Fréttablaðið - 12.01.2018, Page 31

Fréttablaðið - 12.01.2018, Page 31
Tómat-chutney er mjög gott ofan á brauð eða með öðru grænmeti. Það er einfalt að gera og tekur stutta stund. Hér er góð uppskrift frá Jamie Oliver. Uppskriftin hentar í eina stóra krukku. 250 g rauður laukur 500 g tómatar í mismunandi litum 1 rauður chili pipar 75 ml rauðvínsedik 140 g púðursykur Skrælið laukinn og skerið niður. Tómatarnir eru því næst skornir niður og loks chili-piparinn. Setjið allt á pönnu og látið malla í 30-45 mínútur eða þar til þetta er orðið að fallegu mauki. Setjið í sótt- hreinsaða krukku og látið kólna. Geymist í allt að fjórar vikur í ísskáp. Æðislegt tómat-chutney 38090118 Það er lítið mál að skipta út kjötinu og búa til vegan borgara. Hér er eggaldin í lykilhlutverki og hummusið setur punktinn yfir i-ið. Tveir borgarar Ólífuolía 4 þykkar sneiðar af eggaldini ½ tsk. paprika ½ tsk. hvítlauksduft 2 tsk. oregano ½ tsk. salt ¼ tsk. pipar 2 hamborgarabrauð Salatblöð Rauðlaukur í sneiðum Tómatsneiðar Hummus Stráið salti yfir eggaldinsneiðarnar og látið standa í 30 mín. Þurrkið vel. Blandið saman í skál 2 msk. af olíu, paprikunni, hvítlauksduftinu, oregano, salti og pipar. Penslið allar hliðar á eggaldinsneiðunum. Steikið eggaldinsneiðar á pönnu eða grillið í 3-4 mín. á hvorri hlið. Hitið hamborgarabrauðin og setjið á neðri helminginn salatblöð og rauðlauk. Bætið einni sneið af egg- aldini og smyrjið hummus yfir eftir smekk. Setjið aðra eggaldinsneið yfir, nokkrar tómatsneiðar og að lokum hinn helming brauðsins. Eggaldinborgarar með hummus Tómat-chutney sem einfalt er að gera. VEGAN NAMMI FYRIR ÞIG OG BARNIÐ ÞITT GLÚTENFRÍTT ÁN GERVIEFNA ÁN LAKTÓSA www.vitta.is KYNNINGARBLAÐ 9 F Ö S T U DAG U R 1 2 . ja n úa r 2 0 1 8 VeGANúAR 1 2 -0 1 -2 0 1 8 0 4 :2 8 F B 0 5 6 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E B 9 -4 3 9 0 1 E B 9 -4 2 5 4 1 E B 9 -4 1 1 8 1 E B 9 -3 F D C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 5 6 s _ 1 1 _ 1 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.