Víkurfréttir


Víkurfréttir - 04.09.2014, Side 6

Víkurfréttir - 04.09.2014, Side 6
fimmtudagurinn 4. september 2014 • VÍKURFRÉTTIR6 LJOSANOTT.IS Alla dagskrá Ljósanætur er að finna á ljosano .is. Dagskráin er í sífelldri mótun eir því sem viðburðir bætast við. BREYTTUR ÚTIVISTARTÍMI Barnavernd Reykjanesbæjar minnir á að útivistartími barna og unglinga brey ist 1. september og nú mega börn 12 ára og yngri ekki vera úti lengur en til kl. 20.00 nema í fylgd með fullorðnum og börn á aldrinum 13-16 ára skulu ekki vera ein á almannafæri eir klukkan 22.00. Útisvistarreglurnar eru skv. barnaverndarlögum og er þeim m.a. ætlað að tryggja öryggi barna auk þess sem mikilvægt er að börn og unglingar fái nægan svefn. OPNUN FJÖLSKYLDU- SETURS REYKJANES- BÆJAR Sá merki áfangi verður föstudag kl. 16.00 að Fjölskyldusetur Reykjanesbæjar verður formlega tekið í notkun. Á laugardag kl. 15-17 verður opið hús þar sem fólki gefst kostur á að skoða húsakynnin og kynna sér fyrirhugaða starfsemi hússins. Dagskrá verður fyrir börnin, andlitsmálun, sænskar kjötbollur og Brúðubíllinn. Verið hjartanlega velkomin. BÖRNIN Á LJÓSANÓTT Fimmtudagur • Sundlaugarpartý fyrir 5.-7. bekk í Sundmiðstöðinni Sunnubraut kl. 18-20. Föstudagur • Ljósanæturball fyrir 8.-10. bekk í Fjörheimum, 88 húsinu, kl. 20-23. Laugardagur Ókeypis dagskrá fyrir yngstu kynslóðina á laugardag • Hoppukastalaland við Hlöllabáta. • Gunni og Felix á útisviðinu allan daginn. Sjálfir með atriði kl. 14.45. Tónlist, dans, Ávaxtakarfan. • Hestateyming í nágrenni Duushúsa kl. 14-16 • Skessan í hellinum býður upp á rjúkandi lummur kl. 14-17. • Opið hús í Fjölskyldusetrinu, Skólavegi 1, kl. 15-17. Andlitsmálning, sænskar kjötbollur og kl. 16.00 mætir hinn frábæri Brúðubíll • Landnámsdýragarðurinn opinn kl. 11-17. Síðasta helgin í ár. spila og spjalla yfir þriggja rétta kvöldverði laugardaginn 13. september nk. kl. 19:30 á Tveimur vitum, Garðskaga. Óli Torfa, trúpador, klárar síðan kvöldið. Verð kr. 9.500.- Upplýsingar og borðapantanir í síma 422 7214. Magnús & Jóhann Atvinna Vantar gröfumann í vinnu. Framtíðarstarf í boði. Upplýsingar veitir Guðni í síma 892 8043. -fréttir pósturu vf@vf.is Endar slökkvi- stöðin á Kefla- víkurflugvelli? XuStjórn Brunavarna Suður- nesja [BS] samþykkti á síðasta fundi sínum að fara í úttekt á húsnæðismálum Brunavarna Suðurnesja. Í vor gerði þáver- andi stjórn kauptilboð upp á röskar 40 milljónir í fasteign að Njarðarbraut 11 í Reykja- nesbæ. Seljandi samþykkti til- boðið en hins vegar hafa að- ildarsveitarfélög Brunavarna Suðurnesja ekki öll samþykkt kaupin. Garður og Vogar hafa samþykkt en málið er enn að veltast um stjórnsýsluna í Reykjanesbæ. Ný stjórn er kominn yfir Bruna- varnir Suðurnesja eftir bæjar- stjórnarkosningar í vor og nú fer Kristján Jóhannsson full- trúi Reykjanesbæjar með for- mennsku í stjórninni. Á síðasta fundi stjórnar BS var farið yfir húsnæðismál slökkviliðsins og velt upp ýmsum möguleikum. Þeir möguleikar sem eru í stöð- unni er að byggja nýtt hús, ráð- ast í viðbyggingu við núverandi aðstöðu að Hringbraut 125, ganga frá kaupum á Njarðar- braut 11 eða flytja slökkvistöð- ina á Keflavíkurflugvöll. Brunavarnir Suðurnesja geta fengið aðstöðu í slökkvistöðinni á Keflavíkurflugvelli en Isavia fyrirhugar að byggja nýja þjón- ustumiðstöð þar sem flugvall- arslökkviliðið mun fá aðstöðu. Sú aðstaða verður þó ekki klár fyrr en árið 2017. Stjórn BS hefur samþykkt að ráðast í faglega úttekt á hús- næðismálum og hefur því óskað eftir því við bæjarráð aðildar- sveitarfélaga að fá fjárveitingu til að kosta úttektina sem síðan verður lögð fyrir bæjarráðin. Lent með veikan farþega XuFlugvél frá Delta Airlines lenti á Keflavíkurflugvelli í liðinni viku vegna veikinda farþega um borð. Vélin var að koma frá Portland í Ore- gon í Bandaríkjunum á leið til Amsterdam í Hollandi þegar farþeginn kenndi sér meins. Læknir og hjúkrunar- fræðingur voru meðal farþega og hlúðu þeir að manninum þar til að vélin lenti. Hann var fluttur í sjúkrabifreið til skoðunar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Nóg að gera hjá björgunar- sveitum XuBjörgunarsveitir á Suður- nesjum höfðu í nógu að snúast vegna óveðursins sem gekk yfir landið á sunnudags- morgun. Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík var ræst um klukkan 04 aðfara- nótt sunnudag og Björgunar- sveitin Suðurnes um klukkan 08. Í báðum tilvikum var um hefðbundinn óveðursútköll að ræða, fjúkandi trampólín og lausir þakkantar, en engin stór atvik. Stofna Suðurnesjadeild innan Blindrafélagsins Stof nu ð var d ei l d innan Blindrafélagsins 19. ágúst sl. en þá voru liðin 75 ár frá stofnun Blindrafélagsins. Nafn deildar- innar er Suðurnesjadeild Blindra- félagsins og starfar deildin innan Blindrafélagsins, samtaka blindra og sjónskerta á Íslandi. Tilgangur með starfi deildarinnar er að efla þátttöku blindra og sjón- skertra einstaklinga í samfélaginu á Suðurnesjum, m.a. með því að koma á samstarfi deildarinnar við sveitarstjórnir, stofnanir, fé- lagasamtök og fyrirtæki á Suður- nesjum. Aðild að deildinni geta átt félags- menn í Blindrafélaginu sem eiga lögheimili á Suðurnesjum. Í stjórn félagsins voru kosnir: Mar- ía Hauksdóttir formaður, Sigfús B Ingvason, Gunnar Már Másson, Þormar Helgi Ingimarsson og Kristín Sverrisdóttir.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.