Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.01.2005, Blaðsíða 13

Víkurfréttir - 06.01.2005, Blaðsíða 13
VÍKURFRÉTTIR I 1. TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGURINN 6. JANÚAR 2005 I 13 með skólastarfið eins og það er í dag. Foreldrastarfið í skólanum er í stöðugri þróun og allur bragur í þessu hverfi í mótun. Mér finnst kostur við hverfið að mikið er um fjölskyldufólk og fólk virðist hafa svipaðan bakgrunn. Margir hafa verið er- lendis í námi en auðvitað erum við öll nýbúar í hverfinu, hér í fjallinu. En þar sem við búum kemst maður ekki hærra og við erum steinsnar frá Vörðunni. Það er ómetanlegt að börnin geti gengið í skólann og séu örugg í því umhverfi sem við búum í. Axel er það mikið á far- aldsfæti að ég er stundum eins og sjómannskona. Það er því mikils virði að börnin eigi góða leikfélaga og séu frjáls.” Og Guðný heldur áfram: “Mér finnst voða gott að geta svolítið týnst í fjöldanum. Í vinnunni fyrir sunnan nýt ég góðs af því að vera Keflavíkingur, ég þekki marga og margir þekkja mig, sem er frábært en ég myndi ekki vilja vera án þeirra kosta sem fylgja því að búa á höfuðborg- arsvæðinu m.t.t. þjónustu og fjölbreytileika mannlífsins. Axel sækir vinnu til Reykjavíkur en ég til Keflavíkur og við sækjum það besta á báðum stöðum. Við eigum ennþá fjölskyldu í Kefla- vík og höldum góðu sambandi við æskufélaga. Við sækjum ýmsa þjónustu suður eftir en annað á höfuðborgarsvæðið. Segja má að við séum mið- svæðis miðað við okkar þarfir.” Tínum bláber í afmælis– tertuna við húsdyrnar Hverjir eru helstu kostir þess að búa í Hafnarfirði? “Í fyrstu leit ég á þetta svæði hér sem úthverfi Reykjavíkur en eftir að hafa aðlagast þá finnst mér við vera mjög miðsvæðis. Ég sæki t.d. miklu minna til Reykjavíkur en ég hélt ég myndi gera,” segir Guðný. “Þetta er eins og sveit í borg. Börnin eru mjög frjáls hér og örugg. Hér við Ástjörnina er fallegt umhverfi og ekki alls staðar hægt að tína bláber í afmælistertuna við hús- dyrnar. Hér er öll þjónusta við hendina og ég fer mikið niður í Fjörð. Þar eru góðar verslanir, t.d. mjög góð leikfangaverslun, lyfjaverslun, hárgreiðslustofur og bókasafnið skammt undan. Hér eru líka bestu matvöru- verslanirnar og allt til alls. Það slær ekki á ánægjuna að hafa Atlantsolíu hér í bænum,” bætir Axel við. Guðnýju finnst þjónustan á heilsugæslustöðinni til fyrir- myndar en það tók þau rúmt ár að fá heimilislækni. “Ef ég ætti að nefna eitthvað eitt sem okkur finnst að betur mætti fara þá eru það skipulagsmálin. Það er nauðsynlegt að ganga betur frá göngustígum hér í hverfinu, sérstaklega í kringum okkur hér efst í fjallinu og við hefðum frekar kosið verslun en sjoppu sem miðdepil með skólanum. Hér stundar fólk gönguferðir og greinilegt að fólk notfærir sér þá útivistarperlu sem um- hverfi Ástjarnarinnar er,” segir Guðný. Íbúð þeirra hjóna í Kríuásnum er mjög vel staðsett. Þau eru í einum enda á fjölbýl- ishúsi og hafa sérinngang beint af bílastæðinu, sólpall baka til og einstakt útsýni til Suðurnesja sem er ekki verra fyrir hjón sem bæði slitu þar barnsskónum. “Vinir okkar fyrir sunnan stríða okk ur óspart á því að eina ástæðan fyrir því að við séum staðsett hér sé vegna þess hversu gott útsýni er til