Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.03.2004, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 18.03.2004, Blaðsíða 8
ÖLDUNARMÁLIN KOMUST Í HÁMÆLI í síð- ustu viku þegar Kjartan Már bæjarfulltrúi í Reykjanes- bæ skrifaði í Víkurfréttir í sl. viku og spurði um D-álm- una. KALLINN HEFUR HEYRT mikla umræðu um málið meðal fólks sem er ekki sátt við það að D-álman verði ekki það sem hún átti að verða; að sinna sjúkum öldruðum einstaklingum. Fjöldi bæjarbúa hefur komið að söfnun fyrir D-álmuna í gegnum tíðina og vill sjá þessa viðbyggingu sem slíka. Kallinn heyrði sorglega sögu um daginn þegar gömul kona úr Keflavík var færð í óþökk hennar á öldrunar- heimilið Víðihlíð í Grindavík. Það gefur auga leið að það er erfiðara fyrir ættingja að heimsækja gömlu kon- una upp í Grindavík frá Keflavík. Þetta er kona sem hefur búið í Keflavík alla tíð. Kallinn heyrir fólk spyrja af hverju það sé ekki gott öldrunarheimili eins og D- álman átti að vera, í Reykjanesbæ. Eiga eldri sjúkir að þurfa að sætta sig við að fara til Grindavíkur? Kallinn hefur heyrt að svar sé að birtast í Víkurfréttum í þessu blaði frá Heilbrigðisstofnuninni. Það þarf að vera gott svar og skýringar á því ef áratuga samstarfssverkefni bæjarbúa breytist í einu vettvangi. Með einu penna- striki. Er það ásættanlegt? KALLINN ER ÁHUGAMAÐUR um körfuboltann. Það er með ólíkindum hvernig í ósköpunum hægt var að leyfa þrjá útlendinga í lið. Og Kallinn er ekki á móti útlendingum. Þeir mega vera, einn, helst ekki fleiri, í liðunum. Kallinn vill sjá okkar stráka vaxa en þeir gera það ekki á bekknum. Það er helst Keflavík sem heldur í sér með „aðeins“ tvo útlendinga. Það var gaman að sjá Arnar Jónsson, ungan peyja klára leikinn fyrir Keflavík í fyrrakvöld gegn Tindastóli. Þræl góður sá piltur en þeir eru fleiri í öllum liðum en fá ekki að sýna það sitj- andi á tréverkinu. Í leik Grindavíkur og KR í fyrra- kvöld var baráttan á milli útlendinganna. Nánast eng- inn annar þorði að taka af skarið nema í undantekn- ingatilvikum. Þetta er ekki gott fyrir íslenskan körfu- bolta, ekki heldur Snæfell sem byggir ekki lið í úrvals- deild á útlendingum. FLEIRI VERSLANIR ERU AÐ OPNA í Reykjanes- bæ og er það góðs viti. Það hefur sýnt sig í góðviðrinu síðustu daga að það hefur færst líf í Hafnargötuna. Hún á örugglega eftir að borga sig því hún er mjög skemmtileg eins og hún hefur verið unnin. Kallinn hvetur Reykjanesbæ að drífa í að klára verkið! EITT ÞAÐ ÖMURLEGASTA sem Kallinn hefur séð í sjónvarpi er bullið í henni Leoncie. Er enginn sem vill kaupa af henni húsið? Kveðja, Kallinn@vf.is stuttar f r é t t i r 8 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Afgreiðsla, ritstjórn og auglýsingar: Grundarvegi 23, 260 Njarðvík, Sími 421 0000 Fax 421 0020 Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0007, pket@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is Blaðamaður: Jóhannes Kr. Kristjánsson, sími 421 0004, johannes@vf.is Sölu- og markaðsstjóri: Jónas Franz Sigurjónsson, sími 421 0001, jonas@vf.is Auglýsingadeild: Jófríður Leifsdóttir, sími 421 0008, jofridur@vf.is Útlit, umbrot og prentvistun: Víkurfréttir