Morgunblaðið - 26.08.2017, Síða 14

Morgunblaðið - 26.08.2017, Síða 14
mjög dýr verk- efni en hótel eru eins og önnur vara. Ef verðið er mjög hátt fer eft- irspurnin í aðra flokka: Airbnb, heimagistingu, eða að ferðamenn gisti í tjöldum, bílum og þess háttar. Markað- urinn mun finna hagstæðari lausnir. Við vitum það og höfum skoðað að það er verið að byggja hagkvæmari hótel um allan heim. Það þarf að leita meira að stöðluðum lausnum. Víða eru byggð vönduð en ódýr hótel. Það er hægt að flytja inn megnið af hóteli í einingum og raða saman en samt að bjóða mikil gæði.“ Helgi segir aðspurður að margir hafi ætlað að sækja skyndigróða í BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Stjórnendur stóru fasteignafélag- anna þriggja segja breytta stöðu í ferðaþjónustunni munu hægja á uppbyggingu hótela. Mörg fyrirhug- uð verkefni séu enda ekki raunhæf miðað við stöðuna á markaðnum. Eins og komið hefur fram í Morgunblaðinu hafa fyrirtæki og fjárfestar áformað yfir 50 hótel á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt öruggum heimildum Morgunblaðs- ins hafa fjárfestar endurmetið áform um nokkur hótelverkefni. Til dæmis var stórt verkefni sett á ís. Helgi S. Gunnarsson, forstjóri fasteignafélagsins Regins, segir mikinn skort á hótelum í Reykjavík. Ný hótel þurfi hins vegar að bjóða hagstæðari gistingu. „Markaðurinn er að mínu mati yfirverðlagður. Hótel eru yfirverð- lögð og mörg verkefnin sem eru í gangi eru alltof dýr. Fyrir vikið eru hótelherbergi of dýr miðað við mark- aðinn. Skandinavía er að koma sterk inn í ferðaþjónustuna sem heild. Við höfum gert samanburð á verði og framboði milli höfuðborga á Norður- löndum. Þar skörum við fram úr í fjölgun ferðamanna en líka hvað varðar verð. Meðalverð er alltof hátt. Auðvitað hefur gengið áhrif. Við telj- um að markaðurinn muni leita jafn- vægis. Það þurfa að vera fleiri val- kostir,“ segir Helgi. Þörf á ódýrari byggingum Hann segir að leita þurfi leiða til að hagræða við uppbyggingu hótela. Þá séu tækifæri í hótelrekstri utan miðborgarinnar í Reykjavík og í nágrannasveitarfélögum. „Það þarf að reisa ódýrari bygg- ingar og vanda undirbúning og fram- kvæmdir mikið betur. Þegar hótel- verkefni eru unnin með miklum hraða á dýrum lóðum í miðbæ Reykjavíkur verða herbergin dýr. Lóðaverð er í hámarki og bygging- arkostnaður verður hár vegna þenslu og erfiðra aðstæðna. Verk- efnin eru gjarnan lítil og niðurstaðan er að hótelin verða mjög dýr. Þegar kostnaður við hótelherbergið er far- inn að nálgast 30 milljónir, eða er jafnvel meiri, þarf leigan að vera há og þ.a.l. útleigan á herbergjum.“ Eftirspurnin leitar annað Helgi segir aðspurður að þessi staða kalli á aðlögun á markaðnum. „Aðlögunin felst í því að það slakn- ar á spennunni. Fjölmargir ætluðu að fara að byggja hótel og hagnast vel. Þetta eru í flestum tilvikum þróun greinarinnar. Vöxturinn hefur verið gríðarlegur. Við eigum von á að vöxtur haldi áfram,“ segir Helgi. Hann segir um 12% af eignasafni félagsins bundin í fjórum hótelum. Guðjón Auðunsson, forstjóri Reita, segir aðspurður að borið hafi á áhættusækni á hótelmarkaðnum. „Við höfum verið íhaldssamir í okkar nálgun á fjárfestingar í þess- um geira. Við horfum auðvitað til ákveðinna verkefna og undrum okk- ur dálítið á því hvað menn eru bratt- ir. Við höfum ekki tekið þátt í kapp- hlaupi um kaup á lóðum eða þátttöku í stórum hótelverkefnum. Við höfum gengið hægt um gleðinnar dyr. Við höfum sett okkur ákveðið við- mið um hvað hótel eiga að vera stór hluti af okkar eignasafni. Þau eru nú í kringum 17% af safninu. Auðvitað höfum við áhuga á að eignasafnið stækki og þá fylgir þetta hlutfall með. Það er útlit fyrir að hótelum fjölgi eitthvað í okkar eignasafni. Það fer þó að öllum líkindum ekki út fyrir þessi hlutföll. Við höfum bæði verið að kaupa og selja hótel.