Víkurfréttir


Víkurfréttir - 17.12.2015, Blaðsíða 37

Víkurfréttir - 17.12.2015, Blaðsíða 37
37VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagur 17. desember 2015 pósturu dagny@vf.is Foreldrar Ölmu Valdísar, Ágústa og Sverrir ásamt Ölmu Valdísi og sonunum Kristni Ágústi og Sigurði Júlíusi, tekin 1945. Alma Valdís ásamt bræðrum sínum Kristni Ágústi og Sigurði Júlíusi. Petrún Ágústsdóttir, móðir Ölmu Sveinbjargar. Systurnar Petrún og Ágústa Kristín Ágústsdætur. Samkomuhúsið Skjöldur en þar fór fram fjölbreytt starfsemi Ungmennafélags Keflavíkur og má þar nefna íþróttaæfingar, leik- sýningar, kvikmyndasýningar, dansleiki og aðrar skemmtanir. Húsið var byggt árið 1906. Ljóð XuEftirfarandi erfiljóð samið af Guðrúnu Jóhannsdóttur frá Brautarholti, birt í grafskrift við útför Ölmu Sveinbjargar var kveðja frá móður og fósturforeldrum Ljóssins faðir, lífsins herra, lát oss stöðugt minnast þín jafnt er heimsins harmar særa og hamingjunnar sól er skín. Gef oss, drottinn, styrk að stríða og standa á lífsins hálu braut. Þig við biðjum, þér við treystum, þú einn mýkir böl og þraut. Nú er dimmt í hugans heimi, hjörtu mædd í brjóstum slá, af tómleika og trega sárum tilfinningin líða má. Klukkur óma, komin stundin, kveðjan hinsta vekur tár. Það er allt sem ýfir okkar allra þyngstu hjartasár. Þú varst okkur gleðigeisli, góða barn um liðna tíð, eins og blóm á björtu vori er brosti móti sólu hlíð. En vetur kom, og voðinn kaldi vafði um okkur heljar mund, sorgin skar og sárin blæddu, að sjá þig líða að hinstu stund. Vertu sæl, um alla eilífð, elskulega góða barn. Þótt að stöðugt þig við grátum, þreytt og mædd um lífsins hjarn, eigum við í huga hreldum, helga von og bjarta þrá, að eiga vísa endurfundi, aftur þig að mega sjá. Það er bót í böli nauða, að bænin okkur huggun lér og á bak við dimman dauða, Drottins miskunn augað sér. Þótt að flest á feigðar-ströndum, fjötri oss við sorgirnar, bjart er yfir lífsins löndum, ljúft að mega finnast þar. Mér þykir óskaplega vænt um nafnið mitt og enn vænna um að mömmu hafi dreymt það þó tenging draums- ins við blákaldan veruleikann hafi verið mér ráðgáta um ára- tugaskeið. Móðir mín Jóna Gunnarsdóttir var fædd 1938 en bruninn mikli í Keflavík átti sér stað þremur árum áður. Ég var fyrirburi og fæddist sjö vikum fyrir tímann á ferðalagi á Siglufirði þann 5. ágúst 1969. Í bókinni Draumalandið: Draumar Íslendinga fyrr og nú eftir Björgu Bjarnadóttur sem kom út árið 2003 var ég beðin um að segja frá draumnum sem mömmu dreymdi nótt eftir nótt þessa sautján daga sem við vorum á sjúkrahúsinu á Sigló áður en við fengum að fara heim. Mamma lýsti honum þannig að fyrstu nóttina eftir fæðinguna birtist henni stúlka í draumi u.þ.b. tíu ára með mikið ljóst hrokkið hár í hvítum síðum kyrtli einna helst líkust engli á gamalli glansmynd. Nafnið Alma Dís klingdi eins og bjölluómur aftur og aftur. Eftir heimkomu var talað við prest og ákveðið að ég skildi heita Kristín Jóna (í höfuðið á báðum foreldrum) og byrjaði þá draumurinn að sækja aftur á mömmu. Presturinn bað um að fá að fresta skírninni um viku því hann langaði að hafa skírnina í útvarpsmessu og var það auðsótt. Mamma fór þá í heimsókn til móðursystur sinnar Kristjönu, eða Sjönu, fædd 1905 (systir móður- ömmu minnar Sigrúnar Ólafs- dóttur f. 1907) og sagði henni frá gangi mála. Sjana segir þá við mömmu: „veistu hvað þig er að dreyma barn? Þetta er litla stúlkan sem hann Beggi minn bjargaði út um glugga í brunanum mikla 1935.“ Beggi (Bergsteinn Sigurðs- son) var umsjónarmaður hússins og stjórnaði jólaskemmtuninni en Alma Sveinbjörg Þórðardóttir var síðasta barnið sem bjargað var úr brunanum og loguðu þá öll klæði hennar. Þess má geta að Alma lést á skírnardaginn sinn 28. mars 1936. Svona getur lífið verið skemmti- lega skrýtið. Þessi hörmungarat- burður með brunann má aldrei gleymast og ég er stolt af því að bera hluta af nafni hennar Ölmu þó draumadísir hafi blandað sér í málin. Minning hennar lifir því við erum skyldar í anda — sálar- systur — en ég hef ekki fundið nein fjölskyldubönd sem tengja okkur. Alma Valdís Sverrisdóttir Ég fékk þessa bók að gjöf frá frænku minni Björgu Bjarnadóttur sálfræðingi en hún er frænka mín og systir Ölmu sem býr á Ítalíu. Þar las ég frásögnina um drauminn hennar Jónu þar sem nafnsins er vitjað en ég hafði líka fengið frá- sögnina frá fyrstu hendi. Nafns vitjað í draumi SÁLARSYSTUR OG SKYLDAR Í ANDA -AlmaDís Kristinsdóttir Alma Valdís er fædd að Túngötu 16 en faðir hennar Sverrir var alinn upp á einum af Melabæjunum eins og þeir voru kallaðir, nánar tiltekið Hábæ. Þegar bruninn varð bjuggu foreldrar hennar á Kirkjuvegi en einnig bjuggu þau um hríð í kjallara á gömlu símstöðinni á Hafnargötu og á Túngötu 16.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.