Víkurfréttir - 06.01.2005, Blaðsíða 22
22 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!
����������������
������������
�������������� ������������ ����������� �������������
������������������������������
��������������
������������������
�����������������������������������������������
������������
�������������������������������������������������
�������������������
�������������������������������������������������
������ ������� ������� ������ ���������� ��� ������ ���
���������������������������� ����������������������
��������������������������������������������������������
�����������������������������������������������
������������������������������������ ��������������
��������������������
������������������������������������������������
������������������������
�����������������������������������������������
���� �� ���� ���������������� ����������������
�����������������
Eitt af öflugustu sjávar-útvegsfyrirtækjunum í Reykjanesbæ hefur nú
keypt gamla Sjö-
stjörnuhúsið við
Njarðvíkurhöfn.
Þetta fyrirtæki,
F r a m f o o d s ,
sem er afsprengi
B a k k a v a r a r
hf. hyggst gera
húsnæðið að frysti- og kæli-
geymslum og auka umsvif sín á
þeim vettvangi. Það er ánægju-
legt að finna að fiskvinnslufyr-
irtæki horfa í auknum mæli til
þeirra tækifæra sem flugvöllur-
inn getur gefið um leið og þeim
er tryggð góð aðstaða í nær-
liggjandi sveitafélögum. Tæki-
færin í sjávarútvegi eru enn til
staðar eins og sést á góðum fyr-
irtækjum hér í Reykjanesbæ og
á Suðurnesjum.
Öflug uppbygging í Helguvíkur-
höfn og á iðnaðarsvæðinu hefur
stóraukið áhuga fyrirtækja fyrir
aðstöðu þar. Fyrsta stórfyrir-
tækið, IPT hefur þó látið bíða
eftir sér allt frá því samningar
voru undirritaðir snemma árs
2002. Ég tel afar líklegt að á
þessu nýbyrjaða ári verði úr því
skorið hvað verður um þá fram-
kvæmd.
Verslun og þjónusta
er að aukast
Íbúarnir hafa í mörg ár rætt
um að Hafnargatan væri til
skammar í okkar bæjarfélagi.
Örfá ár eru síðan annað hvert
verslunarhúsnæði stóð tómt
en kostnaður við að endurnýja
Hafnargötuna var talinn hlaupa
á bil inu 700-1000 milljónir
króna. Þegar Árni Sigfússon
varð bæjarstjóri lagði hann ofur-
kapp á að semja um endurnýjun
Hafnargötunnar. Hann benti á
að hún væri mikilvægur hluti
góðrar þjónustu í bæjarfélaginu
og öflugri verslunar. Vel gerð
Hafnargata myndi laða að fleiri
verslunar- og þjónustufyrirtæki
sem skapaði af sér aukin störf
og betri þjónustu í bænum.
Aftur var farið í að skoða fram-
kvæmdakostnað og nú var tekið
mið af nýjum tilboðum við
slíkar framkvæmdir í miðbæ
Reykjavíkur. Samið var við
fimm heimafyrirtæki um 30%
lægra verð en þar hafði komið
fram. Kostnaður við þessa mikil-
vægu framkvæmd varð um 390
milljónir kr. eða undir helm-
ingur af því verði sem hagstæð-
ustu áætlanir höfðu gert ráð
fyrir. Allir sjá að verslunum er
strax að fjölga við Hafnargötu
og á aksturslínunni frá henni
inn á Njarðarbraut. Þessi að-
gerð virðist vera að skapa aukna
verslun og þjónustu í bænum
mun fyrr en bjartsýnustu menn
þorðu að vona.
Flugvöllurinn
- Varnarliðið
Suðurnesjamenn þekkja hvaða
breytingar hafa orðið á Varnar-
liðinu sem tengist minni um-
svifum og fækkun starfa þar,
allt frá lokum kalda stríðsins.
Það hefur komið skýrt fram á
undanförnum mánuðum að ef
ekki væri fyrir orð Davíðs Odds-
sonar og góðra tengingar hans
við Bandaríkjaforseta - væru
þoturnar og allur sá viðbúnaður
sem þeim tengist löngu farið
héðan! Því miður hafa verið
hér á Suðurnesjum öfl sem lagt
hafa sig fram um að koma Varn-
arliðinu í burtu og þar með
þeim hundruðum starfa sem
það skapar. Minna hefur verið
um alvöru tillögur um hvað
taki við annað en froðusnakk
um tækifæri. Nú fara fram við-
ræður við Bandaríkjamenn um
tilhögun á framtíðarstarfsemi
Varnarliðsins hér á landi- og
þar eru margir möguleikar sem
geta styrkt svæðið - Þá skiptir
Suðurnesjamenn miklu máli og
að sveitarstjórnarmenn standi
saman!
