Morgunblaðið - 26.08.2017, Síða 6
Morgunblaðið/Eggert
Afplánun Úr Hegningarhúsinu.
Dómsmálaráðuneytið birti fyrr í
þessum mánuði yfirlit yfir brot
þeirra 32 sem hlotið hafa uppreist
æru. Fjórir þeirra sem hlutu upp-
reist æru voru dæmdir til fangels-
isvistar undir einu ári, 14 dómar
voru eins til tveggja ára langir en
aðrir lengri.
Flestir voru dæmdir fyrir skjala-
fals eða auðgunarbrot. Fíkniefna-
eða ofbeldisbrot voru einnig nokkuð
áberandi og hlutu samtals níu þeirra
sem eru á listanum dóma fyrir slík
brot eða íkveikjur, en tveir voru
dæmdir fyrir það síðastnefnda. Þá
hafa sex nauðgarar fengið uppreist
æru og þrír morðingjar.
Níðst á manni eftir afplánun
„Sko, það er eitt að vera dæmdur
án sannana, það er mjög alvarlegt og
ég er ekki að hanga á því vegna þess
að það hentar mér. Málið er að það
er enn verið, þegar þú ert búinn að
sitja af þér og búinn með allt saman,
þá er enn verið að níðast á þér,“ seg-
ir maðurinn sem nauðgaði stjúpdótt-
ur sinni nær daglega frá því að hún
var fimm ára þar til hún var tæplega
18 ára gömul. Í dóminum yfir mann-
inum kemur fram að hann hafi neit-
að allri sök. Hann er einn fjögurra
barnaníðinga sem hlotið hafa upp-
reist æru síðan 1995.
Breytingar á reglum í vændum
Sigríður Andersen dómsmála-
ráðherra sagði að unnið væri að
breytingu á lögum um uppreist æru.
Fyrr í mánuðinum kynnti hún rík-
isstjórninni vinnu við frumvarp í
ráðuneytinu þar sem stefnt er að því
að ekki verði lengur í boði að veita
uppreist æru. „Þetta verður á þing-
málaskránni í haust, fyrir áramót,“
sagði Sigríður.
johann@mbl.is ash@mbl.is
Þessir hafa
fengið upp-
reist æru
Þrír morðingjar og
fjórir barnaníðingar
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 2017
• Bindivír 1 mm U hankir og rúllur 1.4 mm
• Fjarlægðarstjörnur og steinar 20-50 mm
• Plastlistar á undirslegnar plötur, einnig harðir
• U listar á ull eða plasteinangrun
• Járnstólalengjur, sterkir og góðir stólar frá 50 mm
• Mótarör og kónar 10–50 mm
• Öryggishlífar á kambstál,
listar og sveppir
Járnabakkar
Járnabindingavörur
Erum með á lager
allar helstu gerðir af járnabökkum
Vír og lykkjur ehf
www.viroglykkjur.is - viroglykkjur@internet.is
772-3200/692-8027
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Við erum núna að ræða við verk-
taka um mögulegar leiðir til að skera
niður kostnað,“ segir Pétur Þór Jón-
asson, framkvæmdastjóri Eyþings,
sambands sveitarfélaga í Eyjafirði
og Þingeyjarsýslum.
Erfiðlega hefur gengið að reka
almenningssamgöngur á svæðinu og
nú er komið að þolmörkum, að mati
Péturs Þórs. Eyþing rekur tvær
strætóleiðir innan landshlutans sam-
kvæmt samningi við Vegagerðina og
leiðirnar milli Akureyrar og Egils-
staða og Akureyrar og Reykjavíkur í
samstarfi við aðra.
