Víkurfréttir


Víkurfréttir - 04.09.2014, Side 50

Víkurfréttir - 04.09.2014, Side 50
fimmtudagurinn 4. september 2014 • VÍKURFRÉTTIR50 -ljósanótt í 15 ár Peningaframlag úr Minningarsjóði Vilhjálms Ketilssonar var afhent fyrir Ljósanótt 2008 til byggingar á Skessuhelli í Grófinni. Styrkinn átti að nota til að taka á móti skólabörnum í Skessuhellinum en hann var formlega opnaður á Ljósanótt þetta ár. Vilhjálmur var mikill skólamaður og skólastjóri Myllubakkaskóla í Keflavík. Hann varð bráðkvaddur á Ljósanótt árið 2003. Við afhendingu á styrknum kom fram að Vilhjálmur hafði haft sérstakt dálæti af skessusögum og því hafi verið kærkomið að styrkja verkefnið um Skessuhellinn í Gróf. London calling Á Ljósanótt 2008 var breskur símaklefi afhjúpaður á Lundúnatorgi efst á Hringbraut í Keflavík. Fleiri glæsileg listaverk hafa verið reist víða um bæinn á undanförnum árum. Styrkur til Skessuhellis í minningu Vilhjálms ÁRIÐ 2008 Söngfólk svæðisins sýndi allar sínar bestu hliðar á hátíðartónleikum í sal Fjölbrautaskóla Suðurnesja á Ljósanótt 2009. Hér má sjá þau Bylgju Dís Gunnarsdóttur og Jóhann Smára Sævarsson í eldlínunni á sviðinu en flutt voru lög og atriði úr söngleikjum og óperum frá ýmsum tímum. Á rokklínunni voru hins vegar þeir Júlíus Guðmundsson sem söng með Bubba Morthens nokkur GCD lög en Rúnar Júll og Bubbi gerðu það gott í þeirri sveit á sínum tíma. Söngur og gleði ÁRIÐ 2009 Geirfugl á Reykjanesi Geirfuglinn, skúlptúr eftir Todd McGrain, var afhjúpaður á Ljósa-nótt árið 2010 við Valahnúk á Reykjanesi. Þar stendur fuglinn nú og horfir í átt til Eldeyjar, þar sem síðustu heimkynni hans voru. Þetta sama ár var listamaðurinn Guðmundur R. Lúðvíksson með magnaða sýningu í listasal Duus-húsa sem hét „Veisla fyrir skynfærin“. ÁRIÐ 2010

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.