Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.2017, Blaðsíða 33

Læknablaðið - 01.03.2017, Blaðsíða 33
við Íslandsbanka réði betur en flest önnur við að taka á svona vanda. En hvað um fjársvelt ríkisfyrirtæki sem hafa neyðst til að halda viðhaldi í lágmarki um árabil? Má nokkuð minnast á viðbyggingu við BUGL í þessu samhengi? Og hvað um smærri fyrirtæki, svo ekki sé talað um eigendur og leigjendur íbúða þar sem raki og mygla nema land? Þar er sjaldnast hægt að seilast í digra sjóði til að fjármagna endurbætur. Ýmsir sjúkdómar tengjast myglu Ofnæmi og astmi tengt myglu er vel rannsakað. Þar er ljóst að bæði eru ofnæmi og astmi algengari, auk þess að vera erfiðari viðureignar ef einstaklingur dvelur í húsnæði þar sem er raki og mygla. Börn sem dvelja í umhverfi þar sem er mygla á fyrsta aldurári eru líklegri til að mynda með sér bæði ofnæmi og astma síðar á lífsleiðinni. Mikilvægt er að greina ofnæmi og astma með húðprófum, blóðrannsóknum og öndunarmælingum auk þess að taka góða sjúkrasögu. Síðan er ráðlagt að forðast húsnæði sem gæti verið heilsuspillandi og valdið þessum einkennum. Dvöl í mygluhúsnæði getur líka valdið því að einstaklingurinn svari síður meðferð, til dæmis með innúðasterum. Astmi og ofnæmi sem tengist myglu er meðhöndlað með hefðbundinni meðferð: innúðasterum, berkjuvíkkandi lyfjum og andhistamínum eftir alvarleika sjúkdómsins. Mikilvægast er að sjúklingurinn dvelji ekki í húsnæði þar sem grunur er um rakaskemmd eða myglu. Varðandi önnur einkenni sem tengd hafa verið myglu og nefnd eru CIRS (Chronic inflammatory response syndrome) eru rann- sóknir enn skammt á veg komnar, hvað þá meðferðarúrræði. Að sögn Unnar Steinu er í raun ekki til önnur meðferð við þessum einkennum en sú að ganga út og forðast húsið sem veld- ur þeim. Rannsóknir hafa verið gerðar á lyfjum við einkennun- um en þær eru ekki komnar nógu langt til þess að hægt sé að slá neinu föstu. Eitthvað hefur verið reynt að gefa lyf sem nefnist Questran og er notað til lækkunar á blóðfitu. Virka efnið í því er nefnt cholestyramín. En eins og áður segir er þessi verkun lyfs- ins ekki fullrannsökuð og því óljóst hvort það geti orðið einhver lausn. Byggja við eða byggja nýtt? Á meðan leitin að nýrri meðferð og hugsanlega lyfjum við einkennum sem raki og mygla geta valdið hjá fólki stendur yfir getum við velt fyrir okkur þeirri staðreynd að stór hluti heilbrigðiskerfisins glímir við þennan vanda og þeir sem halda um pyngju hins opinbera hafa ekki verið sérlega örlátir á fé til lausnar hans. Vitaskuld kostar það mikið fé að gera upp hús- næði sem orðið hefur fyrir rakaskemmdum og myglu. Þá vaknar spurningin hvort ekki sé viturlegra og jafnvel ódýrara að spýta í lófana við að byggja nýjan spítala og jafnvel önnur mannvirki sem nútímaleg heilbrigðisþjónusta þarf á að halda til að standa undir nafni og þjóna sínum tilgangi. Það má alveg taka undir með Kristínu Sigurðardóttur sem sagði á fundi með verkfræðingum að henni fyndist óásættanlegt að veikasta fólkinu í landinu og þeim sem eru að sinna því sé boðið upp á þær aðstæður sem ríkja á Landspítalanum. Verk- fræðingarnir sýndu því fullan skilning að þeir þyrftu að byggja betri hús og sinna viðhaldi þeirra. Það væri framtíðarlausnin.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.