Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.03.2004, Blaðsíða 31

Víkurfréttir - 18.03.2004, Blaðsíða 31
VÍKURFRÉTTIR I 12. TÖLUBLAÐ 2004 I FIMMTUDAGURINN 18. MARS 2004 I 31 Tómas Guðmundsson hnefa- leikakappi úr Grindavík segist vera alveg rólegur fyrir bardag- ann á laugardag, en hann tekur á móti Lárusi Knudsen frá Ísa- firði. Bardaginn á laugardags- kvöldið er þeirra annar bardagi, en Lárus sigraði Tómas síðast þegar þeir mættust í hringnum. Tómas segist vera í góðu formi, en hann hefur æft af fullum krafti síðustu vikur undir stjórn Guðjóns Vilhelms forsvars- manns Hnefaleikafélags Reykjaness. „Lárus náði að lemja mig síðast, en ég var illa stemmdur fyrir þá keppni,“ segir Tómas og hann gengur mjög ákveðinn til leiks í hringnum. „Ég ætla allavega að vinna þennan bardaga og mun leggja mig 100% fram. Fólk getur átt von á mjög skemmtilegum bar- daga,“ sagði Tómast í samtali við Víkurfréttir. Góður árangur á bikarmóti FSÍ B ikarmót FSÍ var haldiðhelgina 6.-7. mars. Fim-leikadeild Keflavíkur sendi 12 stúlkur í tveimur lið- um til þátttöku á mótið. Mótið er liðakeppni og stóð yfir bæði laugardag og sunnudag. Stúlk- urnar kepptu í 4. og 5. þrepi ís- lenska fimleikastigans og stóðu sig með prýði og hreppti 4. þreps liðið 2. sæti á mótinu sem telst nokkuð góður árangur. Þjálfara stúlknanna eru þau Ionela Loaies og Robert Bentia. Lið Gerplu var í 1. sæti og Ármann í því þriðja. Þess má einnig geta að Heiðrún Rós Þórðardóttir frá Keflavík varð í febrúar Íslandsmeistari í samanlögðum árangri í sterkasta flokki í hópfimleikum. Heiðrún vann allar sínar greinar fyrir utan gólfæfingar. Mikil gróska er í fimleikastarf- inu hér í bæ og eru 240 iðkendur, sem er aukning um 60 frá árinu áður. Mikill meirihluti þeirra eru stúlkur en í ár er Keflavík í fyrsta skipti með sérstakan strákahóp sem samanstendur af tíu strák- um, sjö og átta ára. David Sanders leikmaðurúrvalsdeildarliðs Tinda-stóls í körfuknattleik var á þriðjudaginn úrskurðað- ur í 6 leikja keppnisbann vegna atviks sem átti sér stað í leik liðsins gegn Keflavík þann 14. mars s.l. Aganefndin skoð- aði myndbandsupptöku frá umræddum leik þar sem að David Sanders virtist slá Sverri Sverrisson leikmanns Keflavík- ur. Það var mat nefndarinnar að Sanders hefði gerst brotleg- ur og er refsingin sem hann fær nánast óþekkt stærð í ís- lenskum körfuknattleik, en Ágúst Dearborn, sem þá lék með Njarðvík, fékk sex leikja bann í nóvember árið 2002. Á laugardagskvöld ferfram boxkeppni í Ljóna-gryfjunni í Njarðvík, en þetta er í fyrsta sinn í tæplega 50 ár sem innlendir boxklúbb- ar mætast í keppni. Hnefa- leikafélag Reykjaness tekur á móti Hnefaleikafélagi Reykja- víkur. Alls verða fimm bardagar háðir. Lagt verður kapp á að gera keppnina að skemmtun fyrir alla fjölskylduna og verður boðið upp á skemmtiatriði af ýmsum toga á milli bardaga, m.a. mun Idol stjarnan Kalli Bjarni flytja nokk- ur lög. Hápunktur keppninnar verður viðureign í þungavigt, þar sem Grindvíkingurinn Tómas Guð- mundsson úr Hnefaleikafélagi Reykjaness og Ísfirðingurinn Lárus Mikael Knudsen, sem keppir fyrir hönd Hnefaleikafé- lags Reykjavíkur, mætast. Þetta verður í annað sinn sem þessir harðjaxlar mætast og hefur Tómas harma að hefna frammi fyrir sínu heimafólki, því Lárus vann fyrri bardagann. Aðrir bardagar sem fram fara á keppninni eru: Vikar K. Sigurjónsson (HFR) VS. Þórir Fannar Þórisson(HR) Heiðar Sverrisson (HFR) VS. Gunnar Óli Guðjónsson (HR) Örn Jónasson (HFR) VS. Birkir Guðbjartsson (HR) Árni Páll Jónsson (HFR) VS. Einar Sverrisson (HR) Í undanförnum keppnum sem haldnar hafa verið í Reykjanesbæ hefur ávallt myndast sérstök stemmning. Suðurnesin hafa verið höfuðvígi íþróttarinnar frá því að hún var lögleidd á ný árið 2002, og er gjarnan húsfyllir á þeim keppnum sem þar fara fram. Húsið opnar kl. 19:00 og mun keppnin hefjast kl. 20:00. Fyrsta stóra boxkeppni ársins Boxkvöld í Ljónagryfjunni í Njarðvík: Tómas ætlar sér að sigra Sanders dæmdur í sex leikja bann 12. tbl. 2004 umbrot hbb 17.3.2004 15:45 Page 31

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.