Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.03.2004, Blaðsíða 27

Víkurfréttir - 18.03.2004, Blaðsíða 27
VÍKURFRÉTTIR I 12. TÖLUBLAÐ 2004 I FIMMTUDAGURINN 18. MARS 2004 I 27 Fannar Már Guðnason, Fjóla Oddgeirsdóttir, Ósk Björns- dóttir Hvernig líst ykkur á ferming- una? Bara vel. Spennandi. Eruð þið komin með óska- gjafalista? Ósk: Nýjar græjur, peninga. Fjóla: Digital myndavél, tölvu, peninga og kannski flott föt. Fannar: Flottar græjur og PC tölvu. Hvernig hefur fermingarundir- búningurinn gengið? Bara mjög vel. Finnst ykkur þetta skemmtilegt? Já, allt í lagi. Finnst ykkur þetta skipta máli? Já, að sjálfsögðu skiptir þetta máli. Þið trúið á Guð? Já. Eru foreldrarnir á fullu að und- irbúa ferminguna? Já, það er alveg hægt að segja það. Mömmurnar að baka og svona. Hvernig verðið þið klædd? Ósk: Ég verð í ljósri dragt. Fjóla: Ég verði í sérsaumuðum rauðum kjól sem mamma saum- ar. Fannar: Ég verð í svörtum tein- óttum jakkafötum. Skipta fötin máli? Jáááá. Farið þið í myndatöku? Já, við gerum það. Finnst ykkur það skipta máli? Maður þarf allavega að eiga eitt- hvað til að minnast fermingar- innar. Rúnar Ingi Garðarsson, Elísa- bet Guðjónsdóttir, Birna Ás- björnsdóttir. Hvernig líst ykkur á ferming- una? Bara mjög vel. Hefur undirbúningurinn verið mikill? Já, dálítið mikill. Eruð þið með einhvern sérstak- an gjafalista? Birna: Skrifborð og svoleiðis. Elísabet: Rúm. Rúnar: Óákveðið. Eru foreldrarnir ekki alveg á fullu að undirbúa? Jú, það er allt á fullu hjá þeim. Hvað er verið að undirbúa? Veisluna, skreytingar, fermingar- fötin og ýmislegt annað. Hvernig verðið þið klædd? Birna: Ég verð í svartri flauelis- dragt. Elísabet: Ég verð í hvítum kjól og buxum. Rúnar: ég verð í jakkafötum. Farið þið í fermingarmynda- töku? Já. Finnst ykkur það skipta miklu máli? Já, það er gaman að eiga ferm- ingarmyndina upp á minningarn- ar. Af hverju eruð þið að fermast? Staðfesta skírnina. Finnst ykkur fermingin skipta miklu máli í lífinu? Já, okkur finnst það. Njarðvíkurskóli Gerðaskóli 12. tbl. 2004 umbrot hbb 17.3.2004 13:37 Page 27

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.