Keflavíkur. Við séum bara í einhverri afneitun!” Urðu Ástfangin í nem- endaráðinu í FS Foreldrar Axels fluttu til Kefla- víkur frá Akranesi þegar hann var fjögurra ára en Guðný, eins og svo margir Suðurnesja- menn, á ættir sínar að rekja norður á Hornstrandir. Guðný missti móður sína fyrr á þessu ári en fað ir Ax els dó fyr ir nokkrum árum. Þau eru bæði yngst í sínum systkinahópi og eiga bæði annað foreldri á lífi í sínum gamla heimabæ, eldri systkini og vini frá æskuárum sem þau rækta sambandið við. Gamla nemendaráðið í fjöl- brautaskóla Suðurnesja, sem þau áttu bæði sæti í, hittist reglu- lega og hefur gert allar götur síðan þau störfuðu saman á þeim vettvangi. Einmitt á þeim árum urðu Guðný og Axel fyrst skotin í hvert öðru. Þau giftu sig svo árið 1994 og í kjölfar 10 ára hjúskaparafmælis mun þeim fæðast þriðja barnið svo sjá má að sveitasælan hefur haft ein- staklega góð áhrif á hjónalífið. Þau hafa dvalið mikið erlendis bæði saman og í sitt hvoru lagi. Guðný fór sem Au-pair til Englands eftir stúdentsprófið en Axel fór til Bandaríkjana að loknu stúdentsprófi til náms og til að spila með skólaliði í Penn- sylvaníu þar sem hann lauk sínu BA og MA námi. Guðný lauk sínu BA námi í HÍ, fór síðan til Pennsylvaníu og lauk námi í ráð- gefandi sálfræði 1994. Við spyrjum Axel hvort hann hafi ekki ætlað sér að fara út í pólitík. “Nei, einu afskipti mín af pólitík voru þegar ég var í framboði fyrir öfgasinnaða jafn- aðarmenn þegar ég var að kenna við FS en það var eingöngu sem grín. Ég gæti trúað að áhugi minn á utanríkismálum hafi kviknað þegar ég var talsmaður erlendra stúdenta í Pennsyl- vaniu. Ég mátaði mig í ýmsum störfum, kenndi t.d. sögu í FS um tíma og var verslunarstjóri í Samkaup svo eitthvað sé nefnt en það er gott að vinna í utan- ríkisþjónustunni. Það er mjög fjölbreytilegt starf. Þar er maður hins vegar flutningsskyldur svo það fylgir starfinu að flytjast milli landa.” Við spyrjum Guðnýju hvort hún sjái mikinn mun á þeirri sálfræði sem hún lærði Vestan- hafs og þeirri sem kemur frá Norðurlöndunum. “Skólakerfið í Bandaríkjunum er öðruvísi uppbyggt heldur en á Norður- löndunum. Það sem ég þekki til sýnist mér áherslan á þjálfun, sérhæfingu og hagnýtingu náms- ins vera mun meiri í Bandaríkj- unum. Meistaranámið hérna heima og t.d. í Danmörku er bæði mun almennara og fræði- legra hefur mér sýnst.” Víða liggja leiðir Mér er ekki til setunnar boðið enda áliðið kvölds og Axel er langt komin að pakka niður. Hann er á leið til Argentínu á fund á vegum ráðuneytisins um loftslagsmál og þarf að vera mættur snemma út á völl. Ég hafði ýmislegt í farteskinu til að vinna úr eftir að hafa átt gott spjall við þau hjón. Stofuveggurinn, þar sem m.a. er forsíða New York Times daginn eftir hryðjuverkin 11. september 2001. Þau bjuggu þá á Manhattan. Egill og Fríða bregða á leik. Hér við Ástjörnina er fallegt umhverfi og ekki alls staðar hægt að tína bláber í afmælistertuna við húsdyrnar. Hér er öll þjónusta við hendina og ég fer mikið niður í Fjörð. Þar eru góðar verslanir, t.d. mjög góð leikfangaverslun, lyfjaverslun, hár- greiðslustofur og bókasafnið skammt undan. Texti og myndir: Helga Margrét Guðmundsdóttir

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.