Fréttablaðið - 12.01.2018, Síða 2

Fréttablaðið - 12.01.2018, Síða 2
TRÚMÁL „Það trúir bara eiginlega enginn á guð, og okkur fannst gaman að prófa þetta og gera það saman, því við erum öll vinir sem erum í þessu,“ segir Embla Einars- dóttir fermingarbarn. Embla segir stóran hluta skóla- systkina sinna vilja fermast borgara- lega. Hún segir krakkana hafa rætt það þó nokkuð hvers vegna þau völdu að fermast borgaralega, en ekki í kirkju. „Mig langaði ekki að sleppa því að ferma mig, en mig langaði ekki að gera það kristilega. Ég trúi ekki bein- línis á guð, ég trúi á minn eigin guð, og ég er líka svolítið fyrir pakka,“ segir Embla. Hún skoðaði hvernig borgaraleg ferming fer fram  og ákvað sig að því loknu. „Mér fannst það mjög spennandi. Fræðslan þar er eitthvað sem mér fannst geta nýst mér í framtíðinni. Hitt er bara að læra um guð og Jesú. Ég var ekki beint alin upp við að trúa á guð, en ég held að föðurfjölskyldan trúi á guð.“ Hún segir fjölskylduna vera byrjaða að undirbúa veisluna og er nú þegar búin að hugsa um hvað fólk geti gefið henni í fermingar- gjöf. „Mig langar mikið að fara til útlanda, eða fá sjónvarp.“ Embla segir að sig gruni að hún fari að heimsækja frænda sinn í New York, en sig langi einnig að fara til Danmerkur. „Besta vinkona mín býr þar. Mér finnst mjög gaman að vera þar. En mig hefur alltaf langað líka að prófa að fara út fyrir Evrópu og sjá hvernig það er þar. “ Í ár eru 462 börn skráð í ferm- ingarfræðslu hjá Siðmennt. Tals- verð fjölgun er frá því í fyrra, en þá fermdust 376 börn borgaralega. Fjölgunin er því 23 prósent. Frá því að Siðmennt hóf að bjóða upp á borgaralega fermingu á Íslandi árið 1989 hafa  tæplega 3.400 einstaklingar fermst þar. Tals- verð fjölgun hefur verið utan höfuð- borgarsvæðisins síðustu ár, sérstak- lega á Norðurlandi, í Reykjanesbæ og á Selfossi. Í fermingarfræðslu Siðmenntar er lögð áhersla á  umburðarlyndi, gagnrýna hugsun, siðfræði, mannleg samskipti og ábyrgð einstaklingsins í nútímaþjóðfélagi. „Fermingarfræðslan hófst núna á mánudaginn og stendur í ellefu vikur á höfuðborgarsvæðinu. Svo eru helgarnámskeið utan höfuð- borgarsvæðisins,“ segir Bjarni Jóns- son, framkvæmdastjóri Siðmenntar. Í ár verða fjórtán athafnir um allt land. Á höfuðborgarsvæðinu verða sjö athafnir í Reykjavík, Kópavogi og í Garðabæ í fyrsta skipti. Á Norður- landi verða athafnir bæði á Akureyri og Húsavík. Í fyrsta skipti verður haldin sérstök athöfn á Ísafirði. Að auki verða athafnir á Egilsstöðum, Selfossi og í Reykjanesbæ. lovisaa@frettabladid.is Veður Sunnanátt í dag, víða hvasst og vætusamt. Búist er við mikilli rign- ingu á Suðausturlandi og sunnan- verðum Austfjörðum. sjÁ síðu 22 Trillurnar bundnar í storminum Trúa ekki á guð en vilja samt fermast öll saman Ellefu prósent barna kjósa að fermast borgaralega. Embla Einarsdóttir er ein þeirra. Hún segist hafa ákveðið það því að fræðslan hjá Siðmennt muni nýtast henni betur. Tæplega 3.400 hafa fermst hjá Siðmennt frá því árið1989. Embla Einarsdóttir ákvað að fermast borgaralega með vinum sínum. mynd/anton brink DýR av e R n D Mat vælastofnun (MAST) varar gæludýraeigendur við mikilli notkun ilmolía á heimilum þar sem þær geta verið skaðlegar dýrum og þá einkum og sér í lagi köttum. Mikilvægt er að gæludýra- eigendur takmarki aðgang gæludýra að þeim. MAST segir ilm- olíur sem þessar finnast í raka- tækjum, ilmkert- um, úðaformi og opnum flöskum. „ Ke tt i r g e t a verið sérstak- lega viðkvæmir fyrir sumum af þessum olíum vegna skorts á hvötum til niður- brots efnanna í lifur.“ – smj Ilmolíur ógna velferð dýra saMféLag Samkvæmt tölfræðiupp- gjöri Pornhub, stærstu klámsíðu veraldar, fyrir árið 2017  er klám- notkun íslenskra kvenna undir meðallagi samanborið við önnur lönd. Pornhub hefur undanfarin ár birt árskýrslur með tölfræði yfir allt milli himins og jarðar um notendur sína og notkun þeirra á síðunni. Af nógu er að taka enda heimsótti 81 milljón manns síðuna að meðaltali á hverjum degi í fyrra. Árið 2016 komst Ísland á blað netklámrisans yfir næstflestar heim- sóknir miðað við höfðatölu. Aðeins Bandaríkjamenn stóðu Íslending- um framar í þeim efnum þá. Ekkert var að finna um þá töl- fræði í listanum í ár og hvergi komst Ísland á topplista yfir klámnotkun á vefnum. Á einni grafískri töl- fræðiframsetningu ársskýrslunnar nú, sem snýr  að heimsóknum kvenna sérstaklega, getur að líta að íslenskar konur eru undir meðallagi í heimsóknum sínum á síðuna sam- anborið við kynsystur sínar í öðrum löndum. Hlutfall kvenna sem heim- sækja síðuna er að meðaltali 26 pró- sent sem þýðir að íslenskar konur eru eilítið undir því. Til saman- burðar er hlutfall sænskra kvenna sem sækja síðuna heim 30 prósent. Á öðru korti má sjá að Íslendingar sem heimsækja síðuna leita sem fyrr helst eftir myndefni sem sýnir enda- þarmsmök. – smj Klámnotkun íslenskra kvenna undir meðallagi klámsíðuheimsóknir íslenskra kvenna er heldur undir meðallagi samkvæmt ársskýrslu Pornhub. Fréttablaðið/anton 01 Smærri viðgerðir Hraðþjónusta HEKLU. Hringdu í 590 50 30 eða renndu við. Hekla.is Stormur skall á á höfuðborgarsvæðinu í gær og olli fólki töluverðu ónæði. Þakplötur fuku af húsi í Garðabæ og trampólín fauk á íbúðarhús í Grafar- vogi. Þessir harðduglegu menn tryggðu hins vegar að trilla nokkur væri kirfilega fest í höfninni úti á Granda í Reykjavík. Fréttablaðið/anton brink Fermingarfræðslan hófst núna á mánu- daginn og stendur í ellefu vikur á höfuðborgarsvæð- inu. Bjarni Jónsson, framkvæmdastjóri Siðmenntar 1 2 . j a n Ú a R 2 0 1 8 f Ö s T u D a g u R2 f R é T T i R ∙ f R é T T a B L a ð i ð 1 2 -0 1 -2 0 1 8 0 4 :2 8 F B 0 5 6 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E B 9 -1 7 2 0 1 E B 9 -1 5 E 4 1 E B 9 -1 4 A 8 1 E B 9 -1 3 6 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 5 6 s _ 1 1 _ 1 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.