Víkurfréttir - 04.09.2014, Side 34
fimmtudagurinn 4. september 2014 • VÍKURFRÉTTIR34
Umræðan um fóstureyðingu kom
upp hjá þeim Steinunni og Garðari
en það kom þó aldrei til greina.
„Við hefðum getað komið í veg
fyrir þetta og því fannst okkur að
það væri hálf eigingjarnt af okkur
að standa ekki og falla með þessu,“
segir Steinunn. Þau Steinunn og
Garðar voru tiltölulega nýbyrjuð
að hittast þegar í ljós kom að hún
var ólétt. Það kom flatt upp á þau,
sem og tíðindin að um tvíbura væri
að ræða.
„Það var mjög skrýtið og mjög
mikið sjokk að uppgötva að ég
gengi með tvíbura. Ég hafði ekk-
ert umgengist nein börn og þurfti
því að læra allt frá grunni,“ segir
Steinunn. Hún viðurkennir að
hafa verið skjálfandi hrædd við að
segja pabba sínum frá því að hún
væri ólétt. Foreldrar þeirra beggja
brugðust hins vegar mjög vel við og
voru rosalega jákvæð og hamingju-
söm með þetta. „Foreldrar okkar
eru búnir að vera yndislegir og við
fáum mikla hjálp frá þeim,“ segir
Steinunn.
Verður skrýtið
að eignast eitt
barn
Það virðist ekki
v e r a e i n s a l -
gengt að fólk
e i g n i s t b ö r n
jafn snemma á
l í fsleiðinni og
t íðkaðist áður
fyrr. Það kemur
sjálfsagt til með
aukinni kröfu á
háskólamenntun
og meiri fræðslu
um kynlíf. Aukin
þátttaka kvenna
á vinnumarkaði
hefur þar einnig
áhrif. Þannig að
vera tvítug tveggja barna móðir er
ekki svo algengt nú til dags. „Ég
þekki ekkert annað núna en að
eignast og sjá um tvö börn. Ég held
að það verði skrýtnara að eignast
bara eitt barn,“ segir Steinunn létt
í bragði. „Það er mjög erfitt að
sjá um tvíbura upp á eigin spýtur
þegar annar aðilinn er að vinna.
Þegar þeir voru mjög litlir þurfti ég
mikla aðstoð. Við bjuggum á þriðju
hæð í blokk þar sem erfitt var fyrir
mig að fara með strákana út, ég fór
því lítið út úr húsi. Þegar ég fór svo
með þá út í burðarrúmi þá var það
eins og hin svæsnasta líkamsrækt,“
segir Steinunn.
Ekkert gaman að vera algjör
hlussa með tíu sinnum stærri
kúlu en hinar
Þetta gekk brösulega í byrjun hjá
þeim skötuhjúum. Bæði var með-
gangan Ste in-
unni erfið og eins
voru drengirnir
töluvert veikir
og óværir fyrstu
mánuðina eftir
að þeir komu í
heiminn. „Þeir
sváfu ekkert og
það var mikið
grát ið.“ Þegar
fjölskyldan bjó á
Ásbrú kom upp
myglusveppur í
íbúðinni. „Þeir
voru eyrnabörn
fyrir en fengu
a s t m a í k j ö l -
farið af myglu-
sveppnum,“ rifjar
Steinunn upp. Hún þurfti að hætta
vinnu snemma á meðgöngunni og
var mikið heima við. „Margir tala
um að það sé svo æðislegt á meðan
meðgöngu stendur en ef ég á að
segja eins og er þá var þetta hund-
leiðinlegt,“ segir Steinunn og hlær.
„Það er ekkert gaman að vera al-
gjör hlussa með tíu sinnum stærri
kúlu en hinar. Það er óþægilegt að
hreyfa sig og sofa. Það var mikill
léttir eftir að þeir fæddust að fá loks
að sofa almennilega.“ Strákarnir
sem heita Gunnar Gauti og Steinar
Aron eru tveggja og hálfs árs og
segir Steinunn að lífið sé talsvert
auðveldara nú til dags. „Þeir eru
hættir að vera kvefaðir núna eftir
að hafa verið á astmalyfjum. Það
er nýtt fyrir okkur, það er rosa-
lega gaman núna hjá okkur. Mikið
fjör og mikið talað,“ segir hún og
brosir.
Ég ætla að
mennta
mig, þar sem mig
langar til þess að
ganga vel í fram-
tíðinni
Steinunn segir þetta hafa verið
erfitt tímabil en hún var einnig í
námi samhliða barnauppeldinu.
Kláraði stúdent með myglusvepp
og tvö grátandi börn í íbúðinni
- Steinunn Ósk Valsdóttir varð ung barnshafandi af tvíburum
-viðtal pósturu eythor@vf.is
Steinunn Ósk Valsdóttir er ung tvíburamóðir. Hún eignaðist tvíburastráka þegar hún var rétt að skríða í tvítugt. Hún segist fyrir fæðingu strákanna alls ekki hafa verið ábyrgðarfull
manneskja. Sér hafi gengið illa í skóla, hafði ekki mikinn metnað eða sérstaka framtíðarsýn. Hún og barnsfaðir hennar Garðar Birgisson voru ekki búin að vera lengi saman þegar Stein-
unn varð ólétt. Eyþór Sæmundsson blaðamaður ræddi við Steinunni um áskorunina að vera ungir foreldrar og ýmis samfélagsleg mál sem snúa að barnauppeldi.
Alltaf líf og fjör á heimili þessarar ungu fjölskyldu.
Gunnar Gauti og Steinar Aron eru töff tvíburar.