Fréttablaðið - 12.01.2018, Page 33

Fréttablaðið - 12.01.2018, Page 33
Það er fljótlegt og auðvelt að elda réttina frá Hälsans Kök. MYNDIR/GARÐAR PÉTURSSON Með réttunum frá Hälsans Kök er auðvelt að gera vegan útgáfu af hefðbundnum mat. Undanfarin ár hafa græn-metisréttirnir frá Hälsans Kök notið mikilla vinsælda á Íslandi, en réttirnir eru prótein- ríkir, hitaeiningasnauðir og henta allri fjölskyldunni. Í Veganúar geta Hälsans Kök grænmetisréttirnir auðveldlega komið í stað ýmiss konar kjötrétta sem fólk þekkir og er vant. Hægt er að fá vegan hakk, grænmetisbollur, snitzel, borgara, pylsur og fleira. Falafel- bollurnar verða sífellt vinsælli og eru frábærar í pítur eða vefjur og naggarnir eru sívinsælir hjá yngri kynslóðinni. Réttirnir eru foreldaðir svo það tekur skamma stund að elda þá, en það er hægt að gera í ofni, á pönnu eða grilli. Þar sem allt er foreldað þarf ekki að hafa neinar áhyggjur af því hvort eitthvað sé enn hrátt eftir eldun. Réttirnir frá Hälsans Kök eru sérlega hentugar fyrir þá sem vilja taka þátt í Veganúar átakinu því þeir geta auðveldlega komið í stað kjötrétta sem allir þekkja, en henta um leið líka bæði grænmetisætum og þeim sem eru vegan. Allir rétt- irnir henta grænmetisætum og flestir henta líka þeim sem eru vegan, en þeir eru merktir sérstak- lega. Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í Veganúar en hafa áhyggjur af því að sakna kjötsins eða að þeir geti ekki eldað góða græn- metisrétti ættu að prófa réttina frá Hälsans Kök. Það er eilíf barátta að finna eitthvað í kvöldmatinn en með þessum réttum þarf ekki að finna upp á nýjum matseðli fyrir mánuðinn, heldur er hægt að gera hefðbundna matargerð vegan. Hér eru tvær góðar og einfaldar uppskriftir sem er vert að prófa. HÄLSANS KÖK FALAFEL BOLLUR Í HATTING PÍTUBRAUÐI Hatting pítubrauð ristað á grilli (í ofni eða brauðrist) Hälsans Kök Falafel bollur grill- aðar eða hitaðar í ofni ¼ paprika í sneiðum 4-5 gúrkusneiðar ½ tómatur saxaður í teninga ¼ rauðlaukur + ½ bakki af sveppum steiktum á pönnu Chimichurry sósa 1 handfylli af ferskum kóríander 3 hvítlauksrif 1 handfylli af ferskri steinselju ½ tsk. af pipar ½ tsk. af salti 1 tsk. chili flögur ¾ bolli af ólífuolíu ¼ bolli af rauðvínsedik Allt sett saman í matvinnsluvél í 15-20 sekúndur. Saxið grænmetið og deilið því í pítubrauðin ásamt falafel boll- unum og bragðbætið með chi- michurry sósunni. Notið u.þ.b. 4 bollur í hvert pítubrauð. VEGAN SPAGETTÍ BOLOGNESE (Spaghetti veganese) Fyrir 4–5 4 msk. ólífuolía 1 laukur 1 rauðlaukur 3-4 hvítlauksrif 2 gulrætur 1 msk. tómatpuré 1 poki / 300 g veganfars frá Häls- ans Kök 5 sólþurrkaðir tómatar, saxaðir 1½ dl rauðvín (má sleppa) 2 dl tómatmauk ½ -1 grænmetisteningur 1 tsk. timjan eða græn ítölsk kryddblanda Salt og pipar eftir smekk Basilíkublöð Vegan spagettí Aðferð Laukur og rauðlaukur saxað smátt. Gulrætur rifnar á grófu rifjárni. Hvítlaukur sneiddur þunnt. Sól- þurrkuðu tómatarnir saxaðir smátt. Allt steikt í ólífuolíunni þar til laukurinn hefur mýkst. Tómat- puré bætt út í og steikt áfram í 1-2 mínútur. Bætið veganfarsinu á pönnuna ásamt tómatmaukinu og eldið í 2–3 mínútur í viðbót. Hækkið hitann og bætið rauðvíni út í ef það er notað, annars sama magni af vatni og leyfið því að gufa upp. Spagettí eldað skv. leiðbeiningum á umbúðum og því síðan blandað saman við farsið á pönnunni. Skreytt með basilíkublöðum. Borið fram með fersku salati. Auðvelt að „veganvæða“ rétti sem allir þekkja Það er auðvelt að skipta kjötinu út í Veganúar með því að borða grænmetisréttina frá Hälsans Kök. Þeir geta auð- veldlega komið í staðinn fyrir kjötrétti sem allir þekkja og það er fljótlegt og auð- velt að elda þá. KYNNINGARBLAÐ 11 F Ö S T U DAG U R 1 2 . ja n úa r 2 0 1 8 VEGANúAR 1 2 -0 1 -2 0 1 8 0 4 :2 8 F B 0 5 6 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E B 9 -5 7 5 0 1 E B 9 -5 6 1 4 1 E B 9 -5 4 D 8 1 E B 9 -5 3 9 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 5 6 s _ 1 1 _ 1 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.