Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.01.2005, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 06.01.2005, Blaðsíða 2
2 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Strákarnir á Happasæl KE hafa verið að gera það gott á nýja árinu. Þessi stærsti „smábátur“ flotans hefur verið að fá um fjögur tonn á dag í netin og mikið af aflanum er stór og myndarlegur þorskur. Þ á l a n d a ð i E r l i n g K E í fyrradag um 14 tonnum af boltaþorski í Keflavík. Aðrir smábátar sem gerðir eru út frá Reykjanesbæ hafa einnig verið að gera það gott. Meðfylgjandi mynd sýnir einn vænan golþorsk sem kom í netin hjá Happasæli KE á þriðjudaginn. 8 Hitaveita Suðurnesja hf. hefur starfað í 30 ár: Í tilefni af 30 ára afmæli Hitaveitu Suður-nesja um áramót veitti fyrirtækið 17 fyr-irtækjum og félagasamtökum sem vinna að almannaheill á umsvifasvæði HS, höfðing- lega styrki. Styrkirnir eru samtals að verðmæti 8 milljónir króna og þar af eru 6.7 milljónir sem renna til aðila á Suðurnesjum og í Hafnarfirði. Stjórn Hitaveitu Suðurnesja hf hefur ákveðið að ekki verði um veislu- höld eða sérstakan afmælis- fagnað að ræða vegna þess- ara tímamóta. Þess í stað verði peningagjafir til tækjakaupa og/eða til s t y r k t a r á starf- s e m i viðkom- a n d i a ð i l a látnar nægja auk þess sem um 120 starfsmenn HS fá veglegan kaupauka að upphæð kr. 50.000 útborgaðar með næsta launaseðli. Þess utan var ákveðið að gefa öllum grunnskólabörnum á svæði HS gjöf síðar í vetur. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hlaut stærsta styrkinn, eða 1 milljón, sem Jón B.G. Jónsson læknir á HSS veitti móttöku. Sagði hann að styrkurinn kæmi sér afar vel þar sem nú væri hægt að leggja út í kaup á augnskolunartæki sem hefur vantað lengi í tækjakost sjúkra- hússins. Auk þess hlutu Dvalarheimili aldraðra Suðurnesjum, Hæfingar- stöðin Hafnargötu 90 og Þroskahjálp á Suðurnesjum 750.000 krónur hvert. Björgunarsveitir á svæðinu fengu 300.000 kr. styrk nema Björgunar- sveitin Suðurnes, sem fékk 750.000, enda þjónar hún fleiri íbúum. Í Hafnarfirði fengu St. Jósepsspítali, Dagvistun minnissjúkra og Björgunarsveit Hafnarfjarðar 500.000 hvert auk þess sem HS veitti 1 milljón til fjögurra Björgunarsveita á Suðurlandi og Skákfélag Vest- mannaeyja fékk 300.000. Sannarlega glæsilegar gjafir og mættu fleiri taka sér slíkt til fyrir- myndar. Hundaþjálfarinn Atli Þ o r s t e i n s s o n o g Kristín Davíðsdóttir, kona hans, hafa opnað alhliða hunda þjón ustu í Reykja- nesbæ. Þau hjónin opnuðu fyrir ára- mót glæsilega aðstöðu fyrir K9 Hundaskólann þar sem þau eru einnig með hunda- hótel, verslun með allt sem við kemur hundum og fullkomna æfinga- og þjálfunaraðstöðu innanhúss sem utan. „Þetta er gamall draumur varð loks að veruleika þegar ég byrj- aði með skólann í apríl og svo með nýja húsinu sem við opn- uðum við Vatnsnesveg 5 í des- ember.” Í húsnæðinu er geymslurými fyrir 10 hunda sem Atli segir að hafi tilfinnanlega vantað á svæðinu. „Við erum með þjón- ustu fyrir fólk sem fer í flug erlendis þar sem við sækjum bílana og hundana fyrir þau þegar þau fara og skilum þeim svo þegar fólkið snýr aftur heim. Þetta er sérlega hentugt fyrir utanbæjarfólk sem getur nú skilað hundunum á hótel í leiðinni í stað þess að gera sér sérstaka ferð til að koma þeim í geymslu í bænum.” Hundaskólinn hjá Atla er í stöðugum vexti og innan tíðar geta „hótelgestir” gengið á milli inniaðstöðunnar og útigerðis bak við húsið sem er mjög rúmgott. Aðspurður sagði Atli að hót- elið hefði gengið vel það sem af er en mikil ásókn væri í skólanum þar sem Atli er með hlýðninámskeið, leiðbeiningar varðandi hegðunarvandamál hunda og hvolpanámskeið. Áhugasamir geta komið við í búðinni að Vatnsnesvegi eða far ið á heimasíðu skólans, k9hundaskoli.com og sótt sér þar ýmislegan fróðleik varð- andi hunda og hundahald. HS gefur 8 milljónir á 30 ára afmælinu Hundar fá hótelgistingu í Keflavík Fulltrúar styrkþega ásamt forsvarsmönnum HS. stuttar F R É T T I R Golþorskar í netin á nýju ári!

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.