Víkurfréttir - 06.01.2005, Blaðsíða 25
VÍKURFRÉTTIR I 1. TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGURINN 6. JANÚAR 2005 I 25
Wendy Papas var að-eins 18 ára er hún lést á hótelherbergi
eftir að hafa tekið
inn ban væn an
skammt af e-töfl-
unni. „Við sátum
sam an niðri að
kvöldverði á hót-
elbarnum, þegar
Wendy dró fram
poka sem inni-
hélt nokkrar töflur.” James
Hatcher, 26 ára gamall unnusti
hennar kvað Wendy upphaf-
lega hafa tekið inn tvær töflur,
á meðan hann hafi sjálfur tekið
inn eina, kvað hann þau fljót-
lega hafa fundið til ógleði og í
framhaldi af því farið upp á her-
bergi. Hatcher, sem er málari
og hönnuður sagðist svo frá:
„Þegar við fórum að sofa þá
skildi Wendy eftir poka á nátt-
borðinu með nokkrum töflum.
Við fórum snemma i rúmið.
Ég vaknaði síðar um miðnættið
og tók utan um Wendy, fann
ég að eitthvað var að. Hringdi
ég þá í starfsfólk hótelsins sem
kallaði til sjúkrabíl. Sjúkraliðar
reyndu lífgunartilraunir, en án
árangurs.” Þegar lögreglan leit-
aði síðar í herberginu þá fundu
þeir einungis tvær töflur.
Krufning leiddi síðar í ljós að
Wendy hafði látist af of stórum
skammti af Ecstasy. Dr. Allen
Anscombe sagði: „Miðað við
það magn a f MDMA sem
fannst í blóði Wendyar, þá er
nær öruggt að hún hafi fengið
hjartaáfall.”
Krufningalæknirinn sagði: „Ekk-
ert er eins sorglegt og dauði
ungrar manneskju sem átti bjart
lífið framundan. Lykilatriði
þessa dauðsfalls er hið gríðarlega
eiturmagn sem greyndist í blóði
hennar, var það margfaldur ban-
vænn skammtur. Þetta er sann-
arlega harmleikur, sem hlaut
að koma að. Það er einlæg von
mín að atburður sem þessi verði
öðrum víti til varnaðar.” Syrgj-
andi foreldrar Wendyar kváðu
hana hafa verið duglegan náms-
mann sem stundað hafi nám
sitt af kostgæfni.
Ásakar unnustan um
ótímabært andlát hennar!
Eftir réttarhöldin sagðist móðir
Wendyar kenna unnustanum
um. „Ég sé hlutina í öðru ljósi
núna. Ég ef ast um að hún
hefði leiðst út í fíkniefni hefði
hún ekki verið með Hatcher.
Hann var hennar fyrsta ást,
hún var alltaf svo áhrifagjarn
krakki. Fjölskyldan okkar er nið-
urbrotin, yngri systir hennar
grætur sig í svefn, ég lifi einn
dag í einu. Hefði ég vitað hvers
konar manneskja unnustinn er,
þá hefði ég bannað henni að
vera með honum. Vil ég nota
tækifærið og benda foreldrum
og öðrum forráðamönnum á
að barnið er okkar dýrmætasta
eign og ættum við því að gefa
því allan þann tíma og um-
hyggju sem það kann að þarfn-
ast, áður en það heldur út í
lífið, til þess að hefja sína sjálf-
stæðu baráttu.”
Nokkrar vísindalegar
staðreyndir um
skaðsemi Ecstasy
Sam kvæmt áður birtu áliti
virtra vísindamanna sem rann-
sakað hafa e-töfluna (MDMA,
virka eiturefnið í töflunni), þá
getur það orsakað skyndilegan
dauða og eða ævarandi heila-
skemmdir. Dr. Stephen Kish,
Kanada, er stýrði ný leg um
rannsóknum á efninu, skrifaði
í vísindatímaritið, Neurology,
þar sem hann gerði samanburð
(krufningu) á heila þeirra sem
höfðu verið Ecstasy neytendur
og nokkurra einstaklinga sem
höfðu aldrei reynt efnið. Niður-
staðan varð m.a. sú að neysla á
efninu leiddi til fækkunnar ým-
issa boðefna til heilans. Magn
boðefna reyndist vera 50-80 %
minna hjá þeim sem voru virkir
neytendur efnissins. Skortur á
boðefmum þessum getur m.a.
orsakað geðræna hegðan, þar
með talið: þunglyndi, kvíða
o.s.frv. Vísindamenn ætla að
það sé í kringum 75 sinnum
meiri hætta á að þeir sem nota
efnið verði fyrir breyttri geð-
rænni hegðan en þeir sem ekki
nota efnið.
Stöðug aukning harðari
fíkniefna hérlendis
Af ofanrituðu má vera ljóst að
e-pillan gefur ekkert annað en
skammtíma „ alsælu“ fljótlega
fer allt ferlið í kringum neyslu
hennar, að jafnaði hratt niður
á við. Ársskýrslur (tölur) frá
innlagnarstofnunum/meðferð,
ásamt haldlagningar tölum yf-
irvalda, á svokölluðum sterk-
ari fíkniefnum, Amfetamíni
og Kókaíni, sýna, að stöðug
aukning ofangreindra efna, er í
umferð hérlendis. Rannsóknir
sýna jafnframt að jafnaðarlega
myndar neytandinn fljótlega
mik ið þol fyr ir e-töfl unni,
þ.e.a.s. hann þarf stöðugt meira
magn til að ná upp vímunni
og verður því iðulega styttra í
að hann fari út í neyslu á ofan-
greindum harðari efnum.
Þýtt og stað fært að hluta úr
bresku pressunni 2004.
Elías Kristjánsson
foreldri og áhugamaður
um fíkniefnaforvarnir
Reykjanesbæ
Lést á hótelherbergi
eftir of stóran skammt
8 Elías Kristjánsson skrifar um forvarnir:
www.vf.is
-daglegar fréttir af Suðurnesjum