Víkurfréttir - 06.01.2005, Blaðsíða 10
10 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!
Grindvískafréttasíðan
U m s j ó n : Þ o r s t e i n n G u n n a r K r i s t j á n s s o n
8 Fjölsóttur aðalfundur Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur:
�����������������
��������������� ������ �������������
������������������������������������
�����������������
��������������������������
����������������������������
8 Kallinn á kassanum
Fjölmargir sóttu aðalfundi Sjómanna og vélstjórafé-lags Grindavíkur enda
voru þar komnir þeir Sævar
Gunnarsson og Hólmgeir Jóns-
son frá Sjómannasambandinu
til að kynna nýgerðan kjara-
samning sjómanna og LÍÚ.
Sævar byrjaði á að lýsa því
yfir að hann bæri alla ábyrgð
á þeim kjarasamningi sem nú
væri verið að kjósa um.
„Ég tók þá ákvörðun að semja
við útgerðarmenn í stað þess
að fara í átök og því fylgir að
gefa þarf eftir einhversstaðar.
Við lögðum áherslu á að ná
fram kröfum um svokallaðan
félagsmálapakka og það hefur
kostað okkur u.þ.b. 3% lækkun
á einstaka launaliðum en veru-
legar bætur á lífeyrisréttindum
og sjúkrasjóði. Þegar allt er
reikn að sam an höf um við
fengið heldur meiri kjarabætur
en ann að launa fólk” sagði
Sævar þegar hann útskýrði fyrir
mönnum hvernig samninga-
ferlið hefði verið. Hólmgeir
kynnti svo samninginn í smáat-
riðum fyrir fundargestum og
að því loknu fóru fram líflegar
umræður. Margar fyrirspurnir
bárust frá fundargestum og svör-
uðu Sævar og Hólmgeir þeim
jafnharðan. Greinilegt var að
ýmis atriði samningsins hafa
valdið sjómönnum vonbrigðum
en einnig gætti misskilnings á
nokkrum atriðum samningsins.
Menn voru mjög ósáttir við að
einstaka launaliðir skuli lækka
en Sævar fullyrti á móti að
ávinningurinn í lífeyrismálum
væri meiri en lækkunin. Að
þessum umræðum loknum fór
fram kosning um samninginn
og munu niðurstöur liggja fyrir
í vikunni.
Þá tóku við venjuleg aðalfundar-
störf þar sem reikningar félags-
ins voru kynntir. Í framhaldi af
því kom fram hörð gagnrýni á
sitjandi formann vegna mikils
kostnaðar við endurbætur á hús-
næði félagsins og einnig bygg-
ingu sumarbústaðar á vegum
félagsins sem fór verulega fram
úr kostnaðaráætlun. Sveinn Ey-
fjörð bauð sig fram til formanns
á móti Hermanni Magnúsi Sig-
urðssyni sitjandi formanni til að
mómæla því sem hann kallaði
bruðl. Skemmst er frá því að
segja að Hermann Magnús stóð
uppi sem sigurvegari og er rétt-
kjörinn formaður til næstu 2
ára og greinilegt að meirihluti
félagsmanna ber ekki brigður á
fjármálastjórn formannsins og
stjórnarinnar.
Sitjandi formaður endurkjörinn
GLEÐILEGT ÁR! OG Kallinn þakkar Suðurnesja-
fólki skemmtilega og góða viðkynningu á síðasta ári.
Megi þetta ár verða jafn gott og það sem nýliðið er.
ÞAÐ ER LJÓST að árið 2005 verður ekki jafn gott
fyrir meirihluta bæjarstjórnar og árið sem var að líða.
Meirihlutinn leitar nú leiða til að ná niður kostnaði
og sýnist Kallinum að niðurskurðarhnífnum sé helst
beitt gegn barnafólki og námsmönnum. Að mati
Kallsins er slíkt ótækt og meira að segja ungir Sjálf-
stæðismenn í Reykjanesbæ mótmæla þessum atgangi
meirihlutans. Og þá er nú mikið sagt því strákarnir á
þeim bænum hafa yfirleitt fylgt „foringjum” sínum
að málum, hvort sem er á sveitarstjórnarsviðinu eða
landsmálasviðinu. Alltaf já og amen við þeirra til-
lögum en nú gerist það að þeir ungu mótmæla hér.
Mjög merkilegt að mati Kallsins.
MEIRIHLUTINN ÞARF að endurskoða niðurskurð-
artillögur sínar. Það verður að skera annars staðar
niður. Kallinn hefur trú á því að bæði meiri- og
minnihlutinn komist að samkomulagi um þessi mál.
ÞAÐ ER STUTT í kosningar og nú fara íbúar Suður-
nesja að sjá pólitíkusana brosa á nýjan leik og lofa
öllu fögru. Nú þarf að ganga á hina kjörnu fulltrúa
Reykjanesbæjar og fá þá til að vinna fyrir okkur - án
þess að skera niður þjónustuna. Það er hægt - hefur
verið gert annars staðar í ótal skipti.
KALLINN OG REYNDAR fleiri höfðu gaman af því
að sjá að engin áramótabrenna var í Reykjanesbæ.
Var bærinn að spara með því að hafa enga brennu?
Kallinn hefði gaman af því að fá að vita það!
ÞEIR SEM HAFA erindi við embætti Sýslumannsins
í Keflavík geta helst ekki verið á vinnumarkaði. Þeir
sem þangað þurfa að fara geta ekki farið í hádeginu
og ekki eftir vinnu. Sýslumaður lokar nefnilega í há-
deginu og þar er opið rétt fram yfir miðdegiskaffi.
Væri ekki rétt að endurskoða þennan opnunartíma
hr. Sýslumaður? Er árið 2005 annars ekki gengið í
garð? Er kannski hægt að gera þetta allt á netinu?
HVAÐ FINNST Suðurnesjamönnum standa upp úr
nýliðnu ári? Sendið Kallinum hugrenningar um árið
í fyrra.
Nýárskveðja, kallinn@vf.is
Engin skuldabrenna um áramótin!