Morgunblaðið - 26.08.2017, Side 13
Ljósmynd/Kristín Heiða
Blómalindin Gott er að sitja úti á palli þegar sólin skín. Pabbi Bogu ætlar að sjá um að klæða húsið að utan.
á horni, til að sanna að hægt væri að
starta þeim rekstri sem ég var með í
huga. Þar var ég með súpu með hrá-
efni beint úr héraði, sýningarsvæði
fyrir list og handverk og bauð gest-
um að þvo þvott og þurrka í þvotta-
vélinni. Þar var ég út árið 2015 en þá
pakkaði ég saman og fór aftur í
blómasöluskúrinn minn, en núna hef
ég stækkað og breytt. Ég keypti
tvær gámaeiningar til að bæta við
plássið og sótti þær alla leið í Köldu-
kinn í Holta og Landsveit,“ segir
Boga sem fékk pabba sinn til að
hjálpa sér í framkvæmdunum.
„Karl faðir minn er húsasmíða-
meistari og hann hefur verið á fullu
hérna hjá mér, þetta var alveg hrátt
og margt sem þurfti að laga, til
dæmis þurfti að hækka þakið. Þetta
hefur verið linnulaus vinna í þrjá
mánuði og ég einangraði þetta allt
sjálf, bæði veggi og gólf, svo ég geti
haft þetta opið í vetur, við notuðum
til þess efnið sem við fengum úr
milliveggjunum sem við tókum nið-
ur.“
Pabbi sleppti mér ekki lausri
hér innandyra í framkvæmdir
Í Blómalindinni er einstaklega
notalegt andrúmsloft, þar eru gamlir
hlutir og endurnýting í hávegum
höfð. Gamalt vagnhjól ber með sér
anda liðins tíma, en það kemur frá
föðurömmu og afa hennar, Þóri og
Þóreyju. „Gömlu mjólkurbrúsana,
balana og hjólkoppana sem eru hér
fyrir utan, hef ég ýmist fundið sjálf
eða fólk gaukað þeim að mér. Striga-
pokarnir sem ég nota í stað borð-
dúka koma utan af kaffibaunum frá
Kaffi tári. Flest hér inni er eitthvað
sem aðrir hafa ætlað að henda. Borð-
in og stólarnir eru til dæmis frá
Dalakoti, þeir áttu að fara í ruslið
þar. Stóru stoðirnar hér inni eru úr
gamalli hlöðu í Knarrarhöfn sem var
hrunin, og bárujárnið framan á af-
greiðsluborðinu og í loftinu er stór-
merkilegt, þetta er fyrsta járnið sem
fór á Hvammskirkju hér inni í Döl-
um. Þetta er því háheilagt og kross-
vígt bárujárn. Faðir kærastans míns
hafði hirt þetta járn á sínum tíma og
bunkað það upp í geymslu. Þetta var
blýþungt og erfitt að koma þessu
upp,“ segir Boga og bætir við að þeg-
ar hún hafi ætlað að sjá sjálf um
grófsmíðina inni í Blómalindinni hafi
pabba hennar ekkert litist á blikuna.
„Enda er hann mikill milli-
metramaður. Hann sagðist ekki
sleppa mér lausri hér innandyra í
framkvæmdir, svo hann sá um allt
hér innanstokks en reyndi að upp-
fylla óskir mínar og ég var handlang-
ari hjá honum,“ segir Boga og bætir
við að pabbi hennar ætli líka að sjá
um að setja utanhúsklæðningu á
Blómalindina, enda er það vanda-
verk og til stendur að ljúka því verki
í haust.
Bogu er margt til lista lagt, hún
starfar yfir vetrartímann sem fé-
lagsliði og á líka nokkrar kindur, á
bænum Hvammi í Hvammssveit þar
sem kærastinn hennar er með þá
jörð á leigu eftir foreldra sína.
Facebook: Blómalindin kaffi-
hornið.
Ljósmynd/Kristín Heiða
Endurnýting Strigapokar utan af kaffibaunum eru í stað borðdúka.
DAGLEGT LÍF 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 2017
Kryddin frá okkur eru ómissandi
í matreiðsluna hjá ykkur
POTTAGALDRAR
VIÐ GRILLIÐ
Í ALLT SUMAR
Fjölmargt skemmtilegt er um
að vera á Akureyrarvöku sem
er nú um helgina í höfuðstað
Norðurlands. Eitt af því sem
vert er að vekja athygli á er
listasýning sem heitir Fólkið í
bænum sem ég bý í. Í tilkynn-
ingu kemur fram að þetta sé
óvenjuleg og spennandi lista-
sýning sem samanstandi af
átta listrænum ör-heimildar-
myndum, en í hverri mynd
verður sjónum beint að einum
einstaklingi í bænum (Akur-
eyri).
Einstaklingarnir átta eru
fjórar konur og fjórir karlar, á
ólíkum aldri og með ólíkan
bakgrunn, en sameiginlegi
flöturinn er búseta þeirra á
Akureyri. Jafnframt verða
munir úr eigu þeirra og fleira
til sýnis ásamt ljósmyndum
eftir Daníel Starrason.
Sýningin var opnuð í gær
en verður opin alla helgina á
Ráðhústorgi 7, gengið er inn
um rauðar dyr.
Örheimildarmyndir á Akureyrarvöku
Myndir Í hverri heimildarmynd verður sjónum
beint að einum einstaklingi sem býr á Akureyri.
4 karlar og 4 konur á ólíkum
aldri með ólíkan bakgrunn
Guðjón Friðriksson sagnfræðingur er
manna fróðastur um höfuðstaðinn
okkar en hann hefur í sumar gengið
með þeim sem áhuga hafa tvisvar í
mánuði um hafnarsvæði Reykjavíkur.
Tilefnið er að í haust, 16. nóvember
verða liðin 100 ár frá því að Gamla
höfnin í Reykjavík var tekin formlega
í notkun. Í tilefni af þessum merka
áfanga hafa Faxaflóahafnir sf. boðið
almenningi upp á þessar gönguferðir
um hafnarsvæðið undir leiðsögn
Guðjóns. Síðasta gangan verður á
morgun, sunnudag 27. ágúst, kl.
14.00-15.30, og um að gera fyrir þá
sem vilja njóta frásagnarlistar Guð-
jóns og fróðleiks að skella sér.
Gönguferðin byrjar við myndasýn-
inguna á Miðbakka, síðan er haldið í
vesturátt og endað úti á Granda.
Endilega …
Morgunblaðið/Ómar
Við höfnina Guðjón Friðriksson sagnfræðingur er fróður maður.
… gangið með Guðjóni um
Reykjavíkurhöfn á morgun