Víkurfréttir


Víkurfréttir - 17.12.2015, Blaðsíða 75

Víkurfréttir - 17.12.2015, Blaðsíða 75
pósturu eythor@vf.is „Ég hef nú ekki verið í þessu eldri- borgara veseni, ég hef ekki nennt því. Ég hef bara haft það mikið að gera,“ segir sá gamli. Garðar er jú við hestaheilsu, en smá aðgerð á öxlinni aftrar honum frá því að komast á sjóinn. Það þykir honum miður og talar um að hann sé í smá veikindaleyfi frá vinnu. Ef frá er talið hjartavesenið þetta nauðsynlega viðhald eins og hann segir sjálfur, þá er heilsan góð. Fimm daga vikunnar borðar hann fisk og þykir alltaf jafn góður. Hann virðist lunkinn að gera góðan fisk og hann sýnir blaðamanni stærðar- innar pönnu með steiktum og fal- legum fisk. Sá skammtur dugar víst fyrir vikuna. Harðfiskurinn hans þykir góður og er til sölu á nokkrum stöðum. Nýlega tók veit- ingastaðurinn Matur og drykkur í Reykjavík harðfiskinn inn til sín en þar þykir þetta dýrindis forréttur með einhverju sósujukki, sam- kvæmt lýsingum Garðars. „Ég gæti eflaust selt miklu meira af þessu en þá þarf ég að vera allan sólarhring- inn að þessu helvíti,“ segir Garðar og hlær enn og aftur. Furða hve fáir fórust Garðar og kona hans Arndís Lára Tómasdóttir eignuðust átta börn. Ein af þeim var stúlka sem dó við fæðingu. Árið 1971 drukknaði svo Njörður sonur þeirra við bryggjuna í Njarðvík. Sex börn eru á lífi og barnabörnin orðin fleiri en hann hefur tölu á. Jón Sighvatsson keypti Hölskuldarjörð af Duus fjölskyld- unni árið 1795 en jörðin var þá eyðijörð. „Við höfum verið hérna síðan. Ég keypti húsið ári eftir að faðir minn dó eða árið 1965. Ég var með svo marga krakka að þetta passaði ágætlega,“ segir hann og skellir upp úr. Sjálfur er Garðar tvíburabróðir og átti sjö systkini. Tveir bræður hans drukknuðu við bryggjuna í Njarðvík. „Hafið gaf og það tók líka. Svona er þetta með þessi atvik. Maður ræður ekki við það. Maður var alltaf að leika sér þarna við sjóinn. Það er í raun furða hvað það fórust fáir. Ég var nærri því drukknaður hérna sjálfur þegar ég var fimm eða sex ára. Júlli gamli í Hlíð sá mig kominn á kaf og kom og dró mig upp,“ rifjar Garðar upp. Hér áður fyrr var hann manna harðastur í að róa og fór jafnan út þegar aðrir sátu heima. Hann hefur þó ekki lent í sjávarháska á sinni löngu starfsævi. Garðar man þá tíð þegar tæknin var ekki til staðar um borð í bátunum. „Mönnum þótti ég róa heldur stíft. Ég man eftir einum sem sagði að hann vildi ekki vera með mér lengur á bátnum. Ég réri of mikið. Það er bara eins og með krákuna, sitjandi kráka sveltur en fljúgandi fær.“ Það var algjör bylting þegar dýptar- mælirinn kom til sögunnar rifjar Garðar upp. Nú er þetta allt meira og minna sjálfstýrt og búið tólum og tækjum. „Nú get ég verið að gera að á meðan sjálfstýringin sér um að koma mér í land.“ Garðar á ekki von á að leggja árar í bát og hætta að sækja sjóinn fyrr en skrokkurinn fer að gefa sig. „Ég verð klár í slaginn í vor. Ég hef bara gaman að þessu og þykist vera að gera góða hluti,“ segir hann að endingu. kæru viðskiptavinir bæði til sjávar og sveita Við vildum minna ykkur á það að fara varlega í jólaösinni nú í desember. Klikkið nú ekki á því að nærast vel skammdeginu því maturinn bætir, hressir og kætir. Við ætlum að hafa lokað daganna 24. desember til 2. janúar og eiga góða stund þá með fjölskyldu og vinum. Við vonum innilega að jólahatíðin verði einnig ánægjuleg hjá ykkur. Einnig viljum við minna á skötuna hjá okkur bæði í hádeginu og um kvöldið á Þorláksmessu. Starfsfólkið á Réttinum Gleðilega hátíð Lokað 24., 25., 26. og 31. desember Ljósmynd: Eyþór Sæm.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.