Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.2017, Blaðsíða 50

Læknablaðið - 01.03.2017, Blaðsíða 50
158 LÆKNAblaðið 2017/103 Tíðni munnþurrks sambærileg við lyfleysu1,2 Er munnþurrkur umkvörtunarefni sjúklinga með ofvirka þvagblöðru? Fyrsti ß3-örvinn við ofvirkri þvagblöðru1,2 Hefur áhrif á öll aðaleinkenni ofvirkrar þvagblöðru1,2 Tíðni munnþurrks sambærileg við lyfleysu1,2 Opnaðu umræðu um ofvirka þvagblöðru við þína sjúklinga  BET-165760-IC 09.2016 Heimildir: 1. Khullar et al. European Urology 63;(2013):283–295. 2. Nitti et al. J Urol 2013;189:1388–1395 Orlofsjóður Læknafélags Íslands Seint á áttunda áratug síðustu aldar var um það samið að atvinnurekendur greiddu ákveðið hlutfall af launum laun- þega í orlofssjóð viðkomandi stéttarfélags. Vinnuveitandi greiðir 0,25% af fullum launum þeirra lækna sem kjarasamn- ingur milli fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs og St. Franciskusspítala annars vegar og Læknafélags Íslands hins vegar tekur til í Orlofssjóð lækna (OSL). Þetta þýðir að greiðsla til OSL er ekki dregin af launum lækna. Rekstur OSL verður sífellt umfangsmeiri eftir því sem eignum fjölgar. Núverandi stjórn tók við skömmu fyrir hrun 2008. Fyrri stjórn hafði leigt íbúðir erlendis yfir sumarið, í Strasbourg, Barcelona og Alicante, og var með heils- ársleigu í Kaupmannahöfn. Þessir kostir urðu óheyrilega dýrir við hrunið og fall krónunnar og sjálfhætt með slíkt. Stjórn- in hefur alla tíð einbeitt sér að öflugri uppbyggingu innanlands og farið þar blandaða leið eignar- og leiguíbúða/húsa. Teljum við að með innanlandsáherslu sé fé sjóðsins best varið og flestir njóti góðs af. Fyrir hrun voru umsóknir um sumar- valkosti um 350 en árin eftir tvöfaldaðist fjöldi umsókna og erfitt reyndist að upp- fylla þá þörf sem skapaðist. OSL á eignir víða um land og hefur stjórnin haft að leiðarljósi að eignir sem sjóðurinn kaupir séu með góðu aðgengi fyrir aðila með skerta hreyfifærni. OSL á blokkaríbúð í Ljósheimum og nýjasti sumarbústaður sjóðsins er í Svignaskarði, tekinn í notkun 2015. Einn bústaður er í Húsafelli og tveir við Hreðavatn. Á Ak- ureyri á sjóðurinn íbúð á jarðhæð í keðju- húsi í Skálatúni og á dögunum voru fest kaup á annarri nýlegri íbúð þar, á jarðhæð í fjórbýlishúsi í Hólmatúni sem fer í leigu á næstu vikum. Á Kirkjubæjarklaustri á OSL gott einbýlishús á einni hæð. Í Brekkuskógi eru þrír bústaðir sjóðsins, byggðir 2007, 2008 og 2012, og í Vaðnesi eldri vinalegur bústaður. Samtals eru þetta 12 eignir. Í gegnum tíðina hefur páska- og sumarúthlutun verið langvinsælust og á sumrin höfum við náð að bæta við eignar- kostina nokkrum leigukostum. Í sumar verður sjóðurinn með bústað á leigu í Svarfaðardal, tvo bústaði á Egilsstöðum, íbúð í Vestmannaeyjum og hús á Suður- eyri. Alls verða því 17 valkostir í boði í sumar. Úthlutunarkerfi OSL byggist á punktasöfnun. Fjöldi punkta ræður for- gangi að sumri og um páska. Félagsmenn fá 12 punkta fyrir útskriftarárið og síðan 12 punkta á ári. Ekki eru veittir punktar eftir 70 ára aldur nema menn séu í fullu starfi og greiði í Orlofssjóð. Á því ári sem félagar ná 70 ára aldri fá þeir 70 punkta. Punktafrádráttur er eingöngu að sumri og um páska og er hann 36 punktar (þrjú ár) fyrir hverja úthlutun. Utan sumartímabils og páska er aðgengi allra sjóðfélaga jafnt og enginn punktafrádráttur. Bókunarvefurinn Frímann var tekinn í notkun árið 2014 og samhliða var út- gáfu Orlofsbæklings hætt. Vefurinn gerir líka kleift að setja inn nýja valkostir með skemmri fyrirvara en áður. Umgengni um húsin er yfirleitt til fyrirmyndar, en á því er þó stundum mis- brestur. Umsjónarmaður lítur yfir húsið eftir að gestir fara úr húsi. Gestir þrífa Málefni Orlofssjóðs lækna Jörundur Kristinsson heilsugæslulæknir í Hafnarfirði formaður Orlofssjóðs lækna jorundur.kristinsson @heilsugaeslan.is • Klaustur Akureyri •• Svarfaðardalur • ••• Brekkuskógur Vestmannaeyjar • Egilstaðir •• •• Hreðavatn Svignaskarð • • Húsafell Orlofskostir Læknafélags Íslands 2017 Suðureyri • • Vaðnes Reykjavík • Nýjasta viðbótin hjá Orlofssjóði er þriggja herbergja íbúð á Akureyri. sjálfir og þess er vænst að þeir skilji við húsið eins og þeir myndu vilja taka við því. Ef eitthvað vantar í hús, skemmist eða gengur úr sér er mikilvægt að koma þeim upplýsingum til umsjónarmanns eða á skrifstofu LÍ. Framleiga húsa/íbúða er alfarið bönnuð. OSL dafnar og vex, eignunum fjölgar og ekki sér fyrir endann þar á. Markmiðið er að fá góða nýtingu helst allt árið á þeim húsum sem við eigum en fylla upp í á sumrin með valkostum á öðrum svæðum. Ég vil í lokin minna á að síðasti dagur til að sækja um páskaúthlutun 2017 er 6. mars og fyrir sumarúthlutun 11. apríl.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.