„Þessi akstur hefur engan veg-
inn staðið undir sér og upphafleg
áætlun hefur ekki gengið eftir að
nokkru leyti. Vegagerðin greiðir
framlag til okkar og síðan erum við
með samning við verktaka um
ákveðinn akstur. Sá samningur var
gerður á grundvelli upphaflegra
áætlana sem ekki standast,“ segir
Pétur
Samningurinn hljóðar upp á
ákveðið framlag frá Vegagerðinni en
það ásamt tekjum af farþegum átti
að standa undir rekstrinum. Það
hefur ekki gengið eftir og mikið tap
hefur verið af akstrinum frá upphafi.
„Í samningnum höfðum við
svigrúm til að skera niður í akstri
um 25 prósent. Það er löngu búið að
gera það en hefur ekki dugað til.
Meiri niðurskurður en það getur
skapað bótaskyldu gagnvart verk-
taka og það er það sem við erum að
ræða núna,“ segir Pétur.
Til að halda akstrinum gang-
andi hefur Vegagerðin lagt auka-
fjármagn í reksturinn. „Vegagerðin
hefur hlaupið undir bagga þannig að
við lentum ekki í greiðsluþroti gagn-
vart verktakanum . Nú eru þeir
farnir að ókyrrast því þetta er ekki
að ganga upp. Aksturskostnaður er
að hækka og samdráttur hefur verið
í notkun.“
Uppsafnað tap frá 2014 var 49
milljónir króna um síðustu áramót,
að sögn Péturs. „Við höfum tilkynnt
Vegagerðinni og ráðuneytinu um að-
gerðir og bíðum svara. Við getum
ekkert gert fyrr en við fáum svör.“
„Þessi akstur hefur engan
veginn staðið undir sér“
Morgunblaðið/Ómar
Akstur Rekstur strætisvagna hefur
gengið erfiðlega hjá Eyþingi.
Uppsafnað tap
49 milljónir króna
Axel Helgi Ívarsson
axel@mbl.is
Til eru meðferðir til endurvaxtar á
hári eftir hárlos, sem virka og hefur
meðferð Harklinikken sýnt það, seg-
ir dr. Panos Vasiloudes.
Hann er læknir og hefur starfs-
réttindi í bæði húð- og barnalækn-
ingum auk þess að vera lækninga-
forstjóri danska fyrirtækisins
Harklinikken og mun flytja erindi í
Heilsumiðstöðinni Ármúla 9 í dag.
Erindi hans fjallar um endurvöxt
á hári og hvort slíkt sé yfirhöfuð
mögulegt. Er fyrirlesturinn hluti af
fræðsludegi Heilsumiðstöðvarinnar í
Ármúla samhliða því að nýtt fyrir-
tæki, Harklinikken, er að hefja starf-
semi á Íslandi. Fræðsludagurinn
hefst klukkan 11:30.
Unnið markvisst í yfir 20 ár
„Lars Skjoth, stofnandi Har-
klinikken, hefur unnið af kostgæfni í
yfir 20 ár við að þróa meðferð við
hárlosi, sem hann hefur svo fínpúss-
að í gegnum árin,“ segir Vasiloudes í
samtali við blaðamann Morgun-
blaðsins.
Vasiloudes komst í kynni við Lars
eftir að hafa farið um Bandaríkin og
Evrópu til þess að sækja vísindaráð-
stefnur um hárlos. „Ég man að það
var í marsmánuði árið 2008,“ segir
Vasiloudes og heldur áfram, „ég
eyddi þremur dögum á klíníkinni
hans og hitti þar fólk með afar fjöl-
breyttan bakgrunn og á ýmsum
aldri. Eftir þrjá daga með Lars á
klínikinni og eftir að hafa talað við
sjúklingana hans, metið þá sjálfur og
litið á myndir teknar fyrir og eftir
meðhöndlun, áttaði ég mig á því að
meðferðin, sem Harklinikken bauð
upp á, hafði eitthvað mjög sérstakt
til að bera.“
„Eftir að hafa fylgt Harklinikken í
níu og hálft ár um allan heim og með-
höndlað fólk, t.d. í Dúbaí, Los Angel-
es, New York og Kaupmannahöfn,
og borið saman ef fólk var t.d. með
einhver ofnæmisviðbrögð, sýkingu í
hári eða önnur vandamál, þá get ég
sagt með fullri vissu að nánast allir
þola þessa meðferð. Öryggi hennar
er 100% og ég hef ekki séð neinar út-
breiddar eða staðbundnar aukaverk-
anir.“
Helstu innihaldsefni þeirra vara,
sem notuð eru í meðferð Harklinikk-
en, koma frá Evrópu. Efnin eru unn-
in úr plöntum og er blandað saman
við mjólk. Út því verður vökvi, sem
nuddað er í hársvörðinn. Þessi vökvi
er lagaður að þörfum hvers og eins
enda er hársvörður fólks mismun-
andi, t.d. getur hann verið þurr eða
olíukenndur. „Það er ekki til ein
lausn sem virkar fyrir alla,“ segir
Vasiloudes.
