Víkurfréttir


Víkurfréttir - 17.12.2015, Blaðsíða 29

Víkurfréttir - 17.12.2015, Blaðsíða 29
29VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagur 17. desember 2015 Ásmundur Friðriksson þingmaður og formaður Þroska- hjálpar á Suðurnesjum segir það hafa verið mistök að kjósa gegn afturvirkri hækkun á bótum til öryrkja og ellilífeyrisþega. Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokks í Suðurkjör- dæmi og formaður Þroskahjálpar á Suðurnesjum kaus á dögunum á móti tillögu minnihlutans á Al- þingi þess efnis að öryrkjar og aldr- aðir fengju afturvirka leiðréttingu á kjörum sínum. 17. nóvember síð- astliðinn ákvað Kjararáð að hækka laun þeirra sem lúta ákvörðunar- valdi ráðsins, þar á meðal þing- manna, um 9,3 prósent afturvirkt til 1. mars 2015. Eftir atkvæða- greiðsluna voru margir sem sendu Ásmundi skoðanir sínar á afstöðu hans, ýmist með tölvupósti, sím- tölum eða á samfélagsmiðlum. Hann segir dagana á eftir hafa verið erfiða. „Ég hugsaði um mitt fólk og hvernig ég hafði brugðist þeim. Ég ætla ekki að gera það aftur, það er alveg á hreinu,“ segir hann í viðtali við Víkurfréttir. Hann segir málið hafa snúist meira um prinsipp en afturvirkar hækk- anir. „Þegar Kjaradómur dæmdi þingmönnum afturvirkar kjara- bætur vildi þetta fólk það auðvitað líka, þó að lögin um almannatrygg- ingar kveði á um annað. Það voru taktísk mistök hjá okkur að hlusta ekki á það. Við þurfum að spóla til baka og skoða hvort við getum ekki fundið leið.“ Ásmundur bendir á að til standi að hækka örorku- og ellilífeyri um 8,9 prósent um ára- mót en að alltaf þurfi að reyna að finna lausnir. „Við þurfum líka að hugsa um að skapa frið í samfélag- inu og ekki síst fyrir þann hóp sem hefur það verst af öllu.“ Ásmundur kveðst þekkja vel til kjara öryrkja og hafa haft það að leiðarljósi að leggja sitt af mörkum þeim til handa. „Ég eignaðist nýtt líf fyrir tíu árum síðan þegar ég hætti að drekka og hef haft það fyrir lífs- mottó að þakka fyrir það. Þess vegna voru þessi læti mér miklu erfiðari en kannski öðrum í sömu sporum því ég er svo nátengdur þessu fólki.“ Þegar viðtalið var tekið voru þrír dagar síðan atkvæðagreiðslan fór fram á Alþingi. Aðspurður um viðbrögðin við því að hann hafi hafnað afturvirkum hækkunum til öryrkja og ellilífeyrisþega segir hann að sér hafi liðið eins og landinu eftir veðurhaminn á dög- unum. „Veðrið lamdi landið á 70 til 80 kílómetra hraða og lamdi lífið úr því í smástund. Mér líður þannig og er tómur að innan. Það er auðvitað djöfullegt að lenda í því að fólk ráðist á mann með svo miklu offorsi. Það hefur eðlilega áhrif á mann, maður er bara mann- legur. Verst er það auðvitað fyrir fjölskylduna, eiginkonu, börn og aldraðan föður og bræður. Það sem tekur mig þyngst er að fjölskyldan sé bogin yfir þessu. Í þinginu eru þingmenn að skiptast á skoðunum allan daginn. Það er heilbrigt að vera ekki öll með sömu lífsskoðun. Mér finnst að sú umræða i þinginu sé mjög heiðarleg, nánast undan- tekningarlaust. Úti í samfélaginu er hins vegar leyfilegt að drulla yfir menn. Ekki fyrir hvað þeir segja, heldur fyrir það hvað þeir standa fyrir og hvaðan þeir eru. Menn grafa upp alls konar skítalykt sem enginn fann lengur. Það auðvitað tekur á. “ Ásmundur kveðst halda neistanum og kraftinum í þingstörfunum á meðan hann telji sig vera að gera sitt besta. „Þessir dagar hafa verið helvíti þungir en sólin kemur upp á mánudaginn og þá maður mætir eldsprækur og heldur sínu striki. Þetta atvik segir mér að það mikil- vægasta í lífinu sé að segja alltaf sannleikann því þá þarf maður ekki að muna hvað maður sagði. Maður þarf bara að standa við eigin sann- færingu. Alveg sama hvað á dynur, ef þú gerir það ertu sáttur í þínu hjarta. Mönnum verða á mistök og ég er ekki óskeikull en mér finnst líka gott að viðurkenna þegar ég geri mistök. Og ég ætla að bæta fyrir það ef ég hef gert mistök. Ég er kannski ekkert að segja að mitt atkvæði hefði breytt miklu þó ég hefði sagt eitthvað annað í þessari atkvæðagreiðslu. Vissulega er það verkefnið að bæta kjör þessa fólks. Það er engin spurning.“ pósturu pket@vf.is „Ég brást mínu fólki“ Gleðilega hátíð og verðum í stuði á nýju ári Ásmundur ræddi við Pál Ketilsson, ritstjóra- Víkurfrétta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.