Víkurfréttir


Víkurfréttir - 17.12.2015, Blaðsíða 62

Víkurfréttir - 17.12.2015, Blaðsíða 62
62 fimmtudagur 17. desember 2015 • VÍKURFRÉTTIR Ævintýrafólkið Gunnar Örn Guðmundsson og Ásdís Friðriksdóttir eru á besta aldri, hann er sjötugur og hún 65 ára. Þau eru þó ekki farin að huga að því að setjast í helgan stein, heldur er ofar í huga þeirra að hjóla um helga stíga á Spáni. Undanfarin tvö sumur hafa þau hjólað pí- lagrímaleiðir á Spáni, um þúsund kílómetra í hvort skipti. Árið 2014 hjóluðu þau þann hluta Jak- obsvegarins sem hvað þekktastur er, frá Frakklandi og núna í haust fáfarnari leið. Þau segjast ekki finna fyrir því að aldurinn geri hjólreiðarnar erfiðari. „Þetta er hægt ef maður er við góða heilsu. Við eigum ekki að láta aldurinn skipta máli. Það er svo rosa- lega gaman að fara út að hjóla. Mér finnst eins og ég verði aftur krakki á hjólinu,“ segir Ásdís. Gunnar segir hjólreiðaferðirnar óborganleg ævintýri sem ekki sé nokkur möguleiki að bera saman við hefðbundna sólarlandaferð. „Þegar fólk fer í sólarlandaferðir heldur það oft að það hafi komið til Spánar en það er ekki alvöru Spánn. Uppi í fjöllunum upplifir maður raunverulegan Spán og enga fulla Breta,“ segir hann. Vinsælustu pílagrímaleið Evrópu, sem nefnd er franska leið Jakobs- vegarins, hjóluðu hjónin í fyrra. Þá lá leiðin frá Frakklandi, yfir Pýre- neafjöllin og til spænsku borgar- innar Santiago de Compostela. Leiðin var ein helsta pílagrímal- eið kristinna manna á miðöldum og var ein af mörgum slíkum sem veittu syndaaflausn samkvæmt kaþólsku kirkjunni. Sú leið er mjög fjölfarin og er talið að um 600.000 pílagrímar leggji hana að baki ár hvert. Leiðin sem þau hjóluðu í ár kall- ast Katalónska leiðin. Hún hófst í Barcelona og lauk í Léon og er hún mun fámennari en sú franska. Þau hittu einungis þrjá pílagríma, en þar að auki fjöldann allan af fólki sem býr í bæjunum sem þau hjól- uðu í gegnum, enda gáfu þau sér góðan tíma til að skoða hin ýmsu þorp og bæi sem á leið þeirra varð og lögðu oft krók á leið sína ef eitt- hvað spennandi var að sjá utan pí- lagrímaleiðarinnar. Fólk hefur oft á orði við þau Gunn- ar og Ásdísi að það sé mikill dugn- aður að fara í svo langa hjólaferð en Ásdís segir þetta ekki snúast um dugnað. „Þetta er frekar spurning um að langa til að taka á móti hverjum degi og að hafa hugrekki Ævintýrafólkið Gunnar Örn Guðmundsson og Ásdís Friðriksdóttir: Hjónin Ásdís Friðriksdóttir og Gunnar Örn Guðmundsson, íbúar í Innri-Njarðvík, hafa tvisvar sinnum hjólað um þúsund kílómetra langar pílagrímaleiðir á Spáni. Þau segja ekkert mál að hjóla um Spán og að yndislegt sé að upplifa náttúruna og mannlífið hjólandi. Lendi þau í vandræðum er hjálpin aldrei langt undan enda trúa þau því að englarnir séu ekki með vængi, heldur séu þeir oft fólkið í næsta umhverfi. -viðtal HJÓLA UM HELGA STÍGA SPÁNAR Ásdís og Gunnar í byrjun ferðarinnar í Cambrils.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.