Læknablaðið - 01.03.2017, Blaðsíða 11
LÆKNAblaðið 2017/103 119
R A N N S Ó K N
Inngangur
Gallsteinar eru algengt vandamál sem hefur aukist síðustu ára-
tugi með vaxandi offitu.1 20-25% einstaklinga mynda gallsteina
og samkvæmt rannsóknum gangast ríflega 30% þeirra undir gall-
blöðrutöku.2,3 Af þeim sem gangast undir aðgerð er talið að um
80% fái bót meina sinna.
Flestar gallblöðrutökur eru gerðar sem valaðgerð hjá sjúkling-
um með þekkta einkennagefandi gallsteina eða sögu um fylgi-
kvilla gallsteina eins og gallblöðrubólgu eða brisbólgu.2 Bráðaað-
gerðir eru yfirleitt gerðar á sjúklingum með fylgikvilla gallsteina
eða ef einkenni gallsteina eru sérstaklega slæm og viðvarandi.4,5
Fyrsta gallblöðrutaka í gegnum kviðsjá á Íslandi var fram-
kvæmd 1991 og varð aðgerðin fljótt algeng hérlendis.6 Þegar
skipt var frá opinni gallblöðrutöku yfir í kviðsjártækni jókst tíðni
fylgikvilla þar sem skaði verður á megingallrás (ductus hepaticus
communis og / eða ductus choledochus). Tíðni þessara áverka er ríf-
lega helmingi hærri en við opnar aðgerðir, eða um 0,3-0,5%7,8 og
hefur árangur ekki batnað með árunum.9,10 Árangur er betri hjá
reyndum skurðlæknum og sumar rannsóknir hafa sýnt fram á
betri árangur hjá þeim sem gera röntgenrannsókn af gallvegum í
aðgerð (intra-operative cholangiography, IOC).9,11,12
Markmið þessarar rannsóknar var að meta árangur gallblöðru-
töku á Heilbrigðisstofnun Vesturlands (HVE) á Akranesi og sér-
Tilgangur: Gallblöðrutaka er ein af algengustu aðgerðunum í almennum
skurðlækningum. Tilgangur rannsóknarinnar var að meta árangur gall-
blöðrutöku á Heilbrigðisstofnun Vesturlands (HVE) á Akranesi.
Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn og tók til allra sjúk-
linga sem gengust undir gallblöðrutöku á HVE á Akranesi frá 1. janúar
2003 til 31. desember 2010. Upplýsingum var safnað úr sjúkraskrám af á
HVE Akranesi, Landspítala og Domus Medica.
Niðurstöður: 378 sjúklingar gengust undir gallblöðrutöku á tímabilinu,
þar af 280 konur (74%) og var meðalaldur 49,6 ár. Aðgerðirnar voru að
meirihluta valaðgerðir (87%) og var aðgerðartími 46 mínútur (miðgildi,
bil: 17-240). Legutími var 2 dagar (miðgildi, bil: 1-31). Röntgenmyndataka
af gallvegum í aðgerð var framkvæmd hjá 93 af 378 sjúklingum (25%).
Röntgenrannsókn á gallvegum og brisgangi með holsjá var síðar fram-
kvæmd hjá 22 af þeim 93 sjúklingum (23%) vegna gallsteina í megin-
gallrás. Tveimur aðgerðum var breytt yfir í opna aðgerð (0,5%).Tíðni alvar-
legra fylgikvilla var 2,4%, þar af fengu fjórir (1,1%) sjúklingar djúpa sýkingu
og 5 (1,3%) fengu gallleka. Sjúklingar með sögu um gallblöðrubólgu voru
marktækt líklegri til að fá alvarlega fylgikvilla (p=0,007). Enduraðgerð var
framkvæmd hjá þremur sjúklingum vegna gallleka. Enginn sjúklingur hlaut
alvarlegan skaða á gallrás. Enginn sjúklingur lést af völdum aðgerðar. Eft-
irlit var framkvæmt fjórum vikum eftir aðgerð hjá 254 sjúklingum (67%) en
af þeim höfðu 13 (5%) væg einkenni frá kviðarholi.
Ályktun: Árangur af gallblöðrutökum á HVE á Akranesi er mjög góður og
vel sambærilegur við árangur sem greint er frá í fyrri rannsóknum bæði
hérlendis og erlendis.
Árangur gallblöðrutöku
á sjúkrahúsinu á Akranesi 2003-2010
Marta Rós Berndsen1 læknir, Fritz Hendrik Berndsen2 læknir
1Sahlgrenska háskólasjúkrahúsinu, Gautaborg, Svíþjóð, 2Heilbrigðisstofnun Vesturlands,
Akranesi.
Fyrirspurnum svarar Marta Rós Berndsen, mrberndsen3@gmail.com
https://doi.org/10.17992/lbl.2017.03.125
Greinin barst blaðinu 7. október 2016, samþykkt til birtingar 20. janúar 2017.
staklega til að sannreyna að hann sé sambærilegur við árangur
þeirra íslensku sjúkrahúsa sem framkvæma gallblöðrutökur
(Sjúkrahús Akureyrar og Landspítala). Árangur var metinn með
tilliti til aðgerðartíma, fylgikvilla, breytingar yfir í opna aðgerð og
tíðni enduraðgerða.
Efni og aðferðir
Þetta er afturskyggn rannsókn og stuðst var við gagnaöflun úr
sjúkraskrám, svæfingarskýrslum og aðgerðarlýsingum. Skoðaðir
voru allir fullorðnir sem gengust undir gallblöðrutöku á HVE á
Akranesi á tímabilinu 1. janúar 2003 til 31. desember 2010. Eftir-
talin atriði voru skráð: Kyn, aldur, einkenni fyrir aðgerð, bráða-
eða valaðgerð, aðgerðartími, fylgikvillar í og eftir aðgerð, tíðni
enduraðgerða og lengd dvalar. Einnig var farið yfir sjúkraskýrslur
frá Landspítala þegar sjúklingar voru ekki af Vesturlandi. Far-
ið var yfir líðan sjúklinga við fjögurra vikna eftirlit og hvort að
óþægindi væru til staðar á þeim tíma.
Notuð var hefðbundin aðgerðartækni þar sem farið er opið inn
í kvið neðan við nafla og síðan komið fyrir þremur öðrum vinnu-
portum. Byrjað er á að ná taki efst á gallblöðrunni og henni lyft
upp. Því næst er neðsti hluti gallblöðru (infundibulum) frílagður
sem og gallblöðrurás (ductus cysticus) og gallblöðruæð (a. cystica).
Þegar líffærafræðin er tryggð eru gallblöðrurás og gallblöðruæð
heftuð og tekin í sundur. Því næst er gallblaðran losuð frá lifrinni
með gegnhitum (diathermy). Gallblaðran er tekin út úr kviðnum í
gegnum naflaport og portum lokað.
Landfræðilega er Vesturland skilgreint sem sá landshluti sem
nær frá Gilsfirði og Holtavörðuheiði í norðri og norðaustri til
Hvalfjarðar í suðri. Hins vegar þjónar Heilbrigðisstofnun Vest-
Á G R I P
Meðferð við bráðum
þvagsýrugigtarköstum
Fyrirbyggjandi meðferð
gegn þvagsýrugigtarkasti í upphafi
meðferðar með þvagsýrulosandi lyfjum
Lyf gegn þvagsýrugigt
Colrefuz (Colchicin) – 500 míkrógramma töflur / 100 stykkja pakkningar
A
ct
a
v
is
/
6
1
9
0
2
1