Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.01.2005, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 06.01.2005, Blaðsíða 12
12 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Þau ólust upp nánast á sömu torfunni. Innan við 500 metr ar eru á milli æskuheimilanna í Kefla- vík. Þau urðu samt ekki vör við hvort annað fyrr en í fram- haldsskóla enda hann þremur árum eldri, fæddur 1962. Þau hafa bæði meistaragráðu frá Bandaríkjunum og láta málin til sín taka hvert á sínu sviði. Axel er með MA í stjórnmála- fræði en Guðný MSc í ráðgef- andi sálfræði. Axel varð m.a. Íslandsmeistari með Keflavík og KR í körfubolta. Hann lék með landsliðinu auk þess að þjálfa drengjalandsliðið í körfu- bolta um tíma. Guðný hefur ekki verið eins mikið út á við og fas hennar einkennist af yfirvegun og hæversku. Hún hefur þó ekki skorast undan samfélagslegri ábyrgð og tekur virkan þátt í foreldrasamstarfi. Hún hefur aðallega haldið sig á húmaníska sviðinu en var liðtæk í handboltanum í yngri flokkunum hjá ÍBK. Þau hjón eiga tvö börn, Fríðu 9 ára og Egil 6 ára. Þó Fríða hafi nú búið í Ásland- inu í rúm 2 ár og æft fimleika hjá Björkunum og Egill karate hjá Haukum segist hún halda með Keflavík í körfunni því þeir séu bestir í öllum heiminum. Þau hjónin segja að umgjörðin í kringum allt íþróttastarf í Hafn- arfirði sé til fyrirmyndar. Mikil- vægt er að börnin hafa eignast góða leikfélaga og vini í hverf- inu og þeim líður vel í Áslands- skóla. Guðný segir að það hafi verið ný- stárleg skólastefna og hugmynda- fræðin í kringum Áslandsskóla og leikskólann Tjarnarás sem hafi aðallega laðað hana að hverfinu í fyrstu. Fríða er 9 ára í 4-HUG í Áslandsskóla en bróðir hennar Egill sem er í 1-SP er sofnaður þegar blaðamann ber að garði. Sú stutta segir að- spurð að aðalmunurinn á því að búa í Áslandinu eða Ameríku sé veðrið og þær mæðgur rifja upp hversu léttklæddar þær voru oft þegar fjölskyldan bjó á Manhattan. Upp úr því spinnast umræður um allt það hafurtask sem getur fylgt fjölskyldunni nú til dags. “Í Ameríku leigja menn bara geymslupláss. Svo einfalt er það,” segir Axel. Frá Ameríku í Áslandið En hver er aðalmunurinn á því að búa í Bandaríkjunum eða Hafnarfirði? “Við erum nú í svipaðri hæð yfir sjávarmáli,” segir Axel bros- andi. “Við bjuggum á 18. hæð á Manhattan en erum hér í hæstu hæðum Hafnarfjarðar svo að því leyti til er ekki mikill munur en mannlífið er öðruvísi. New York er hin eina og sanna heims- borg með öllum sínum kostum og göllum. Mesta breytingin við að koma til Íslands hafði með börnin að gera, þar fóru þau ekk- ert ein, hvorki í skólann, á leik- völl né í næsta hús og var aldrei sleppt úr augsýn. Annars var ótrúlegt hvað við vöndumst því fljótt. Það að vakta þau í sífellu varð bara hluti af lífsstílnum. Það er gaman að segja frá því að eitt sinn er við komum heim til Keflavíkur um jól og vorum niðri í bæ á Þorláksmessu sagði Fríða dóttir okkar sem þá var 5 ára: “Getum við ekki farið heim, það er svo mikið af fólki hérna.” Að þessu hlógum við mikið komandi úr mannmergðinni á Manhattan. En þar víkja menn fyrir þeim sem þeir mæta.” Á áberandi stað í stofunni eru innrammaðar tvær forsíður úr New York Times. Önnur er forsíðan 12. september 2001, daginn eftir hörmungarnar í New York árið 2001 þegar turn- arnir tveir hrundu í