Víkurfréttir


Víkurfréttir - 03.03.2005, Side 14

Víkurfréttir - 03.03.2005, Side 14
14 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Grindvískafréttasíðan U m s j ó n : Þ o r s t e i n n G u n n a r K r i s t j á n s s o n Ævintýralegt fiskerí hefur verið á línubátunum í Grinda-vík undanfarna daga og hefur hver báturinn af öðrum silast í land drekkhlaðinn. Víkingur GK123 er engin und- antekning þar á og kom til hafnar sl. fimmtudag með fullfermi, um 5.5 tonn af blönduðum afla, mestmegnis þorsk. Herlegheitin komu á einungis 16 bala og hafa sumir meira að segja brugðið á það ráð að fara með styttri bjóð en venjulega til að þurfa ekki að skilja neitt eftir af línu þegar báturinn fyllist. Há berg GK land aði á sunnudag 600 tonnum af loðnu til hrogna- töku hjá Samherja í Grindavík. Eftir að hrognin höfðu verið skilin frá loðnunni var hratinu dælt aftur um borð í annað loðnuskip sem flutti loðnuna til bræðslu annars staðar á land- inu, en bræðslan í Grindavík er óvirk eftir stórbruna á dög- unum. Að sögn Óskars Ævarssonar, verksmiðjustjóra hjá Samherja í Grindavík, komu um 30-40 tonn af hrognum úr loðnunni. Þetta var fyrsti farmurinn sem kemur til vinnslu hjá hrogna- vinnslu Samherja í Grindavík á vertíðinni. Lítið hefur veiðst af loðnu til hrognatöku. 600 tonnum af loðnu til hrognatöku Þorskmokstur við Grindavík Mikið magn af óbirtu efni hjá Víkurfréttum Sökum plássvandræða í þessu 40 síðna blaði þá bíður enn mikið af efni birtingar í blaðinu. Efnið er flest hægt að nálgast á vef Víkurfrétta, www.vf.is. Má þar nefna pistil Kallsins á kassanum sem varð að víkja, á samt viðtali við Ernu Alfreðsdóttur um starfsemi í sal Sálarrannsóknarfélags Suðurnesja og m.fl.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.