Fréttablaðið - 12.01.2018, Blaðsíða 18
Yndisleg móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Ágústína Berg Þorsteinsdóttir
(Gússý )
Sólvangsvegi 3, Hafnarfirði,
lést þann 30. desember
á Hjúkrunarheimilinu Sólvangi.
Útför hennar fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði
mánudaginn 15. janúar kl. 15.00.
Heiðdís Sigursteinsdóttir Vilhjálmur Þórðarson
Hafdís Sigursteinsdóttir Jón Tryggvi Kristjánsson
ömmubörn og langömmubörn.
Móðir okkar,
Sigríður Theodóra
Sæmundsdóttir
húsfreyja í Skarði, Landsveit,
sem lést 6. janúar sl.
verður jarðsungin frá Skarðskirkju
laugardaginn 13. janúar klukkan 14.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Minningarsjóð
Skarðskirkjugarðs (0308-13-700275 kt. 700704-3190).
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Kristinn Guðnason
Helga Fjóla Guðnadóttir
Okkar ástkæri,
Einar Tjörvi Elíasson
verkfræðingur,
Kópavogstúni 5, Kópavogi,
lést þann 9. janúar sl. á Landspítalanum
í Fossvogi. Útförin fer fram frá
Fossvogskirkju hinn 15. janúar 2018, kl. 13.
Blóm og kransar eru vinsamlegast afþökkuð en þeim sem
vilja minnast hans er bent á líknarstofnanir.
Inger Johanne Elíasson
Ingólfur Tjörvi Einarsson Jennifer Eleanor Einarsson
Þórr Tjörvi Einarsson Arna Elísabet Karlsdóttir
Rán J. Einarsdóttir Henry John Robert Henry
Halldór Tjörvi Einarsson Amalía Ragna Þorgrímsdóttir
barnabörn og langafabörn.
Páll Theodórsson
eðlisfræðingur,
Bræðratungu 25, Kópavogi,
lést á Landspítalanum í Fossvogi þann
8. janúar. Útför hans verður gerð frá
Fossvogskirkju miðvikudaginn
17. janúar kl. 15.00.
Svandís Skúladóttir
Flóki Pálsson Sigríður Benný Björnsdóttir
Sigrún Pálsdóttir
Skúli Pálsson
Bera Pálsdóttir Gunnar Gunnarsson Flóvenz
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginmaður minn,
Björgvin Reynir Björnsson
húsgagnasmiður,
Sóleyjarima 9, Reykjavík,
lést á líknardeild Landspítalans
í Kópavogi 8. janúar.
Útför hans fer fram frá Grafarvogskirkju
mánudaginn 15. janúar kl. 13.00.
Arndís Sigþrúður Halldórsdóttir
Sigrún Elfa Reynisdóttir Ingólfur Guðnason
Halldór Már Reynisson María Aletta Margeirsdóttir
Hulda Rún Reynisdóttir Sverrir Halldórsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Um helgina hefjast Dagar ljóðsins í Kópavogi. Þar er ýmislegt á boðstólum eins og opinn hljóðnemi, Nýlókórinn, listsýning og þeim lýkur svo með
hápunktinum sem er afhending Ljóð-
stafs Jóns úr Vör, en hann verður afhentur
í Salnum á sunnudaginn 21. janúar. Fyrsti
viðburður Daga ljóðsins verður á morgun,
laugardag, klukkan 13, en það er ljóða-
smiðja „í léttum dúr“ – þar sem Aðal-
steinn Ásberg Sigurðsson, rithöfundur
og tónlistarmaður, mun leiða börn á aldr-
inum 8 til 12 ára um undraheima ljóðsins.
Segðu mér Aðalsteinn, hvað verður
brallað þarna í smiðjunni?
„Ja, það er nú erfitt að svara því, þetta
er svona tilraun. Kópavogsbær fékk mig
inn til að halda smiðju og svo veit maður
ekkert hvað út úr þessu kemur – í fyrsta
lagi veit maður ekkert hvað kemur inn
af krökkum í þetta. Allavega, það sem
ég ætla að gera er að útskýra fyrir þeim
aðeins hvað er ljóð, hvernig maður
hugsar ljóð og hvaða aðferðum er beitt
þegar ljóð eru samin.“
Þú ert sem sagt ekkert að fara inn í
þetta með einhverja tilbúna kennslu-
skrá?
„Nei, alls ekki. Það er erfitt að vera
með svoleiðis – maður veit ekki hvernig
hópurinn er fyrirfram. En ég er með
ýmislegt í verkfærakistunni má segja,
og svo beitir maður því eftir því hvernig
hópurinn er.“
Þá einhverja leiki og æfingar og
annað?
„Já, það er svolítið þannig, og aðferðir
til að nota í svona hópi.“
Það hlýtur að vera skemmtilegt að fá
að kenna ungu fólki um ljóðið?
„Ungt fólk er rosalega opið og það
er alltaf gaman að vinna með því þess
vegna. Stundum lærir kennarinn mest
af því að vera með námskeið, það er líka
spennandi – maður er svona hluti af
því, þetta er ákveðið samvinnuverkefni.
Maður kemur alltaf reynslunni ríkari úr
svona og þess vegna er maður líka til í
að gera svona hluti, það kennir manni
alltaf eitthvað og er þroskandi fyrir
mann sjálfan.
