Fréttablaðið - 12.01.2018, Side 34

Fréttablaðið - 12.01.2018, Side 34
Á vefsíðunni heilsumamman.com er að finna fjölda spennandi upp- skrifta. Þar á meðal vegan rétti. Hráefni fyrir 4 1 msk. kókosolía 1 sæt kartafla 4 gulrætur 1 laukur 4 hvítlauksrif 3 þroskaðir tómatar ( má sleppa) 2 msk. kjúklingakraftur (eða græn- metiskraftur) 1 tsk. túrmerik 1 tsk. reykt paprika eða venjuleg paprika 1 tsk. cumin 1 lítri vatn salt og pipar Hitið kókosolíu í potti, bætið lauknum við og leyfið honum að malla í rólegheitunum við lágan hita. Bætið kryddunum á pönnuna ásamt hvítlauknum. Bætið vatninu út í ásamt kraft- inum. Bætið sætu kartöflunni og gulrót- unum saman við. Leyfið súpunni að malla í um 20 mín. þangað til grænmetið er orðið mjúkt. Maukið súpuna með töfrasprota. www.heilsumamman.com Sætkartöflusúpa Erlendar kannanir sýna að fólk sem er vegan á oft í erfiðleikum með að finna skyndibita. Þó fæðuframboð fyrir grænmetisætur og þá sem eru vegan hafi aukist mikið á síðustu árum er enn hægt að gera mikið til að bæta aðgengi að fljótlegum og góðum vegan mat fyrir fólk á ferðinni. Sífellt fleiri kjósa að gerast græn- metisætur eða vegan. Svo virðist sem það hafi orðið varanleg breyting á neysluháttum almennings. Um leið hefur eftirspurn eftir mat sem hentar þessum nýju neysluvenjum aukist, sem skapar ný tækifæri í veitingasölu. Þessi tækifæri virðast ekki hafa verið nýtt til fulls enn sem komið er. Þeir sem geta séð fyrir þörfinni fyrir vegan skyndibita eða annars konar vegan mat sem er þægilegur fyrir fólk á ferðinni geta því uppfyllt ríka þörf og búist við mikilli eftirspurn. Ekki bara frá þeim sem eru vegan eða græn- metisætur, heldur líka frá þeim sem vilja almennt minnka neyslu á kjöti og mjólk, þeim sem hafa mjólkuróþol, þeim sem vilja huga að heilsunni og síðast en ekki síst frá þeim sem finnst einfaldlega gott að fá sér vegan mat öðru hverju. Skortur á vegan skyndibita l að Brad Pitt, Beyoncé, Paul McCartney og Bill Clinton eru grænkerar? l að hugtakið vegan átti upphaf- lega við um grænmetisætur sem innbyrtu ekki mjólkurvörur en síðar átti það við um þá sem neyttu engra dýraafurða? l að orðið Vegan var þegar til í vísindaskáldsögum um íbúa úr sólkerfi plánetunnar Vega? l að orðið veganism er stafarugl úr setningunni „saving me“? l að í Tel Aviv eru yfir 400 veitinga- staðir fyrir grænkera? l að veganismi jókst um 350 pró- sent á árunum 2009 til 2016 í Bretlandi? l að veganismi er upprunninn í Indlandi til forna og að Indverjar eru 70 prósent af grænkerum heimsins? l að Albert Einstein og Leonardo da Vinci voru grænkerar. Einnig er talið að Adolf Hitler hafi verið grænkeri á seinni hluta ævinnar og er hann sagður hafa spáð fyrir um að framtíðarkynslóðir yrðu grænkerar. Vissir þú þetta um vegan? Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | Opið alla virka daga 10–19 | Laugardaga 11–15 | www.forlagid.is LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA BÆTT ÓNÆMISKERFI MINNI SYKURLÖNGUN FÆRRI AUKAKÍLÓ Fróðleikur um heilsu og mataræði settur fram á einfaldan og skýran hátt með fjölda uppskrifta Eftir Michael Mosley sem skrifaði 5:2 mataræðið og 8 vikna blóðsykurkúrinn „Ný nálgun sem mun breyta lífi þínu og gera þig hraustari, hamingjusamari og grennri.“ D A I LY M A I L 12 KYNNINGARBLAÐ 1 2 . jA N úA R 2 0 1 8 F Ö S T U DAG U RVeGANúAR 1 2 -0 1 -2 0 1 8 0 4 :2 8 F B 0 5 6 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E B 9 -5 C 4 0 1 E B 9 -5 B 0 4 1 E B 9 -5 9 C 8 1 E B 9 -5 8 8 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 0 5 6 s _ 1 1 _ 1 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.