ehf. Prentvinnsla: Prentsmiðjan Oddi hf. Dagleg stafræn útgáfa: www.vf.is og vikurfrettir.is Kallinn á kassanum MUNDI ➤ F F G Í R M E Ð N Ý J A H E I M A S Í Ð U ➤ U N G M E N N I L E I Ð B E I N A L E I K S K Ó L A B Ö R N U M Er Kallinn þýddur á ensku fyrir körfuboltaliðin? FFGÍR hefur nú opnaðheimasíðu FFGIR.is þarsem hægt er að nálgast upplýsingar um foreldrastarf í grunnskólum bæjarins. Aukið upplýsingaflæði bæði til for- eldra og frá foreldrum hefur verið eitt af aðalmarkmiðum FFGÍR og er heimasíðan einn liður í því að auka það. Handbækur foreldrafélaganna sem fengu hvatningarverðlaun Heimilis og skóla á síðasta ári hafa nú verið uppfærðar og hægt er að skoða þær á heimsíðunni. Þar er að finna allar upplýsingar um starfsemi félaganna, hverjir skipa stjórnir og ráð á vegum for- eldrafélaganna og markmið sem þau hafa sett sér. Fundargerðir FFGÍR verða að- gengilegar á heimasíðunni og nýjustu fréttir af samstarf i foreldrafélaganna. Einnig er hægt að senda inn fyr- irspurnir um allt er varðar starfið og á síðunni eru ýmsir nytsam- legir tenglar eða krækjur þar sem foreldrar geta komist að ýmsu fróðlegu um foreldrasam- starf beint eða óbeint. Einnig er hægt að skrá sig á póstlista FF- GÍR og þar með fá allar nýjustu fréttir af starfinu. FFGÍR hefur nú látið hanna „logo“ eða merki sitt og er það sjáanlegt á síðunni. Skúli Sig- urðsson hannaði merkið en það var valið úr nokkrum hugmynd- um. Skúli hefur einnig verið FF- GÍR innan handar við gerð heimasíðunnar. Á næstu vikum mun FFGÍR kynna nokkur slag- orð undir hinu nýja merki en þau komu fram á sameiginlegum fundi stjórna foreldrafélaga og foreldraráða 14. febrúar s.l. „Það er búið að vera lélegt í febrúar og mars. Janúar var miklu betri,“ sagði Ragnar Ragnarsson skip- stjóri á Arnari KE 260 þar sem hann var að taka ís í Sandgerðishöfn í dag. Ragnar hefur verið á sjó frá árinu 1970 og hann seg- ir að febrúar hafi oft verið slæmur á sjónum. „Þetta hefur oft verið leiðinlegt á þessum árstíma. Við fórum 14 róðra í janúar og vorum með ágætisafla. Í febrúar fórum við 7 róðra,“ segir Ragnar og honum finnst fiskurinn vænn. „Bæði þorskurinn og ýsan eru vænni en undanfarin ár.“ Meginuppistaða aflans seg- ir Ragnar vera þorsk. „Ætli þetta sé ekki um 60-70 þorskur og restin þá ýsa.“ Ragnar er einungis á línu, en hann er með Torfa Torfasyni á sjónum. Vinnutíminn getur verið breytilegur hjá þeim en venjulega fara þeir út á nótt- unni og koma til hafnar sein- nipart dags. En verður hann aldrei þreyttur á sjómennskunni? „Þetta gengur í bylgjum. Stundum verður maður þræl- leiður en maður gleymir nú yfirleitt erfiðu dögunum þeg- ar vel gengur.“ Ragnar Ragnarsson á Arnari KE. Febrúar oft slæmur í sjó- mennskunni Öflugt foreldrastarf í Reykjanesbæ HÖND Í HÖND VIÐ HAFNARGÖTU Í VOGUM Ungmenni úr Stóru Vogaskóla í Vogum fóru í gönguferð með börnin á leikskólanum og kenndu þeim umferðar- reglurnar. Það er nauðsynlegt að horfa bæði til vinstri og hægri áður en farið er yfir götuna. VF -M YN D: JÓ H AN N ES K R. K RI ST JÁ N SS O N VF-MYND: HILMAR BRAGI BÁRÐARSON 12. tbl. 2004 umbrot hbb 17.3.2004 16:11 Page 8

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.