni trúarjátninguna þegar að þau fermast. Mikilvægast finnst mér þó að þau skilji hverju og hverjum þau játast. Það að játa trú á Jesú Krist felur einnig í sér „neitun“ við segjum „nei“ við öllu ranglæti, illsku, óheilindum, ofríki og ofbeldi,- og öllu því sem að stríðir gegn samvisku okkar og heilbrigðri skynsemi. Það að játast Guði - er að helga Guði líf sitt og að leyfa honum að móta það í blíðu og stríðu. Hvað skiptir mestu máli við ferminguna að þínu mati? Að játa heilshugar eftirfylgd við Jesú Krist. Að fermast er að standa frammi fyrir altari drottins með ásetning í hjarta um að fylg- ja honum og ganga í ljósi hans. Hvaða augum lítur presturinn gjafirnar? Fermingin er ein þeirra stunda þar sem gleði og alvara renna saman í eitt og vissulega eigum við að samgleðjast með ferming- arbarninu á slíkri stundu. En mikilvægt er þó að gæta hófs og velsæmis í þessum efnum og vísa ég þar til heilbrigðrar skynsemi. Við skulum vera þess minnug að „hamingjan býr í hjarta manns- ins“ og hún fæst ekki keypt. Það er svo margt í uppeldi nútímans sem rænir börn bernsku sinni við það skapast sú tilhneiging meðal hinna fullorðnu að bæta skort á umhyggju og tilfinninganánd með gjöfum. Það besta sem við gefum börnum okkar er meira af okkur sjálfum sem birtist fyrst og síðast í kærleika, skilningi og umhyggju. Hvernig var þín upplifun þegar þú fermdist? Fermingardagurinn minn var mér afar eftirminnilegur. Það var sr. Halldór Gröndal sem fermdi mig í Háteigskirkju við þessa sömu athöfn fór fram hjónavígsla og systurdóttir mín var skírð. Ég verð þó að játa að þetta var alls ekki átakalaust fyrir mig því að ég fermdist einn við þessa at- höfn. Ég hafði orðið fyrir því óláni að fótbrotna á skíðaferða- lagi fyrr um veturinn og gat því ekki fermst með félögum mín- um. Ég var því hálf haltur og um- komulaus þegar ég gekk inn kirkjugólfið og ofan á allt saman voru skórnir sem ég var í alltof stórir, þetta var því í vissum skilningi hálfgerð píslarganga. En þetta hafðist þó allt saman að lokum. Finnst þér þetta skemmtilegur tími? Bæði skemmtilegur og krefjandi. Skilaboð til fermingarbarna! Mér eru ofarlega í huga orð post- ulans þar sem að hann segir: ... allt sem er satt, allt sem er göfugt, rétt og hreint, allt sem er elskuvert og gott afspurnar, hvað sem er dyggð og hvað sem er lofsvert, hugfestið það. (Fil 4:8) Þessi heilræði eiga vel við á fermingardegi og þau eru gott vegarnesti þegar haldið er út í líf- ið. 20 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Fermingin skemmtilegur og krefjandi tími Séra Björn Sveinn Björnsson, prestur í Útskálaprestakalli Tjöld, svefnpokar og bakpokar eru vinsælar fermingargjafir sem keyptar eru í sportbúðinni hjá Óskari við Hafnargötuna í Keflavík. Bakpokana er hægt að fá frá 3900 kr., svefnpokana frá 4500 kr. og tjöldin frá 10.990 kr. Óskar Færseth, kaupmaður, sagði að HENSON íþróttafatnaður og skór væru einnig vinsælar gjafir þetta árið. Þá eru veiðivörur sígildar fyrir strákana og þeir sem eru óákveðnir taka bara gjafakort, sem eru vinsæl. 12. tbl. 2004 umbrot hbb 17.3.2004 14:55 Page 20

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.