Morgunblaðið - 26.08.2017, Page 2

Morgunblaðið - 26.08.2017, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 2017 Heildarlausnir Fyrir hótel, gistiheimili, dvalarheimili, veitingahús, veisluþjónustur, heilsugæslustofnanir o.fl. Sími 788-2070 / 787-2070 | hotelrekstur@hotelrekstur.is | hotelrekstur.is HOTELREKSTUR ALLT Á EINUM STAÐ Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. OR leitar upprunans  Sækja bætur, gefi matsgerð tilefni til Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Matsþolar vegna mygluskemmda í vesturhúsi höfuðstöðva Orkuveit- unnar að Bæjarhálsi verða um tíu talsins, en reynt verður að meta hvort um sé að kenna hönnun húss- ins, hvort það hafi ekki verið byggt líkt og hönnun þess sagði til um og/ eða hvort eftirlit með framkvæmd- um hafi brostið. Dómkvaddur matsmaður mun meta tjónið og stendur nú yfir val á óháðum matsmanni sem allir aðilar una við. Þrjár tillögur voru niðurstaða sér- fræðinga um viðgerðir á húsinu, en ekki nægir að gera við austurhlið vesturhússins sem er áveðurs, held- ur verður að gera við allar hliðar þess. Í fyrsta lagi var lagt til að gera við núverandi veggi, fyrir mest 1.500 milljónir króna, í öðru lagi að reisa nýja veggi með álgluggakerfi, sam- bærilegu því sem í upphafi var, fyrir um 2.880 milljónir króna eða reisa hefðbundna veggi úr stáli og timbri, fyrir um 2.380 milljónir króna. Ódýrasta tillagan er að sniðin verði „regnkápa“ utan á húsið úr gleri, en sú aðgerð myndi kosta 1.740 milljónir króna og jafngildir sú upp- hæð kostnaði við byggingu á nýju 4.350 fermetra skrifstofuhúsnæði. Þá er einnig möguleiki að rífa húsið og byggja nýtt á grunni þess gamla, koma starfseminni fyrir í nýju hús- næði á lóðinni eða koma starfseminni fyrir í einu af eldri húsum OR. Óhefðbundið eignarhald Húsið, sem var byggt árið 2003, var selt fasteignafélaginu Fossi árið 2013, en fasteignafélagið er að meiri- hluta í eigu lífeyrissjóða. Aðspurður segir Sveinn Hreinsson, fram- kvæmdastjóri Foss, að félagið beri engan kostnað í málinu. Í leigusamn- ingi sem félagið gerði við Orkuveit- una í kjölfar kaupanna segi að Orku- veitan annist viðhald hússins og endurbætur á því á leigutíma. „Eignarhaldið er auðvitað nokkuð óhefðbundið. Það kemur fram í samningum að Orkuveitan eigi kaup- rétt á húsinu eftir tíu ár og aftur eftir tuttugu ár og það er búið að semja um kaupverðið fyrirfram,“ segir Sveinn, en kaupverðið er miðað við vísitölu neysluverðs. Leiga OR tekur m.a. mið af viðhalds- og endurbóta- skyldum vegna hússins. „Það er afstaða stjórnarinnar að kostnaður af endurbótum á húsnæð- inu sé Orkuveitunnar. Samkvæmt leigusamningum bera þeir ábyrgð á þessu,“ segir Sveinn. Raki sat fastur í steypunni Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, tekur í sama streng og segir leigu- samninginn skýran um að áhættan liggi hjá OR. Spurður hvort búast megi við bótamáli svarar Bjarni að reynt verði að ná samningum fyrst, verði talin ástæða til málsóknar. Ef matsgerðin bendi til þess að ástæðan sé hönnun hússins, röng byggingaraðferð miðað við hönnun eða að eftirliti hafi verið áfátt, þá verði málsókn skoðuð. „Eðli málsins samkvæmt heldur Orkuveitan til haga öllum sínum rétti. Hver hann kann að vera vitum við svo ekki,“ segir Bjarni. Spurður um lekann sjálfan segir Bjarni að vandinn í vesturhúsinu fel- ist í því að vatn safnist fyrir í of mikl- um mæli í steypuvirkinu. „Eftir því sem ég best veit, þá er varla hægt að byggja hús þannig að það fari aldrei raki inn í vegg. Ef rétt er byggt, þá á hann að gufa aftur út þegar slotar. Í þessu tilviki er eins og hann hafi lent í gildru og hann kemst ekkert út aft- ur,“ segir hann og nefnir einnig að veðurálag á húsið sé oft mikið. Aðspurður segir Bjarni ómögu- legt að segja til um hvaða úrbóta- tillaga verði valin eða hvenær. „Stjórnin var algjörlega sammála um að hrapa ekki að neinu. Það þarf að skoða alla þessa kosti betur og greina þá dýpra. Það þarf líka að skoða mikið fleiri kosti sem við vitum ekki ennþá hverjir væru, að leyfa hugmyndafluginu svolítið að vinna,“ segir hann. Meira máli skipti „að leika rétt heldur en að leika hratt“. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Mygla Fyrst varð vart við myglu- skemmdirnar haustið 2015. Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrun@mbl.is „Er virkilega eitthvað afgangs til að henda í þessu landi, hugsaði ég með mér þegar ég sá fötu fulla af rusli. Það var ekkert til að henda í Norð- ur-Kóreu,“ sagði hin 23 ára Yeonmi Park sem flúði ásamt móður sinni frá Norður-Kóreu til Kína þar sem þær voru seldar í vændi, en þá var Park 13 ára. Hún hélt fyrirlestur í yfirfullum hátíðasal Háskóla Íslands í gær. Eftir að hafa séð rusl, tók Park ákvörðun um að vera í Kína. Hungr- ið var að bera hana ofurliði. Fyrst hægt var að henda einhverju, hlytu þær að geta fengið að borða. Park sagði erfitt að lýsa Norður- Kóreu og að við gætum verið þakk- lát fyrir okkar ráðamenn í staðinn fyrir leiðtoga Norður-Kóreu. Þeir teldu íbúum landsins trú um að þeir gætu lesið hugsanir, þeir hefðu út- sendara á hverju strái og að útlend- ingar væru óvinir landsins. Hún sagði að fólki væri jafnframt talin trú um að landið væri það besta í heimi. „Við höfðum ekkert net og bara eina sjónvarpsstöð. Ég var svo hissa þegar ég komst að því hvað væri til mikið af tímaritum. Við höfð- um bara eitt dagblað sem sagði okk- ur hvað allt væri frábært í landinu.“ Skorin upp án deyfingar Skömmu áður en mæðgurnar flúðu lá Park á sjúkrahúsi. Hún var talin vera með botnlangabólgu en í ljós kom að um sýkingu var að ræða. Hún var engu að síður skorin upp án deyfingar. Park sagði sjúkrahúsin í Norður- Kóreu frábrugðin því sem þekktist á Vesturlöndum. Þar væru engin tæki til að greina sjúkdóma. „Læknarnir snerta mann með höndunum og segja hvað sé að. Læknir sagði mér að ég væri með botnlangabólgu og opnaði á mér kviðinn án verkjalyfja. Á spítalanum voru allir sprautaðir með sömu nálinni. Í Norður-Kóreu deyr fólk ekki úr krabbameini eða hjartasjúkdómum, það deyr áður úr sýkingum.“ Hún sá stafla af líkum sem sjúkrahúsið hafði losað sig við. „Rotturnar átu fólkið og af því við vorum svo svöng þá átum við rott- urnar. Ég hugsaði: ef ég flý ekki þá dey ég.“ Hvað er að vera manneskja Park átti erfitt með að átta sig á hvernig ætti að vera manneskja þeg- ar hún kom svo til Suður-Kóreu. Hún kunni það varla. Hún hafði aldrei mátt hafa sínar eigin skoð- anir. Hún hafði aldrei haft val eða þurft að taka ákvarðanir. „Lífið í Suður-Kóreu varð erfitt. Fólk spurði mig til dæmis um uppáhaldslitinn minn og ég skildi ekki af hverju skipti máli hvað mér fannst. Í Norð- ur-Kóreu var mér sagt að uppá- haldsliturinn minn væri rauður. Lit- ur byltingar og verkalýðsins. Svo þurfti ég allt í einu að fara að velja og bera ábyrgð á því sem ég valdi.“ Árið 2015 kom út bókin Með lífið að veði, þar sem Park segir frá lífinu í Norður-Kóreu, flóttanum til Kína og lífinu sem tók við. Bókin kom út á íslensku í vor. Rottur átu fólk og fólkið át rotturnar í N-Kóreu Morgunblaðið/Hanna  Yeonmi Park sem flúði hélt fyrirlestur fyrir fullu húsi Yeonmi Park Margir heilsuðu upp á hana eftir fyrirlesturinn í gær og sumir voru með eintak af bók hennar og fengu áritun frá henni. Hún sagði að erfitt væri að lýsa aðstæðum í Norður-Kóreu fyrir þeim sem ekki þekktu til. Lögreglan og fleiri hafa til rann- sóknar andlát manns á þrítugsaldri sem svipti sig lífi á geðdeild Land- spítalans síðastliðinn fimmtudag. Í samtali við mbl.is kveðst Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, aðeins geta upplýst að lögregla hafi mál þetta til rannsóknar. Stjórnend- ur Landspítalans munu ekki tjá sig um málið að svo stöddu. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins er starfsfólki sjúkrahússins mjög brugðið vegna þessa atviks. Hefur verið fundað með því og and- legur stuðningur er veittur eftir at- vikum og þörf hvers og eins starfs- manns. Ítarleg innanhússrannsókn á atvikinu og málavöxtum verður gerð. Þá hefur spítalinn þegar tilkynnt málið formlega til Embættis land- læknis, sem hefur lögum samkvæmt eftirlit með allri heilbrigðisþjónustu í landinu. Fyrir aðeins um tveimur vikum svipti annar ungur maður sig lífi á geðdeild Landspítalans. Það mál kallaði á mikla umræðu úti í sam- félaginu og þá kom fram í yfirlýsingu frá Landspítalanum að af hálfu stofnunarinnar yrði allt viðvíkjandi því andláti greint ítarlega. sbs@mbl.is Svipti sig lífi á geðdeild  Rannsókn er hafin  Starfsfólki veittur stuðningur Morgunblaðið/Kristinn Landspítalinn Sjálfsvíg ungs manns á geðdeildinni er til rannsóknar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.