Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.03.2004, Blaðsíða 18

Víkurfréttir - 18.03.2004, Blaðsíða 18
18 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Fermingardagurinn er flestum minnistæður, en á meðanflestum finnst hann nokkuð ánægjulegur eru sumir semláta stressið sem fylgir öllum undirbúningnum skemma fyr- ir sér. Víkurfréttir tóku nokkrar vaskar körfuboltastúlkur tali eft- ir leik Grindavíkur og Keflavíkur og spyrðu þær ýmissa spurn- inga varðandi fermingardaginn. Þær Erna Rún Magnúsdóttir og Guðrún Ásta Bergsteinsdóttir hjá Grindavík voru báðar á því að fermingardagurinn þeirra hafi verið fínn dagur og vilja ekki meina að þær hafi verið nokkuð stressaðar. Þegar þær eru spurðar út í bestu fermingargjöfina segist Erna halda mest upp á sjónvarpið sem hún fékk, en Guðrún nefnir rúmið sitt. Af hverju létuð þið ferma ykkur? „Ætli það sé ekki af því að allir hinir gerðu það“, svara þær báðar til og bæta við að þær séu ekki svo strangtrúaðar. Guðrún var ekki með ritningarkaflann sinn á hreinu, en Erna hafði engu gleymt. „Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta.“ Stúlkurnar eru ekki alveg klárar á trúarjátningunni, en þegar blaðamaður rifj- ar upp fyrir þeim fyrstu línuna rifjast þetta allt upp fyrir þeim. Nöfnurnar Erla Þorsteindóttir og Erla Reynisdóttir í Keflavíkurliðinu segja fermingardaginn enn í fersku minni þrátt fyrir að nokkuð sé liðið síðan. „Ég var alveg draghölt því við vorum að keppa deginum áður.“ segir Erla Reynis, en nafna hennar minnist þess helst að hafa verið mætt í hárgreiðslu klukkan sjö um morguninn. Hver var besta fermingargjöfin sem þið fenguð? „Græjurnar voru besta gjöfin.“ segja þær báðar, „og svo fékk maður eitthvað af seðlum, en ekkert eins og sumir krakkar eru að fá í dag.“ En af hverju ætli þær hafi ákveðið að láta ferma sig? „Mér var sagt að gera það“ segir Erla Þorsteins og hlær, en þær eru sammála um að sennilega hafi það vegið þyngst á metunum að allir hinir gerðu það. Þær stöllur setja upp svip þegar þær eru beðnar um að rifja upp ritningarkafl- ana, en þær segjast þó geta bjargað sér á trúarjátningunni. „Allaveganna ef maður fengi að lesa hana einu sinni yfir fyrst.“ Körfuboltastúlkur rifja upp fermingardaginn Glæsileg fermingarsýning Fyrirtæki í verslun og þjónustu í Reykjanesbæ stóðu fyrir glæsilegri fermingarsýningu í Hekluhúsinu á Fitjum um þar síðustu helgi. Sýningin var vel sótt og gerður var góður rómur að því sem boðið var uppá. Fleiri myndir frá tískusýningum verða í Tímariti Víkurfrétta. 12. tbl. 2004 umbrot hbb 17.3.2004 15:36 Page 18

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.