Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.03.2004, Blaðsíða 32

Víkurfréttir - 18.03.2004, Blaðsíða 32
32 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! sportið Umsjón: Þorgils Jónsson • sími 868 7712sport@vf.is Úrslitakeppni ntersport-deildarinnar NJARÐVÍK-HAUKAR 100-61 Njarðvík: Brandon Woudstra 21, Páll Kristinsson 18/13, Will Chavis 17, Brenton Birmingham 16. Haukar: Michael Manciel 12, Þórður Gunnþórsson 10. HAUKAR-NJARÐVÍK 61-104 Njarðvík: Brandon Woudstra 22, Brenton Birmingham 16, Halldór Karlsson 16. Haukar: Michael Manciel 21, Sævar Haraldsson 12. KEFLAVÍK-TINDASTÓLL 98-81 K: Gunnar Einarsson 20, Derrick Allen 18, Fannar Ólafsson 17, Nick Bradford 15, Magnús Þór Gunnars- son 15, Jón Norðdal 10. T: Clifton Cook 22, David Sanders 17, Helgi Viggósson 11, Svavar Birg- isson 11. TINDASTÓLL-KEFLAVÍK 89-86 Keflavík: Derrick Allen 24, Magnús Þór Gunnarsson 22, Fannar Ólafsson 11, Nick Bradford 10. Tindastóll: Clifton Cook 28, Svavar Birgisson 18, David Sanders 16. KEFLAVÍK-TINDASTÓLL 98-96 Keflavík: Derrick Allen 38/14, Nick Bradford 24, Arnar Freyr 16, Fannar Ólafsson 9. Tindastóll:Clifton Cook 38, David Sanders 27, Svavar Birgisson 13. GRINDAVÍK-KR 95-99 Grindavík: Darrel Lewis 33, Páll Axel Vilbergsson 22, Anthony Jones 17/6/12, Jackie Rogers 14. KR: Elvin Mimms 25/12, Josh Murray 18/13, Skarphéðinn Ingason 13, Jesper Sörensen 13. KR-GRINDAVÍK 95-108 Grindavík: Darrel Lewis 34/10, Ant- hony Jones 24/7/15, Pétur Guð- mundsson 14, Jackie Rogers 14, Guðmundur Bragason 12. KR: Josh Murray 38/11, Skarphéðinn Ingason 13, Elvin Mimms 13. GRINDAVÍK-KR 89-84 Grindavík: Darrel Lewis 28/10, Jackie Rogers 24, Páll Axel Vilbergsson 12 og Anthony Jones 11/12/10. KR: Josh Murray 29/17, Elvin Mimms 23, Skarphéðinn Ingason 11. Úrslitakeppni 1. deildar kvenna KEFLAVÍK-GRINDAVÍK 58-52 Keflavík: Anna María Sveinsdóttir 18/11, Birna Valgarðsdóttir 11, Erla Reynisdóttir 10. Grindavík: Sólveig Gunnlaugsdóttir 16, Ólöf Pálsdóttir 15, Kesha Tardy 10/10. Bæjarstjórinn í Reykjanesbæ boðar til framkvæmdaþingsn.k. mánudag, 22. mars kl. 16.00 - 19.00. Þingið verðurhaldið á veitingahúsinu Ránni við Hafnargötu 19a og er öll- um opið. Á þinginu verða kynntar helstu verkframkvæmdir sem fyrirhugaðar eru á árinu 2004 í landi Reykjanesbæjar og á Keflavíkurflugvelli. Auk Reykjanesbæjar og aðila tengdum honum, eins og Reykjanes- hafnar og Fasteignar hf., verða kynntar framkvæmdir vegna alþjóða- flugvallar á Keflavíkurflugvelli, Varnarliðinu og virkjunar á vegum Hitaveitu Suðurnesja. Þá hefur helstu verktökum á svæðinu verið boðið að kynna eigin framkvæmdir. E llen Hilda Sigurðardótt-ir og Óðinn Hrafn Þrast-arson, bæði 7 ára og væntanlegir nemendur við nýj- an skóla í Innri Njarðvík, Reykjanesbæ, taka fyrstu skóflustungu að byggingunni með aðstoð Árna Sigfússonar, bæjarstjóra og formanns fræðsluráðs, kl. 14, laugardag- inn 20. mars. Eignarhaldsfélagið Fasteign hf., sem Reykjanesbær er aðili að, byggir skólann sem tekur mið af teikningum Heiðarskóla í Reykjanesbæ. Teikningar eru síðan aðlagaðar hugmyndum um „opinn skóla“ þar sem mikið er lagt upp úr einstaklingsmiðuðu námi með opnu rými og sam- starfi kennara um tiltekin heima- svæði. Við undirbúning verksins hefur náðst verulegur árangur í að lækka kostnað við byggingu nýja skólans sé miðað við byggingar- kostnað sambærilegs hluta Heiðaskóla þó ekki hafi verið slakað á gæðakröfum vegna verksins. Þegar hefur verið samið við Reykjanesbæ um há- marksverð byggingarinnar en verði útboð hagstæðari en við- miðunartölur mun bærinn njóta þess. Heildarbyggingarkostnaður 1. áfanga er nú áætlaður 578,3 milljónir kr. eða 165.858 kr/m2 . Til samanburðar er uppreiknaður kostnaður vegna byggingar sama stærðarhluta Heiðaskóla á verð- lagi dagsins í dag 648,0 milljónir kr. Áætlaður heildarsparnaður miðað við sambærilegan full- byggðan skóla er því yfir 110 milljónir kr. Gert er ráð fyrir að skólastarf hefjist haustið 2005 og verða nemendur um 100 talsins fyrsta árið. Þeim mun síðar fjölga í 400 þegar skólinn verður kominn í fulla notkun. Arkitektar: Arkitektastofa Suð- urnesja ehf., Bjarni Marteinsson arkitekt. Verkfræðingar burðarvirkja og lagna: Tækniþjónusta SÁ ehf., Sigurður Ásgrímsson bygginga- tæknifræðingur. Verkfræðingar raforkuvirkja: Rafmiðstöðin ehf., Guðmundur Guðbjörnsson rafmagnstækni- fræðingur. Verkefnisstjóri: Samúel Guð- mundsson byggingatæknifræð- ingur á Teiknistofu Halldórs Guðmundssonar ehf. Daglegt eftirlit: Guðni Þór Gunn- arsson á Verkfræðistofu Suður- nesja ehf. Fyrsta skóflustunga að nýjum grunnskóla í Reykjanesbæ F R A M K V Æ M D A Þ I N G 2 0 0 4 Yfirlit helstu framkvæmda í Reykjanesbæ 2004 12. tbl. 2004 umbrot hbb 17.3.2004 14:33 Page 32

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.