Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.2017, Blaðsíða 13

Læknablaðið - 01.03.2017, Blaðsíða 13
LÆKNAblaðið 2017/103 121 Af minniháttar fylgikvillum fengu tveir sjúklingar margúl (0,5%), fjórir sýkingu í skurðsár (1,1%) og tveir lungnabólgu (0,5%). 67% sjúklinga mættu í fjögurra vikna eftirlit og 5% þeirra höfðu væg óþægindi í kviði, 85% þeirra voru konur. Ekki var skilgreint hvort það væru sömu einkenni og fyrir aðgerð eða óþægindi vegna aðgerðar. Einn dagdeildarsjúklingur var lagður í sólarhring inn á slysa- og bráðadeild í Fossvogi vegna ógleði eftir aðgerð. Það var eini sjúklingurinn í rannsókninni sem leitaði á Landspítala í kjölfar aðgerðar. Umræða Sýnt hefur verið fram á góðan árangur af gallblöðrutökum á HVE á Akranesi og er hann vel sambærilegur við árangur hérlendis og erlendis.13,14,16 Tíðni fylgikvilla og enduraðgerða var lág og sjaldan þurfti að breyta yfir í opna aðgerð. Á rannsóknartímabilinu var ekki byrjað að framkvæma gall- blöðrutökur á dagdeild en það var tekið upp árið 2011. Hins vegar hafa rannsóknir sýnt fram á að árangur aðgerða bæði með tilliti til endurinnlagna og fylgikvilla er svipaður hvort sem sjúklingar leggjast inn eða útskrifast samdægurs.10 Eftir að farið var að framkvæma gallblöðrutökur gegnum kvið- sjá hefur tíðni aðgerða víðast hvar aukist verulega.17,18 Þess vegna er mikilvægt að ábendingar fyrir aðgerð séu greinargóðar en í okkar rannsókn var ábending fyrir aðgerð í 75% tilfella gallsteina- verkir og í 24% tilfella saga um fylgikvilla gallsteina. Það er mjög svipað og sést í Svíþjóð samkvæmt GallRiks.15 Hlutfall sjúklinga sem komu af höfuðborgarsvæðinu jókst jafnt og þétt á rannsóknartímabilinu. Mikilvægt er að nýta kraga- sjúkrahús eins og HVE á Akranesi til að minnka bið sjúklinga eftir aðgerð sem getur verið löng á Landspítala. Þegar árangur er borinn saman við rannsóknir hérlendis (tafla I) er aðallega um tvær birtar rannsóknir að ræða. Árið 2004 var birt grein í Læknablaðinu um fyrstu 1008 aðgerðirnar á Landspítala sem voru framkvæmdar á árunum 1991-1998. Reyndist tíðni alvarlegra áverka á gallganga vera 0,2% í þeirri rannsókn.13 Bráðaaðgerðir voru gríðarlega algengar, eða um 60% aðgerða, sem er mjög óvana- legt en þær eru oftast um 25-30% aðgerða11,15 eins og sést í okk- ar rannsókn. Í Landspítala-rannsókninni voru þó einungis 11% sjúklinga með lokagreininguna bráð gallblöðrubólga sem bendir til þess að margir þeirra sem leituðu læknis með gallsteinaverki hafi verið teknir í bráðaaðgerð í stað þess að fara á biðlista fyrir valaðgerð. Margar rannsóknir hafa sýnt fram á aukna dánartíðni og hærri tíðni fylgikvilla í bráðaaðgerðum miðað við valaðgerð- ir.11,16 Hins vegar eru flestir sammála um að gera bráðaaðgerð ef sjúklingur kemur inn með stutta sögu (<72 klukkutíma) um bráða gallblöðrubólgu.4,5 Í framskyggnri rannsókn á fyrstu 400 aðgerðunum á Sjúkra- húsi Akureyrar reyndist tíðni minni- og meiriháttar fylgikvilla vera 10%. Algengustu fylgikvillarnir voru sýkingar og gallleki en ekki greindist skaði á gallrás í þeirri rannsókn.14 Eins og áður segir var heildartíðni fylgikvilla í okkar rannsókn 5,5% og alvarlegir fylgikvillar greindust hjá 9 sjúklingum (2,4%) (sjá töflu III). Enginn áverki var á megingallrás en fjórir sjúklingar fengu djúpa sýkingu og fimm sjúklingar greindust með gallleka. Í töflu IV sést að sjúklingar sem fengu alvarlega fylgikvilla voru marktækt líklegri til að hafa sögu um gallblöðrubólgu miðað við gallsteinaverki (OR: 6,7, p=0,007). Nýleg sænsk rannsókn hefur einnig sýnt fram á þetta samband.19 Ekki var hægt að sýna fram á marktækan mun eftir því hvort um bráða- eða valaðgerð var að ræða en eins og áður var getið hafa aðrar rannsóknir sýnt fram á aukna tíðni fylgikvilla eftir bráðaaðgerðir.11,16 Skaði á megingallrás er sá fylgikvilli gallblöðrutöku sem skurð- læknar óttast mest. Nýleg rannsókn sýndi fram á 20,8% langtíma- dánartíðni eftir skaða á gallrás sem krafðist aðgerðar. Það er 8,8% hærri dánartíðni en í aldursstöðluðu þýði.20 Ekki eru allir sammála um hvort eigi að gera röntgenmynda- töku af gallvegum í aðgerð og nýleg samantekt sýndi að helming- ur rannsókna sýndi lægri tíðni alvarlegra skaða á megingallrás á meðan hinn helmingurinn náði ekki að sýna fram á mun.21 Í okkar rannsókn sást ekki munur á tíðni alvarlegra fylgikvilla eftir því hvort röntgenmyndataka af gallvegum í aðgerð var framkvæmd eða ekki (tafla IV). Samkvæmt GallRiks er röntgenmyndataka af gallvegum í aðgerð framkvæmd, eða tilraun gerð til þess að fram- R A N N S Ó K N Tafla I. Samanburður á tíðni bráðaaðgerða, aðgerðartíma, breytingar yfir í opna aðgerð og tíðni röntgenmyndatöku af gallvegum í aðgerð milli rannsókna hérlendis og sænska gagnagrunnsins GallRiks. Númerin vísa til heimilda við greinina. Akranes n=378 LSH13 n=1008 FSA14 n=400 GallRiks15 n=11.959 Bráðaaðgerðir (%) 13 57 10,3 31 Aðgerðartími (mínútur) 46 - 73 87 Breytt í opna aðgerð (%) 0,5 10,5 4 7,1 Röntgenmyndataka af gallvegum í aðgerð (%) 25 - 2,8 92 Tafla II. Samanburður á niðurstöðum vefjagreiningar eftir því hvort um var að ræða val- eða bráðaaðgerð. Fjöldi og hlutfall, n (%). Valaðgerð n=329 Bráðaðgerð n=49 Langvinn gallblöðrubólga 291 (88) 17 (35) Bráð gallblöðrubólga 26 (8) 32 (65) Önnur greining 12 (4) Tafla III. Samanburður á fylgikvillum aðgerða milli rannsókna hérlendis og sænska gagnagrunnsins GallRiks, hlutfall. Akranes n=378 LSH n=1008 FSA n=400 GallRiks n=11.959 Meiriháttar fylgikvillar 2,4 5,3 4,7 5,1 Gallleki 1,3 2,3 0,8 1,3 Enduraðgerð 0,8 2,2 1 - Djúp sýking 1,1 1,3 1 1,5 Skaði á gallrás 0 0,2 0 0,4 Blæðing 0 2,0 0,8 1,6 Dauði 0 0,3 0,5 0,2

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.