Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.01.2005, Blaðsíða 11

Víkurfréttir - 06.01.2005, Blaðsíða 11
VÍKURFRÉTTIR I 1. TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGURINN 6. JANÚAR 2005 I 11 Fimmtudaginn 6. janúar hefst þrettándagleðin í Grindavík með göngu frá Kvennó kl. 20:00. Með í för verða jólasveinar og tröll ásamt álfakóng og álfadrottn- ingu. Gengið verður upp Vík- urbraut, niður Ránargötu og að Saltfisksetrinu. Dagskráin hefst svo við Saltfisksetrið um 20:30. Fyrstur stígur á stokk Ólafur Örn Ólafsson, bæjarstjóri og mun hann flytja ávarp. Barna- kórinn syngur, jólasveinarnir kveðja og Björgunarsveitin Þor- björn verður með flugeldasýn- ingu í dagskrárlok. Meistaraflokkur kvenna í knatt- spyrnu býður upp á vöfflur og heitt kakó í Saltfisksetrinu. Kveikt verður í bálkestinum vestur í Bót kl. 18:00 Þrettándagleði í Grindavík Í kvöld verður kynningar-kvöld á Alfa í Hvítasunnu-kirjunni Hafnargötu 84 í Reykjanesbæ. Alfa er 10 vikna námskeið, einu sinni í viku þar sem fjallað er um grund- vallaratriði kristinnar trúar á ein fald an og þægi leg an hátt. Alfa námskeiðið hófst í Englandi fyrir um 20 árum og er nú haldið í um 130 löndum í flestum kirkjudeildum. Áætlað er er að yfir 4 milljónir manna hafi sótt námskeiðið. Kynningarkvöldið hefst kl. 20 og er opið öllum. Aðgangur er ókeypis og einungis kynning til að hjálpa þér að ákveða hvort Alfa er námskeið fyrir þig. Alfa er fyrir alla sem leita vilja svara við spurningum lífsins. Upplýsingar gefa Kristinn í síma 697-7993 og Ásgrímur í síma 421-4338 öKASSINNPÓST Sendið okkur fréttatilkynningar á: postur@vf.is Alfa-kynning hjá Hvítasunnukirkjunni

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.