aðeins 1500 metra fjarlægð frá heimili þeirra á 32. stræti og 3. breið- götu. Axel starfaði þá hjá Fasta- nefnd Íslands hjá Sameinuðu Þjóðunum. Skrifstofa hans var aðeins fjær eða á 49. stræti á 36. hæð. “Úr þessari hæð hafði maður gott útsýni og sá afleið- ingarnar frá öðru sjónarhorni en af götunni.” Guð ný var heima með son þeirra Egil en Fríða nýfarin í skólann þegar ósköpin dundu yfir og horfði út um eldhúsglugg- ann á seinni turninn hrynja. Axel er minnisstætt þegar hann fór að sækja Fríðu í skólann þennan dag að hann sá fólk hlaupandi um allt og margir voru grá ir af steypuryki og nokkur tryllingur í gagni. “Það var mikil lífsreynsla að vera í slíkri nálægð við þennan hörm- ungaratburð. Í dag skil ég ekki í mér að hafa ekki tekið meira af myndum af þessu,” segir Guðný og tekur upp myndaalbúm sem við skoðum saman. “Við vorum bara svo dofin. Á næstu vikum eftir árásina mátti sjá strætis- vagnaskýli, veggi og grindverk þakin myndum af týndu fólki sem ættingjar höfðu hengt upp og var það átakanleg sjón.” Stutt frá heimili þeirra var New York University spítalinn sem var einn af móttökustöðunum fyrir slasaða. Víða voru litlar slökkvistöðvar þar sem mikið gekk á fyrstu dagana. Á einni lít- illi stöð næst heimili þeirra dóu næstum allir slökkviliðsmenn- irnir sem þar höfðu starfað við björgunarstörf í turnunum. Vil helst búa þar sem ég get týnst Hvað kom til að þið völduð Ás- landshverfið? “Þeg ar kom að því að við flyttum til Íslands fór ég heim að leita að húsnæði og Áslands- hverfið varð fyrir valinu aðal- lega vegna skólans og leikskól- ans,” segir Guðný. “Fríða hafði verið í Montessori skóla og ég leitaði að skóla með svipaða hugmyndafræði. Um Áslands- skóla léku fersk ir vind ar á þessum tíma og ég heillaðist af skólastefnunni þar. Það hafði líka mikið að segja að ensku- kennsla hófst í 1. bekk og ég taldi að það myndi hjálpa börn- unum að halda við tungumál- inu. Ég varð því fyrir miklum vonbrigðum þegar skólamálin tóku óvænta stefnu og Íslensku Menntasamtökin hættu rekstri skólans og síðar leikskólans. Þrátt fyrir það erum við ánægð Axel Nikulásson og Guðný Reynisdóttir fluttu til Hafnarfjarðar eftir dvöl erlendis Þetta er eins og sveit í borg Axel Nikulásson og Guðný Reynisdóttir ásamt börnum sínum, Fríða 9 ára og Egill 6 ára. Mér finnst kostur við hverfið að mikið er um fjölskyldufólk og fólk virðist hafa svipaðan bakgrunn. Margir hafa verið erlendis í námi en auðvitað erum við öll nýbúar í hverfinu, hér í fjallinu. En þar sem við búum kemst maður ekki hærra og við erum steinsnar frá Vörðunni. Er húmar að kveldi fullveldisdagsins tek ég hús á einni af þeim fjölmörgu fjölskyldum af Suðurnesjum sem búa í Áslandinu í Hafnarfirði, nánar tiltekið í Kríuási 47. Þetta eru Axel Nikulásson sendiráðunautur í Utanríkisráðuneytinu og Guðný Reynisdóttir skólaráðgjafi á Fræðsluskrifstofu Reykjanesbæjar og formaður foreldraráðs Áslandsskóla. Þau ákváðu að setjast að í Hafnarfirði eftir að hafa búið erlendis í 5 ár. Þau hjónin telja það hafa verið rétta ákvörðun að setjast að í Hafnarfirði og þó þau flytji aftur af landi brott, sem fylgir starfi Axels, þá eiga þau alveg eins von á því að koma þangað aftur. S U Ð U R N E S J A N Ý L E N D A N Í Á S L A N D I Í H A F N A R F I R Ð I

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.