Víkurfréttir - 17.12.2015, Blaðsíða 14
14 fimmtudagur 17. desember 2015 • VÍKURFRÉTTIR
-viðtal pósturu eythor@vf.is
Jólahefðirnar eru æði misjafnar hér á landi. Fólk sem hefur
flust hingað erlendis frá kemur með sínar eigin hefðir og fagnar
jólunum með ýmsum hætti. Víkurfréttir heyrðu í ungu fólki á
Suðurnesjum sem heldur upp á jól með aðeins öðruvísi sniði.
Alþjóðleg jól
Ljiridona Osmani er 18 ára stelpa sem
býr í Keflavík. Hún fluttist ásamt fjölskyldu
sinni til Íslands árið 2002 frá Kosovo, en
þau voru flóttafólk. Ljiridona er múslimi
líkt og aðrir í hennar fjölskyldu. Þau fagna
ekki jólum eins og flestir Íslendingar. Mús-
limar frá Kososvo halda hátíð sem
kallast Bajram tvisvar á ári. Há-
tíðina ber ekki alltaf upp á sömu
dagsetningu en þá skiptast ætt-
ingjar á stórum gjöfum líkt og
við gerum á jólum.
„Aðfangadagur og jóladagur
eru bara venjulegir dagar hjá
okkur. En annars gerum við
ekkert merkilegt, bara
svona ti l þess að
reyna að vera með
þá gefum við gjafir
og svoleiðis en
annars er engin matur og ekkert sérstakt sem
við gerum. Þegar það er Bajram þá er fastað
í 30 daga. Það virkar bara þannig að það er
settur ákveðinn tími þegar maður má ekki
borða, eftir klukkan þrjú að nóttu til fram
að níu um kvöldið. Það kemur alltaf svona
dagatal inná netið sem maður fer eftir og þar
getur maður séð hvenær maður má borða og
svoleiðis.“
Ljiridona segir að þó svo að flestir vinir
hennar haldi jólin hátíðleg þá finnist henni
það ekkert erfitt. „Mér finnst þetta ekkert
erfitt þar sem ég er vön að halda engin jól.“
Hún segir að síðan fjölskyldan kom til
landsins hafi þeim verið tekið mjög
vel af Íslendingum. Hún hefur
alls ekki fundið fyrir fordómum
vegna þess að hún sé múslimi
„Margir hjálpuðu okkur og ég er
bara rosa þakklát að búa hér og
hvað Íslendingar tóku vel á móti
mér og fjölskyldunni minni,“
segir hún. Jólaundirbúningur
Íslendinga verður ekki mikið
á vegi hennar en þó eru
einhverjar íslenskar
he fð i r s em hún
kann vel við.
„Það er ekkert
mikið af jóla-
lögum hérna heima en maður kann þó
nokkur jólalög eftir öll þessi litlujól í skól-
anum. Við borðum dálítið mikið af hangi-
kjötinu en finnst skatan nú ekkert góð,“ segir
hún að lokum.
Gindvíkingurinn Ivan Jugovic tilheyrir
rétttrúnaðarkirkjunni en fjölskyldan hans
kom hingað til lands frá Serbíu. Þau halda
ekki þessi dæmigerðu íslensku jól heldur
halda þau í hefðirnar frá heimalandinu.
Fjölskyldan fluttist til Íslands árið 2000
þegar Ivan var fjögurra ára gamall. Þegar
íslensku jólin standa sem hæst þá sefur
Ivan yfirleitt út og spilar FIFA tölvuleikinn.
Áramótin hjá Ivan eru svo með sama
sniði og tíðkast á Íslandi.
„Á aðfangadag sem er þann 6. janúar
borðum við fisk, salat, kartöflur og annað
meðlæti vegna þess að við föstum. Þegar
við föstum þá borðum við ekki neina af-
urðir úr dýrum. Síðan er bakað kringlótt
brauð og settur peningur inn í brauðið,
síðan safnast fjölskyldan í kringum
brauðið og það er brotið. Sá sem fær
peninginn er talinn eiga gott ár framundan.
