Víkurfréttir


Víkurfréttir - 04.09.2014, Side 10

Víkurfréttir - 04.09.2014, Side 10
fimmtudagurinn 4. september 2014 • VÍKURFRÉTTIR10 Leikur, söngur glens og gleði Byrjendur-framhald-unglingar Kennt verður á miðvikudögum, klukkutíma í senn í 8 vikur Takmarkaður fjöldi í hvern hóp Allar nánari upplýsingar í síma 869 1006 - Guðný Kristjánsdóttir Skráning á www.gargandisnilld.is Skráning er hafin á ný námskeið hjá Gargandi snilld Byrjum miðvikudaginn 10. september -fréttir pósturu vf@vf.is „Reykjanesbær er einn af okkar bestu stöðum og mjög mikilvægur fyrir okkur. Við reynum a ð k o m a m e ð mánaðar millibili með blóðbankabílinn þangað. Á þriðjudag komu t.d. óvenju- margir nýir blóðgjafar í Blóð- bankabílinn. Við teljum það vera vegna umfjöllunar um ungu fjöl- skylduna, segir Jórunn Frímanns- dóttir, deildarstjóri blóðsöfnunar hjá Blóðbankanum, í samtali við Víkurfréttir. Saga Tryggva, Birtu og nýfædds sonar þeirra, sem Tryggvi birti í síðustu viku á Facebook og birt var í síðasta tölublaði Víkurfrétta, hefur vakið mikla athygli og við- brögð, enda eru skilaboð þeirra til samfélagsins afar sterk: Gefum blóð! Hringja í allt að 100 manns á dag Blóðbankinn þarf 70 blóðgjafir á dag og Jórunn segir að það náist, það þurfi þó stundum að hafa mikið fyrir því og það komi dagar þegar sms og tölvupóstar duga ekki og geti þurft að hringja í allt að 100 manns á dag. „Við þurfum t.d. að eiga ákveðnar birgðir af O mínus blóði. Sá blóðgjafahópur er ekki stór en afar mikilvægur.“ Jórunn telur að almennt vilji fólk gera gott og vilji gjarnan gefa blóð og láta gott af sér leiða. Jórunn segir að stærsta ástæða þess að fólk kemur ekki og lætur ekki athuga hvort það getur gefið blóð sé að fólk gefi sér ekki tíma til þess eða geti ekki gefið sér tíma. „Svo getur einhvers konar fælni eða hræðsla við nálar spilað inn í. Fólk á kannski erfitt með að koma í sterílt umhverfi og sjá fólk í hvítum fatnaði, en þetta er í raun afskap- lega lítið mál og enginn ætti að láta það stoppa sig.“ Vissulega eru líka margir sem geta ekki gefið blóð t.d. vegna sjúkdóma eða lyfja en það er um að gera að athuga málið. Oft er það einungis tímabundið sem fólk getur ekki gefið s.s. eftir aðgerðir, fæðingu barns eða húð- flúr. „Það má t.d. gefa blóð hálfu ári eftir að hafa fengið sér húðflúr,“ segir Jórunn. Gott andlega og líkamlega að gefa blóð Langflestir þeirra sem koma í Blóð- bankann geta þó orðið blóðgjafar. Einnig þykir mörgum gott að fá niðurstöður úr mælingunni sem framkvæmd er. „Sumum finnst mikilvægt að fá spjaldið sitt eftir blóðgjöfina með nýjustu upplýs- ingum um blóðþrýsting, púls og fleira. Svo tala margir blóðgjafar um að líða svo vel á eftir. Finnst gott að gefa af sér og tala jafnvel um að endurnýjast og sofa betur,“ segir Jórunn. Blóðbankabíllinn er mikilvægur til að fá nýja blóðgjafa og Jórunn segir að bara það að sjá bílinn auðveldi mörgum fyrstu komuna. „Við erum stundum beðin um að koma með bílinn til stórra vinnu- staða og þá er sniðugt að ná upp stemningu meðal starfsfólks. Við viljum gjarnan að blóðgjafar bóki tíma, þ.e.a.s þeir sem ætla að koma í Blóðbankann sjálfan við Snorra- braut. Það er bæði gott fyrir blóð- gjafann sjálfan, þá þarf hann ekki að bíða, og einnig er það gott fyrir okkur til að skipuleggja starfsem- ina. Flest lönd í kringum okkur hafa tekið upp að vera eingöngu með bókaða tíma, en við erum að þreifa fyrir okkur í því,“ segir Jór- unn að lokum. ■■ Saga Birtu, Tryggva og fjölskyldu hefur haft mikil áhrif: Óvenjumargir nýir blóð- gjafar í Reykjanesbæ Ljósmyndaleikur Víkurfrétta og Reykjanesbæjar - Veglegir vinningar Reykjanesbær og Víkurfréttir standa aftur fyrir skemmti- legum ljósmyndaleik í tengslum við Ljósanótt þar sem snjallsíminn getur fært fólki glæsilega vinninga. Nú leitum við til bæjarbúa og gesta til þess að fanga andrúmsloftið á einni glæsilegustu bæjarhátíð landins með ljósmyndum. Það eina sem þú þarf að gera er að merkja myndina þína frá hátíðarhöldunum #ljosanott2014 á ljósmyndafor- ritinu Instagram. Myndin þarf á sem bestan hátt að fanga stemninguna á Ljósanótt og að sjálfsögðu skemmir ekki að myndin sé falleg og frumleg. Vinningshafar verða birtir í Víkurfréttum þann 11. september. Myndir verða einnig birtar á vefsíðu Víkurfrétta vf.is á meðan Ljósanótt stendur yfir. #ljosanott2014 1. verðlaun - IdeaTab A7600 spjald- tölva frá Lenovo frá Nýherja að verðmæti 35 þús. Spræk og skemmtileg spjaldtölva sem hentar vel í alla afspilun og leiki. Einnig sex mánaða kort í Sporthúsið á Ásbrú 2.verðlaun - Árskort í Sund- miðstöð/Vatnaveröld Sunnu- braut að verðmæti 22. þús. Einnig þriggja mánaða kort í Sporthúsið á Ásbrú 3. verðlaun - 15 þúsund kr. inneign í Netto Krossmóa. Einnig eins mánaðar kort í Sporthúsið á Ásbrú. box MASTER Sunny Boxmaster / Franskar / 3 Hot Wings / Sinnepssósa / Gos / Prins Xtra 1.699kr. Nýtt á KFC PIPA R \ TBW A • SÍA • 141938 svooogott™ FAXAFENI • GRAFARHOLTI • SUNDAGÖRÐUM HAFNARFIRÐI • KÓPAVOGI • MOSFELLSBÆ REYKJANESBÆ • SELFOSSI WWW.KFC.IS

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.