Hlutafélagið
Hitaveitan var forsenda
útrásarinnar!
Hitaveita Suðurnesja hf. er
eitt af öflugustu fyrirtækjum
á Suðurnesjum. Ástæða er til
að óska HS sérstaklega til ham-
ingju með 30 ára afmælið. Með
hlutafélagavæðingunni hefur
markaðssvæði HS stækkað veru-
lega og reksturinn styrkst gríðar-
lega mikið. Með samdrætti hjá
Varnarliðinu myndu fáir bjóða
í að eina markaðssvæði Hita-
veitunnar væri Suðurnesin um
leið og sveitarfélögin ætluðu að
njóta góðs arðs af fyrirtækinu.
Það þurfti að berjast fyrir því
að Hitaveitan yrði gerð af hluta-
félagi en Samfylkingin í Reykja-
nesbæ var á móti því! Ástæða
er til að minna á að aðeins eru
fjögur ár síðan að Orkuveita
Reykjavíkur var að yfirtaka allt
svæðið, búin að kaupa Keili og
hafði mikinn áhuga á Rafveitu
Hafnarfjarðar. Staðreyndin er
sú að árið 2000 voru tekjur Hita-
veitunnar 1750 milljónir kr. Og
verða yfir 4000 milljónir kr. á
næsta ári.
Sameinumst!
Nú er ríkið að hvetja til frek-
ari sameiningar sveitarfélaga.
Reynsla okkar af sameiningu
Njarðvíkur, Keflavíkur og Hafna
sýnir að stærri sveitarfélög eiga
mun meiri möguleika á að veita
nútímaþjónustu á fleiri sviðum.
Það er skynsamlegt að samein-
ast fleiri sveitarfélögum á Suð-
urnesjum. Stefnan er að með
þessari öflugu uppbyggingu
fylgi íbúafjölgun á næstu 5-10
árum sem skapar auknar tekjur
til sveitarfélagsins. Þessi þróun
er greinileg á höfuðborgarsvæð-
inu. Það er ekki langt í þessa
þróun hingað og þá verðum við
tilbúin. Þrjú sveitarfélög á Suð-
urnesjum hafa sett eignir sínar
í Fasteign hf. þar sem við erum
stofnendur og hlutafar. Það auð-
veldar samrunann. Þetta félag
hefur náð góðu samstarfi við
verktaka á svæðinu og skilað
mjög góð um bygg ing um á
hagstæðu verði. Sömu kröfur
til gatnagerðar, gangstíga og að-
gengis að góðri þjónustu eru
eðlilegar fyrir Suðurnesjamenn.
Sameiginleg og samhent stefna
í málefnum iðnaðarsvæðis og
hafnar í Helguvík, alþjóðaflug-
vellinum, hjúkrunarmálum og
skipulagsmálum, mun gera sam-
félagið sterkara og fá sterkari
rödd í samningum við ríki og
einkaaðila um frekari uppbygg-
ingu hér.
Þorsteinn Erlingsson, Skipstjóri
og bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks
Öflug uppbygging er forsenda framfara
8 Þorsteinn Erlingsson, bæjarfulltrúi skrifar:
öKASSINNPÓST Sendið okkurlesendabréf á:postur@vf.is
Aðfaranótt annars dags jóla barst lögreglunni í Keflavík til-kynning um að maður hefði verið að gægjast á glugga við einbýlishús í Njarðvík. Foreldrar skelkaðs barns tilkynntu
um málið eftir að hafa orðið vitni að dökkklæddum manni hlaupa
frá húsinu.
Foreldrarnir urðu varir við hljóð frá barninu og sáu gluggagæginn
hlaupa á brott er þau komu inn í herbergi barnsins. Jóhannes Jens-
son, aðstoðar yfirlögregluþjónn í Keflavík, sagði að mál af þessu tagi
komi upp annað slagið en að langt væri um liðið síðan gluggagjægur
voru tilkynntar síðast. Jóhannes ítrekaði einnig að ef fólk yrði vart
við ókunnugar mannaferðir af þessu tagi þá bæri að tilkynna þær
tafarlaust til lögreglu. Að svo stöddu hefur lögreglan engar frekari
upplýsingar um málið.
Gluggagægir í Njarðvík
Tölvuteikning af Reykjanesvirkjun.