Á jólunum förum við í rétttrúnaðarkirkjuna
til Reykjavíkur í messu, síðan förum við
heim í forrétt sem er yfirleitt súpa, síðan
er heilgrillað svín og/eða lamb alltaf
í aðalrétt, sem yfirleitt er þá
hamborgarahryggur.
Við erum svo með
salat og með-
læti með því.
Í eftirrétt eru yfirleitt tertur, smákökur og
margt fleira.“
Jólin snúast ekki um það efnislega
„Yfirleitt er fastað fimm vikum fyrir jól en
það er val hvers og eins hversu lengi þá langar
að fasta. Hinsvegar er nauðsynlegt að fasta
á aðfangadag. Jólaskreytingar og bakstur
eiga sér stað til að fagna komu áramótanna.
Allt tengt við jólin hjá okkur kemur skrauti,
bakstri eða jólamörkuðum lítið við. Jólin
er hátíð kærleiks og friðar
og þakklætis. Þau snúast
voða lítið um efnislegu
hlutina eins og gerist
víða annars staðar.“
Jól tvisvar á ári
Setja peninga
í brauð
Olena Stetsii er 16 ára stúlka sem
fæddist og ólst upp í Úkraínu. Hún er oftast
kölluð Lena. Hún fluttist til Reykjanes-
bæjar árið 2013. Í Úkraínu er jólum ekki
fagnað. Helstu hátíðarhöldin þar
í landi eru um áramótin. Þá sest
fjölskyldan til borðs klukkan
23:00 þann 31. desember og
borðar saman. Á boðstólnum er
kjúklingur, sérstakt salat sem
kallast Oliver salat og
aspic súpa (sem er
fryst súpa með
kjöti).
„Á miðnætti fagna allir með því að drekka
kampavín og óska sér einhvers þegar
klukkan slær tólf. Ég bíð alltaf spennt eftir
flugeldunum því þeir eru mjög fallegir. Í
Úkraínu skreytum við jólatréð dagana 28.-
30. desember en það er ekki mikið af
húsum sem eru skreytt. Við setjum
líka mikið af nammi á jólatréð okkar.
Núna fögnum við íslenskum jólum
og höldum svo úkraínsk áramót.
Við gefum þó bara gjafir um jólin.
Það besta við íslensku jólin eru 13
jólasveinar af því að þá fæ ég fleiri
gjafir en ég fékk í Úkraínu. Þegar
ég var í grunnskóla þá var líka
gaman að syngja jólalög í mat-
salnum með öðrum nem-
endum,“ segir Lena.
Fjölskyldan fagnar
á gamlársdag
Jakub Zarski fluttist til Íslands frá Pól-
landi þegar hann var eins árs. Jólin hjá
honum og hans fjölskyldu eru pólsk
og íslensk í bland.
„Á aðfangadagskvöld höfum við hlað-
borð með 12 réttum. Aðalrétturinn
er fiskur. Vinsæll réttur eru lítil deig
sem fyllt oftast með kjöti eða blöndu
úr sveppum, sem við köllum ,,Pie-
rogi.“ Við borðum þegar fyrsta stjarna
á himninum kemur og eftir kvöldmatinn
kemur jólasveininn með pakka. Upp úr
miðnætti förum við svo í messu. Á að-
fangadagskvöld höfum við alltaf
eitt laust sæti og leggjum á
borð fyrir óvæntan gest,
en það er sérstök
pólsk hefð. Á mínu
heimili er þetta frekar blandað. Við fylgjum
bæði pólskum og íslenskum hefðum.
Það besta við íslensk jól hlýtur
að vera að krakkar hafa þessa
13 daga þar sem fá eithvað
í skóinn og auðvitað jóla-
ölið.“
Alltaf eitt laust sæti
fyrir óvæntan gest