“ Geta byggt íbúðir í staðinn Með því vísar Guðjón til þess að Reitir keyptu Hótel Borg og Hótel Öldu en seldu hlut sinn í Hótel Plaza og Hótel Reykjavík Centrum. Guðjón rifjar upp að Reitir hafi lýst áhuga á að breyta Laugavegi 176 í hótel. „Við höldum áfram á þeirri vegferð en ef eitthvað breytist í umhverfi okkar er ekkert því til fyrirstöðu að horfa í átt til uppbygg- ingar íbúða á þeirri lóð frekar en hótelbyggingar. Það er valkostur sem við höfum enn opinn.“ Eik fasteignafélag á og leigir fast- eignir sem hýsa Hótel Marína, Hótel Þingholtsstræti og City Center hót- el. Jafnframt á félagið Hótel 1919, en hótelkeðjan Rezidor (Radisson) rek- ur hótelið fyrir fasteignafélagið Eik. Minni kaupmáttur ferðamanna Garðar Hannes Friðjónsson, for- stjóri Eikar, segir styrkingu krón- unnar í byrjun sumars hafa kælt fjárfestingu í nýjum hótelum. „Mikil styrking krónunnar á fyrri hluta þessa árs, með minni kaup- mætti erlendra ferðamanna, olli klárlega kælingu í uppbyggingu ferðatengdrar þjónustu, þ.m.t. hót- ela. Fjármögnunaraðilar hafa að minnsta kosti orðið varkárari. Það munu verða sveiflur í ferðamanna- geiranum og það er nauðsynlegt að farið sé með gát í fjárfestingar til að koma í veg fyrir offjárfestingar. Þrátt fyrir þessa kælingu hefur fé- lagið mikla trú á ferðaþjónustunni, einkum ef horft er til lengri tíma,“ segir Garðar Hannes. Hótelmarkaðurinn er að kólna  Forstjóri Regins segir hótelmarkaðinn „yfirverðlagðan“  Byggja þurfi ódýrari hótel og lækka verð  Forstjóri Reita undrast hvað fjárfestar hafi verið brattir  Forstjóri Eikar segir menn orðna varkára Morgunblaðið/Hanna Við Hörpuna Grunnur lagður að Marriott-hóteli í Reykjavík. Styrking krónunnar hefur áhrif á hótelmarkaðinn. uppbyggingu hótela. „Það einkennir Íslendinga að allir ætla að verða rík- ir á morgun. Það þarf að horfa á svona verkefni sem langtímaverk- efni, sem borga sig upp á áratugum en ekki mánuðum.“ Helgi segir ákveðna örvæntingu hafa gripið um sig á markaðnum í vor. Þá hafi umræðan verið á þann veg „að ferðaþjónustan væri að fara til fjandans“. „Umræðan á Íslandi sveiflast öfga á milli. Ferðaþjónust- an á Íslandi er ekki að fara til fjand- ans. Við hjá Regin erum bjartsýn á 14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 2017 SÍÐUMÚLA 9 · SÍMI 530 2900LÁGMÚLA 8 · SÍMI 530 2800 FYRIR HEIMILIN Í LANDINU SPARIDAGARfyrir heimilin í landinu SPARIDAGARfyrir heimilin í landinu LOKADA GAR Sérfræðingur á hótelmarkaði sem ræddi við Morgunblaðið í skjóli nafnleyndar sagði mörg hótelverk- efni mundu stranda á því að ekki fengist fjármögnun til fram- kvæmda. „Sá sem fer í banka og óskar nú eftir milljarða fjármögnun í hótel- byggingu mun ekki fá góð viðbrögð. Bankarnir eru búnir að missa móð- inn. Þeir meta stöðuna þannig að þeirra áhætta í þessum geira sé komin upp í topp. Sú afstaða getur haft sjálfstæð áhrif á hraðann í uppbyggingu hótela,“ sagði um- ræddur heimildarmaður. Hann benti svo á að bankarnir hefðu jafnframt til dæmis fjár- magnað hvalaskoðunarskip, hóp- ferðabíla og hellaskoðun. Öllum slíkum lánveitingum fylgi áhætta. Sérfræðingur hjá fjármálafyrir- tæki sagði að vegna breyttrar stöðu gætu dýrari hótelverkefni á jöðrum höfuðborgarsvæðisins átt erfitt uppdráttar. Það sama gildi um jaðarsvæði á landsbyggðinni. „Það hefur margt breyst og greinin hefur talað um það sjálf á síðustu mánuðum að forsendur séu breyttar. Að fjölgun ferðamanna sé hægari en áður. Það er eitthvað að hægja á fjölguninni. Það var við því að búast. Vöxturinn í ferðaþjónustu hefur verið ótrúlegur og gat aldrei verið það áfram til lengri tíma. Því er eðlilegt að menn skoði enn betur þau verkefni sem eru nú á borðinu. Lakari verkefni munu síður fá fram- gang,“ sagði sérfræðingurinn. Munu ekki veita fjármögnun BANKARNIR STÍGA Á BREMSUNA Garðar Hannes Friðjónsson Guðjón Auðunsson Helgi S. Gunnarsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.