Konur í meirihluta
Á hverju kvöldi er þessi vökvi bor-
inn á þau svæði þar sem hárlos hefur
gert vart við sig og hárið síðan þveg-
ið með sjampói Harklinikken hvern
morgun eftir áburð. Kostnaður við
slíka meðferð er tæpir 90 dollarar á
mánuði, eða því sem nemur tæplega
9.500 íslenskum krónum.
Vasiloudes segir að meirihluti
þeirra sem leita til Harklinikken í
meðferð við hárlosi séu konur. Á það
sérstaklega við konur, sem hafa farið
í meðferð vegna veikinda, við tíða-
hvörf eða vegna ýmiskonar horm-
ónabreytinga. „Það tekur oft mikið á
fyrir fólk að missa hárið vegna t.d.
læknisfræðilegra eða erfðafræði-
legra ástæðna.“
Vasiloudes sýnir blaðamanni
myndir af fólki í meðferð. Meðal
þeirra eru myndir af fólki við upphaf
meðferðar og aðrar myndir sem sýna
það að nokkrum mánuðum liðnum.
„Fyrstu merki um árangur sjást eftir
um þrjá mánuði og verulegur árangur
sést eftir um níu mánuði,“ segir Vasi-
loudes er blaðamaður spyr hann frek-
ar úti í myndirnar af hármeðferðinni.
„Meðferðin hefur breytt lífi fólks til
hins betra,“ bætir hann við að lokum.
Hefur þróað meðferð til að
láta hár vaxa að nýju
Danska fyrirtækið Harklinikken hefur þróað meðferð við hárlosi í rúm 20 ár
Morgunblaðið/Hanna
Læknir Dr. Panos Vasiloudes er hér á landi til þess að flytja erindi um end-
urvöxt á hári eftir hárlos. Hann segir endurvöxt á hári vera vel mögulegan.
Fyrirtækið,
Harklin-
ikken, sem
á íslensku
gæti út-
lagst
„Hárklín-
íkin“, er
danskt að
uppruna og
er stofnað
af Lars Skjoth. Hann gerði
uppgötvun árið 1994 sem
gerði honum kleift að þróa ár-
angursríka meðferð við hár-
missi. Síðan þá hafa yfir
120.000 einstaklingar fengið
virka og árangursríka meðferð
og nú rekur Harklinikken nú
meðferðarmiðstöðvar víðs-
vegar um heiminn, t.d. í
Bandaríkjunum, Þýskalandi,
og í Sameinuðu arabísku
furstadæmunum.
Ísland bætist nú í hópinn en
í dag hefst starfsemi Harklin-
ikken í Heilsumiðstöðinni í Ár-
múla. Ástæða þess að fyr-
irtækið hefur starfsemi á
Íslandi er meðal sá áhugi sem
Lars Skjoth, stofnandi Harkl-
inikken, hefur á landinu, þó
markaðurinn hér sé óneit-
anlega minni en í þeim lönd-
um sem fyrirtækið starfar nú
þegar í.
Starfar víða
um heim
DANSKT FYRIRTÆKI
Lars Skjoth