Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.01.2005, Blaðsíða 19

Víkurfréttir - 06.01.2005, Blaðsíða 19
VÍKURFRÉTTIR I 1. TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGURINN 6. JANÚAR 2005 I 19 nýbúin að kaupa. En hvað er Davíð að fara að gera? Nú ætla ég bara vinna eina vinnu. Ég vinn líka hjá Flug- leiðum og hef verið í tveimur störfum í 10 ár. Það er eiginlega kominn tími til að minnka þetta aðeins. Ég fann þó til söknuðar um daginn þegar við skiptum um sæti í bíóinu. Ég kíkti aðeins inn í sal og og fékk mér sæti til að máta mig við salinn. Fór að hugsa að loksins þegar ný sæti eru komin þá fer maður. Heldurðu að þú eigir eftir að fara oft í bíó? Jú, ég held það. Mér finnst alltaf gaman að fara í bíó og ég hef verið heimagangur í þessu bíói frá því ég flutti til Keflavíkur 6 ára gamall. Mér hefur alltaf liðið vel í þessu húsi. Kveðurðu sáttur? Já, það geri ég. Ég er mjög ánægður með að klára það sem ég ætlaði mér, að gera bíóið gott. Það síðasta sem var á óska- listanum var að fá ný sæti og ég lít á það sem kveðjugjöf. Uppáhaldskvikmyndin þín? Það er ein mynd sem ég hef alltaf reynt að horfa á fyrir jólin og það er gömul James Stewart mynd - It´s a wonderful life. Casablanca fannst mér frábær og nú eru það Lord of the rings myndirnar, enda hverjum finnst þær ekki góðar. Það má reyndar ekki sleppa að nefna fyrstu Mat- rix myndina. Þegar ég sá hana vissi ég ekkert um hana þegar ég sá hana. Kom verulega á óvart, það eru ekki margar myndir sem gera það. Næsta kvikmynd sem þú ætlar að sjá? Ég hugsa að ég fari á Í takt við tímann. Ég sá smá brot úr henni um daginn og leist mjög vel á. Þá er allt að fara af stað aftur í Púlsinum eftir hressandi jólafrí. Skrán- ing gengur vel á öll námskeið. Starfsemin hefur gengið frábær- lega frá opnun fyrir tveimur árum.Vinnu stað ir og alls konar hópar koma í óvissu eða hópefli og fjör. Starfsdögum menntastofnana er varið í skap- andi dagskrá í Púlsinum sem gefur starfsmönnum nýjan inn- blástur í eigið starf. Margt nýtt verður í boði á ár- inu 2005. Fyrst má þar nefna dansjóga sem kemur beint frá Kripalujógamiðstöðinni í USA en Marta Eiríksdóttir,einn af eig- endum Púlsins er á leið þangað í dansjógakennaranám.Dansjóga eða Danskinetics sameinar dans og jógaæfingar,skemmtileg blanda fyrir þá sem vilja prófa eitthvað nýtt. Þá verður Hiphop dansnám- skeið með Natascha en hún er bandarísk og kennir einnig í Kramhúsinu. Hiphop dans er það allra vinsælasta í tónlistar- myndböndum á sjónvarpsstöð- inni MTV. Púlsinn er með rómaða aðstöðu til jógaiðkunar og nú er úrvalið í jóga meira en nokkru sinni. Allir geta fundið tíma við hæfi. Jóga eru liðkandi og styrkjandi líkamsæfingar sem veita einnig andlega hvíld og ró. Það er frábær útrás að dansa og Púlsinn er með úrval berfætta dansa í vor. Afródans byrjar strax eft ir helgi með mjög góðum kennara af dansara-og trommaraætt í Vestur-Afríku. Dans er skemmtileg viðbót við aðra líkamsrækt og veitir allt aðra útrás. Seiðandi magadans- tímar fyrir allar meyjar verða seinna í janúar.Orkudans er spennandi og kröftugt námskeið sem er í febrúar. Hljóðfæranám- skeiðin eru frábær.Námskeið í rafmagnsgítar og afrótrommum byrjar strax eftir helgi. Leiklistar- og söngnámskeið fyrir unga fólkið heldur áfram en þau námskeið eru mjög vel sótt og komast færri að en vilja. Ný röð helgarnámskeiða með mörgu landsþekktu fólki hefst í febrúar sem nýtist öllum sem vilja auka þekkingu sína eða byggja sig upp. Kíktu á www.pulsinn.is og sjáðu hvort Púlsinn er með eitthvað fyrir þig.Námskeið í Púlsinum gæti gefið þér góða byrjun á skemmtilegu ári 2005! Gaman í Púlsinum! 8 Allt að fara á fullt eftir hressandi jólafrí: Fólk á öllum aldri tekur þátt í starfi Púlsins í Sandgerði. Hér má sjá yngismeyjar standa á sviði í Púlsinum síðasta sumar. Á árinu 2005 er gert ráð fyr ir mikl um fram-k v æ m d u m í G a r ð i s.s. stækk un byggða safns- ins,stækkun leikskóla auk um- hverfis-og gatnaframkvæmda. Einnig er gert ráð fyrir öflugri þjónustu við íbúana.Miðað við mikla uppbyggingu í Garði er ekki óeðli legt að skuldir aukist tímabundið. Uppbygg- ingin mun skila byggðarlaginu auknum tekjum í framtíðinni”, segir í bókun meirihluta F-list- ans í Garði en fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Garðs var sam- þykkt á fundi bæjarstjórnar þann 29. desember sl. Fjárhags- áætlun fyrir árið 2005 var sam- þykkt með 4 atkvæðum en 3 sátu hjá við afgreiðsluna. Gert er ráð fyrir að tekjur ársins verði 387.114.000 kr. og rekstur málaflokka verði 381.050.590 kr. Fjár fest ing ar verða kr. 59.179.000 og afborganir lána nema 46 milljónum króna. gert er ráð fyrir lántöku uppá 90 milljónir kr. á árinu. Full trúi H-lista lét bóka að skuldir Garðs munu aukast um 44 milljónir á næsta ári. Garður: Fjárhagsáætlun samþykkt Fimm þátt tak end ur í Hljómaleik Víkurfrétta hafa unnið glæsilegan DVD-disk þar sem myndefni frá fyrstu 40 árum hljómsveitar- innar hefur verið tekið saman. Svara þurfti tveimur spurn- ingum, þ.e. hvaða ár Blóma- þáttur Hljóma var tekinn upp í sjónvarpssal og hvaða stóraf- mæli Hljómar fögnuðu árið 2003. Rétt svör eru að sjálfsögðu 1968 og 40 ára. Sigurvegararnir sem hér eru taldir geta nálgast vinninginn á skrifstofu Víkur- frétta. Viningshafar í Hljómaleik Víkurfrétta eru: Anna María Sigurjónsdóttir Ásbúð 51 210 Garðabæ Ágústa Guðmundsdóttir Brekkustíg 35c 260 Reykjanesbæ. Viðar Ægisson Brekkustig 35a 260 Reykjanesbæ Petra Rós Ólafsdóttir Hraunbraut 3 240 Grindavík Ingibjörg Magnúsdóttir Faxabraut 70 230 Reykjanesbæ FIMM UNNU HLJÓMADISK

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.