Bæjarfélagið á sannarlega lof skilið
fyrir að hafa sinnt þessu með Ljóðstafn-
um og líka þessum dögum núna, mér
finnst þetta alveg frábært. Kópavogsbær
fær sérstakt prik fyrir það.“
stefanthor@frettabladid.is
Ætlar að útskýra eðli
ljóðsins fyrir krökkum
Dagar ljóðsins hefjast í Kópavogi um helgina og standa alveg fram til sunnudags í næstu
viku þegar hápunktur þessara daga fer fram en það er afhending Ljóðstafs Jóns úr Vör. Á
morgun ríður Aðalsteinn Ásberg á vaðið með léttri ljóðasmiðju fyrir börnin.
1830 Síðasta aftaka á Íslandi: Friðrik Sigurðsson og Agnes
Magnúsdóttir, sem höfðu myrt Natan Ketilsson og Pétur
Jónsson, voru hálshöggvin.
1940 Seinni heimsstyrjöld: Rússar varpa sprengjum á borgir
í Finnlandi.
1969 Led Zeppelin gefa út fyrstu breiðskífu sína.
1970 Nígeríska borgarastyrjöldin: Bíafra gefst upp fyrir her
Nígeríu.
1971 Sjónvarpsþáttaröðin All in the Family hefur göngu
sína á CBS. Á Íslandi voru þættirnir sýndir í Kanasjónvarpinu
frá 1972.
1976 Síðustu spænsku hermennirnir fara frá Vestur-
Sahara.
1979 Átján ára starfsmaður sjúkrahúss í Malmö í Svíþjóð
játar að hafa orðið fjölda aldraðra sjúklinga að bana með
því að eitra fyrir þeim.
1985 Metfrost verða á Mið-Ítalíu. Fjöldi ólífutrjáa drepst.
1991 Persaflóastríðið: Bandaríska þingið staðfestir lög sem
heimila bandaríska hernum að ráðast gegn sveitum Íraka í
Kúveit.
1992 Hætt við aðra umferð þingkosninga í Alsír þegar
Íslamski frelsisframvörðurinn vinnur fyrri umferðina.
1993 Aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu, EES, er
samþykkt á Alþingi eftir 100 klukkustunda umræður.
1998 19 Evrópulönd banna klónun á mönnum.
2005 Könnunarfarinu Deep Impact skotið á loft frá
Canaveral-höfða.
2007 Bygging tónlistarhússins Hörpu hefst formlega.
2010 Jarðskjálfti leggur mikinn hluta Haítí í rúst. Talið er að
um 230.000 manns hafi farist. Íslensk rústabjörgunarsveit
var fyrst á vettvang.
Merkisatburðir
Mohandas Mahatma Gandhi hóf sína
hinstu föstu þennan janúardag
fyrir 61 ári. Gandhi var helsti
trúarleiðtogi og stjórnmála-
maður Indverja, kallaður
„faðir þjóðarinnar“, en
millinafn hans merkir
„mikil sál“ á sanskrít. Fæð-
ingardagur hans, 2. októ-
ber, er hátíðisdagur á
Indlandi og kunnur á heims-
vísu sem alþjóðlegur dagur
án ofbeldis. Gandhi var fyrst og
fremst friðarins maður og hvatti til
aukinna mannréttinda og frelsis um allan
heim. Hann lifði látlausu lífi, borð-
aði fábreytt grænmetisfæði
og fastaði löngum stundum;
til hreinsunar fyrir sjálfan
sig og í mótmælaskyni.
Hann hóf sína síðustu
mótmælaföstu í Delí þegar
hann vildi knýja fram frið
milli Indverja og Pakistana í
kjölfar stríðs milli þjóðanna
árið 1947, en honum mislíkaði
að stjórnvöld skyldu neita Pakist-
önum um sáttagreiðslu og bað þess
að greiðslan yrði innt af hendi, því hann
óttaðist að órói myndi enn auka á reiði
Pakistana gagnvart Indverjum og átök
breiddust út. Þá var Gandhi miður sín
þegar leiðtogar múslima og hindúa gátu
ekki sæst á kröfur hvorir annarra. Gandhi
rauf föstuna þegar stjórnvöld afhentu
Pakistönum féð og trúarleiðtogar sann-
færðu hann um að friður yrði saminn.
Gandhi var skotinn til bana á kvöldgöngu
í Nýju-Delí 30. janúar 1948, en hinstu orð
hans voru „Ó, Guð.“ Banamaður Gandhis
taldi hann ábyrgan fyrir að hafa veikt
þjóð sína með greiðslunni til Pakistans.
Þ ETTA G E R Ð I ST : 1 2 . JA N ÚA R 1 9 4 8
Gandhi fastar í hinsta sinn
Aðalsteinn er með ýmislegt í verkfærakistunni sem getur vakið áhuga krakka á ljóðinu.
FréttAblAðið/Vilhelm
Ungt fólk er rosalega
opið og það er alltaf
gaman að vinna með því þess
vegna. Stundum lærir kennar-
inn mest af því að vera með
námskeið.
1 2 . j a n ú a r 2 0 1 8 F Ö S T U D a G U r18 T í m a m ó T ∙ F r É T T a B L a ð i ð
tímamót
1
2
-0
1
-2
0
1
8
0
4
:2
8
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
E
B
9
-3
4
C
0
1
E
B
9
-3
3
8
4
1
E
B
9
-3
2
4
8
1
E
B
9
-3
1
0
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
0
5
6
s
_
1
1
_
1
_
2
0
1
8
C
M
Y
K