Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.01.2018, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 12.01.2018, Qupperneq 8
 Svo bætti ég við fyrri tillöguna að ráðherra myndi framkvæma skoðanakönnun meðal heilbrigðisstarfsfólks. Bryndís Haralds- dóttir, þingkona Sjálfstæðisflokks- ins í Suðvestur- kjördæmi MANNRÉTTINDI „Maður hefur ansi oft upplifað að fólk sé einfaldlega búið að gefa upp alla von. Þá finnur maður hvað fólk er tilbúið að deyja og vill fá að fara með reisn,“ segir Súsanna R. Sæbergsdóttir. Hún kannaði viðhorf nemenda Háskóla Íslands til annars vegar dánaraðstoðar og hins vegar til aðstoðar við sjálfsvíg. Hún mun ljúka námi í félagsráðgjöf í vor, en hefur einnig starfað sem sjúkraliði á sjúkrahúsi. Niðurstöðurnar sýndu að tæp 77 prósent eru annaðhvort mjög eða frekar jákvæð til dánaraðstoðar. Aðeins voru um fimm prósent frek- ar eða mjög neikvæð. Þátttakendur voru einnig spurðir hvort þeir vildu eiga kost á því að óska eftir slíkri aðstoð læknis ef kæmi upp sú staða að þeir greindust með ólæknandi sjúkdóm og upplifðu miklar þjáning- ar. Tæp 93 prósent þátttakenda vilja eiga kost á því, í stað þess að þjást og deyja af völdum sjúkdómsins. Ekki var um jafn mikinn stuðning að ræða þegar spurt var um aðstoð við sjálfsvíg, en tæp 45 prósent voru mjög eða frekar jákvæð. Sama hvort um var að ræða dánaraðstoð eða að- stoð við sjálfsvíg voru flestir sammála um að slíkt væri siðferðislega rétt ef sjúklingurinn glímir við ólæknandi sjúkdóm, sem erfitt er að meðhöndla og væri líklegur til að draga fólk til dauða. Þátttakendum fannst mikil- vægt að sjúklingurinn óskaði sjálfur eftir aðstoðinni og að hann gæti sjálfur innbyrt lyfin. Súsanna vissi af einum Íslendingi sem hefur fengið slíka aðstoð og af fleirum sem myndu eða hefðu viljað það. „Fólk á sem sagt ekki rétt á að fara í dánar- eða sjálfsvígsaðstoð, en fólk getur óskað eftir þessari aðstoð. Ef fólk fær til dæmis grænt ljós í Sviss og getur sýnt fram á stöðu sína með læknaskýrslum frá læknum hér á Íslandi, þá er ekkert sem bannar það. Þú átt samt engan rétt á að fara í dánaraðstoð, en þú getur óskað eftir því. Það eru ströng viðmið sem þarf að uppfylla,“ segir Súsanna. Lögð var fram þingsályktunartil- laga á Alþingi í mars árið 2017 sem verður lögð fram aftur í ár. „Tillagan gengur út á að fela heilbrigðisráð- herra að gera könnun á því hvernig þessum málum er háttað í löndum í kringum okkur. Annars vegar hvort þetta hafi verið leyft, og ef svo er, hver reynslan hafi verið af því og hins vegar hvort einhver umræða sé um það í þessum löndum. Svo bætti ég við fyrri tillöguna að ráðherra myndi framkvæma skoðanakönnun meðal heilbrigðisstarfsfólks. Ég geri ráð fyrir að það verði flutningsmenn úr öllum eða nánast öllum flokkum,“ segir Bryndís Haraldsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins í Suðvestur- kjördæmi og fyrsti flutningsmaður tillögunnar. lovisaa@frettabladid.is Langflestir styðja dánaraðstoð Súsanna R. Sæbergsdóttir kannaði viðhorf nemenda HÍ til líknardráps og að- stoðar til sjálfsvígs í meistararitgerð sinni í félagsráðgjöf. fRéttablaðið/Stefán Ný íslensk rannsókn sýnir að langflestir vilja geta óskað eftir dánaraðstoð fengju þeir ólæknandi eða illvígan sjúkdóm. Slík aðstoð er ekki lögleg á Íslandi, en tillaga verður lögð fram á þingi um dánaraðstoð í ár. sAMfÉlAg Vísindavefur Háskóla Íslands birti árið 2017 alls 334 svör á vef sínum. Heildarfjöldi gesta árið 2017 var samkvæmt talningu Modernus 738.093 og hafði gestum fjölgað um sjö prósent  frá árinu 2016, eða rétt tæp 50.000. Sama er að segja um bæði innlit og flettingar árið 2017. Innlit jukust um rétt rúm- lega 245.000 og flettingar um rúm- lega 263.000. Birt eru vinsælustu svör hvers mánaðar síðasta árs. Í janúar var til dæmis vinsælast svar Iðunnar Garð- arsdóttur, lögfræðings og aðstoðar- konu heilbrigðisráðherra, um hvort bannað sé að ljúga á Alþingi. Önnur vinsæl svör fjölluðu um hitakrem við bólgum í febrúar, í maí hvort kindur hafi orðið skógum landsins að bana,  í júní af hverju bjór hafi verið bannaður á Íslandi en ekki annað áfengi og í nóvem- ber af hverju fremsti hluti typpisins heitir kóngur. Listann er að finna á www.visindavefur.is. – la Flestir vildu vita hvort megi ljúga iðunn Garðarsdóttir 334 svör voru birt á Vísindavef Háskóla Íslands á árinu 2017 HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ www.skoda.is MINNI EYÐSLA, MEIRA PLÁSS, MEST GAMAN ŠKODA OCTAVIA G-Tec. FULLVAXINN FJÖLSKYLDUBÍLL SEM SPARAR ÞÉR KRÓNURNAR. ŠKODA OCTAVIA frá: 3.350.000 kr. Octavia G-Tec er einn mest seldi bíll á Íslandi, enda bæði sparneytinn og góður í endursölu. Hann er mjög rúmgóður og gengur bæði fyrir bensíni og metani sem lækkar eldsneytiskostnaðinn til muna. Komdu í reynsluakstur og kynnstu Octaviunni betur. 1 2 . j A N ú A R 2 0 1 8 f Ö s T U D A g U R8 f R É T T I R ∙ f R É T T A B l A ð I ð 1 2 -0 1 -2 0 1 8 0 4 :2 8 F B 0 5 6 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E B 9 -5 2 6 0 1 E B 9 -5 1 2 4 1 E B 9 -4 F E 8 1 E B 9 -4 E A C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 0 5 6 s _ 1 1 _ 1 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.