Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.01.2005, Blaðsíða 15

Víkurfréttir - 06.01.2005, Blaðsíða 15
VÍKURFRÉTTIR I 1. TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGURINN 6. JANÚAR 2005 I 15 Þrautseigja ársins: Beið á stefni sökkvandi báts á aðra klukkustund Sævar Brynjólfsson komst heldur betur í hann krappan í ársbyrjun þegar bátur hans, Húni KK sökk um 20 sjómílur undan Garðskaga. Aðeins stefni bátsins stóð uppúr sjónum þegar björgunarmenn komu að en þá hafði Sævar hafst við á stefni bátsins í eina og hálfa klukkustund.. Björgunarskipið Hannes Þ. Hafstein náði að draga hinn sökkvandi bát í land. Þotur ársins: Nauðlent í Keflavík með bilaðan mótor Það eru ekki bara varnarliðs- þotur sem hafa verið í frétt- unum allt árið, því annað slagið koma hingað „vængbrotnir” eða eigum við að segja „hreyfilvana” ferðalangar á leiðinni milli Evr- ópu og Ameríku. Alvarlegasta til- vikið var í ársbyrjun 2004 þegar vél United Airlines lenti í Kefla- vík með ónýtan mótor. Skipt var um mótorinn í kulda og trekki í Keflavík og hélt þotan utan nokkrum dögum síðar. Velta ársins: Búkolla blotnaði í fæturna á Fitjum Engin slys urðu á mönnum þegar svokölluð Búkolla gerðist helst til of sjálfstæð við gerð sjóvarnagarðs á Fitjum. Búkollan valt á hlið- ina út í sjó. Ekkert skemmdist nema stolt bílstjórans, sem var brugðið við byltuna. Blóðsúthellingar ársins: Rauður dagur í Holtaskóla Börn voru send heim eftir inn- brot í Holaskóla á fyrstu dögum ársins 2004. Vettvangur inn- brotsins var blóði drifinn og lög- reglan þurfti sitt pláss til að rannsaka vettvang- inn. Skólinn var sótthreinsaður. Aðkoman var ljót og þjófurinn eða þjófarnir höfðu á brott með sér verðmæti úr skólanum. Idolstjarna ársins: Kraftur í grindvískum Kalla Bjarna Það var mikið um dýrðir í Grindavík á árinu enda féll fyrsta Idol-stjarnan Grindavík- ingum í skaut. Kalli Bjarni söng sig inn í hjörtu þjóðarinnar og hans fólk í Grindavík fjölmennti í Festi á úrslitakvöldinu, þrátt fyrir að úti fyrir væri brjálaður bylur. Skilti árnis: Reykjanesbær hástöfum við Reykjanesbraut Risastórir stafir sem minna á frægt skilti kvikmynda- borgarinnar voru settir upp á steinhleðslu við Reykja- nesbrautina á árinu. Nafnið Reykjanesbær blasir nú við öllum sem koma til bæjarins frá höfuðborgarsvæðinu. Hver stafur er 2,5 metrar á hæð og samtals er skiltið 22 metrar á lengd. Kostnaðurinn mun vera um 3 milljónir króna. Heimshöfn ársins: Helguvík á heimskortið Helguvíkurhöfn er komin á heimskortið. Fossar Eimskipa hafa þar viðkomu á leið sinni vestur um haf. Höfnin var líka varin af vopnuðum her á árinu þegar viðkvæmum olíufarmi var landað og að lokum var komið þar upp voldugri girðingu... Vonandi að Stálpípuverksmiðjunni verði hleypt þar í land... Björgunarafrek ársins: Þrautgóðir á raunastund Þrjár ungar hetjur í björgun- arliði Björgunarsveitarinnar Þorbjörns í Grindavík vöktu athygli á árinu fyrir áræði þegar mannslíf voru í hættu.. Þeir Björn Óskar Andrésson, Vilhjálmur Jóhann Lárusson og Hlynur Sæberg Helgason björguðu tveimur mönnum af fiskibáti sem fórst í innsigl- ingunni til Grindavíkur. Þeir Heimir Gunnar Hansson og Svanur Karl Friðjónsson voru komnir í sjóinn og voru að gefa upp alla von þegar björgunar- mennirnir börðust í gegnum brimskaflana til að koma þeim til hjálpar. Björgunin tókst giftu- samlega og að launum hlutu björgunarmennirnir þrír eina æðstu viðurkenningu Forseta Ís- lands, sem var afhent þeim á 30 ára afmæli Grindavíkurbæjar. Það telst ágætur siður við áramóta að horfa um öxl og rifja upp hvað hefur á dagana drifið. Blaðamenn Vík- urfrétta komu víða við í fréttum á síðasta ári. Það rifjast líka allaf upp fyrir okkur þegar blöðunum er flett, þó ekki nema 12 mánuði aftur í tímann hvað við getum verið fljót að gleyma hlutunum. Meðfylgjandi er fyrsti hluti annáls Víkur- frétta fyrir árið 2004. Síðari hluti birtist í blaðinu í næstu viku. Fréttaannáll Víkurfrétta • fyrri hluti Samantekt: Hilmar Bragi Bárðarson - Ljósmyndir: Ljósmyndarar Víkurfrétta og fleiri. Meira í miðopnu!

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.