Morgunblaðið - 26.08.2017, Side 18
18 FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 2017
Sími 555 2992 og 698 7999
• Við hárlosi
• Mýkir liðina
• Betri næringar-
upptaka
Náttúruolía sem hundar elska
Við höfum notað Dog Nikita hundaolíu fyrir hundana
okkar í 3 ár og við erum ekkert á því að hætta.
Feldurinn á þeim er mjúkur, fallegur og hárlosið á
þeim gengur fyrr yfir. Þófarnir eru mjúkir og sléttir
en ekki harðir og grófir eins og þeir verða oft.Við
mælum með Dog Nikita hundaolíu.
Páll Ingi Haraldsson
EldurÍs hundar
Við mælum með Dog NIKITA hundaolíu
NIKITA hundaolía - Selaolía fyrir hunda
• Fyrirbyggir exem
• Betri og sterkari
fætur
ÚR BÆJARLÍFINU
Svanhildur Eiríksdóttir
Reykjanesbæ
Ljósanótt, bæjarhátíð Reykjanes-
bæinga, hefst í næstu viku. Hátíðin
hefur teygt anga sína fram fyrir
setningarathöfn og því hefur mið-
vikudagurinn verið tekinn formlega
inn í dagskrá. Þá fer ljósanætur-
hlaup líkamsræktarstöðvarinnar
Lífsstíls fram, tónlistarsýningin
Með soul í auga verður frumsýnd og
verslanir hafa opið um kvöldið.
Sjálf setningin verður á
fimmtudagsmorgun, 31. ágúst, með
þátttöku allra grunnskólabarna í
Reykjanesbæ og elstu leikskóla-
barna. Það verður Ingó veðurguð
sem syngur inn hátíðina með aðstoð
barnanna. Síðan verður stóri ljósa-
næturfáninn dreginn að húni, en
hann stækkar á hverju ári þar til
allir skólar hafa fengið sitt einkenni
á fánann.
Það sem er einna best við svo
langa Ljósanæturhátíð er að bæj-
arbúar og gestir geta með auðveld-
um hætti notið hvers dags, sem
jafnan hefur sín einkenni. Á
fimmtudeginum verða opnaðar sýn-
ingar víðsvegar í bænum og versl-
anir, sem sumar bjóða rými sitt til
sýningarhalds, verða áfram opnar á
kvöldin með skemmtilega stemn-
ingu. Þá eru líka hjólbörutónleikar í
Keflavíkurkirkju.
Á föstudeginum hefur
bryggjuballið, með rjúkandi bragð-
góðri kjötsúpu Skólamatar, alltaf
verið vinsælt. Þá verða heima-
tónleikar í gamla bænum í þriðja
sinn, en vinsældir þeirra hafa vaxið
með hverju ári. Unglingarnir tjútta
í Stapa meðan eldri kynslóðin
skemmtir sér á harmonikkuballi á
Nesvöllum. Eitthvað í boði fyrir
alla.
Laugardagurinn hefur jafnan
verið aðaldagur Ljósanætur með
vinsælli árgangagöngu að hátíð-
arsvæði þar sem 50 ára árgangurinn
er í forgrunni. Börnin geta svo valið
úr ýmissi skemmtun víðsvegar um
bæinn og boðið verður upp á fjöl-
breytta tónlist í Duus-safnahúsum.
Stórtónleikar verða á sviði bæði fyr-
ir og eftir flugeldasýningu og þeir
sem vilja meira geta skellt sér á
Queen-messu í Keflavíkurkirkju að
því loknu.
Á sunnudeginum er gott að
gíra sig niður með sögugöngu um
gamla bæinn, heimsókn í Hafnir á
tónleika Elízu Newman og KK nú
eða ná að upplifa það sem ekki náð-
ist hina dagana, hvort sem það eru
sýningar, tónleikar, leiktæki eða
bara vera í bænum og njóta. Við
vonum að sjálfsögðu að hugleið-
ingar veðurfræðings verði okkur í
vil yfir hátíðina.
Elsti leikskóli Reykjanes-
bæjar, Tjarnarsel, fagnaði 50 ára af-
mæli 18. ágúst sl. Ýmislegt hefur
verið gert og verður gert á afmæl-
isárinu. Meðal þess eru endurbætur
á útisvæði, sem er með því skemmti-
legasta sem gerist í leikskólum, og
málþing um orðaforða verður haldið
fyrir skólafólk 22. september nk.
Reykjanesbær færði leikskól-
anum táknræna gjöf á afmælisdag-
inn þar sem lýðræðisstarf leikskól-
ans varð sýnilegt í söguspjaldi við
Strandleið. Hugmyndir sem tengj-
ast söguspjaldinu, bæði útsýnis-
pallur við varnargarð og spjaldið
sjálft, komu frá leikskólabörnum og
starfsfólki inn á borð bæjarstjóra,
fyrst árið 2005 og síðast í upphafi
þessa árs.
Mörg söguspjöld eru við þessa
fjölförnu útivistarleið frá Gróf upp
að Stapa þar sem lesa má um sögu
bæjarins, sögu þjóðar og landa-
fræði. Það eru ekki síður ferðamenn
sem veita spjöldunum athygli svo nú
hefur verið hafist handa við að þýða
texta þeirra yfir á ensku og endur-
gera með íslenskum og enskum
upplýsingatexta, ásamt myndum.
Önnur lærdómsstofnun í
Reykjanesbæ fagnar tímamótum í
ár, Keilir, miðstöð vísinda, fræða og
atvinnulífs. Þar hefur mikið vatn
runnið til sjávar á þeim áratug sem
liðinn frá opnun. Menntastig svæð-
isins hefur hækkað, þróuð hefur
verið nýstárleg vendikennsla og
sprotafyrirtækjum og tækifærum
fjölgað með fjölbreyttu námi, svo
fátt sé nefnt. Aldrei fyrr í sögu skól-
ans hafa eins margir sótt um frum-
greinanám og nú en fjöldi umsækj-
anda tvöfaldaðist milli áranna 2016
og 2017. Rúmlega 1.500 hafa verið
útskrifaðir. Háskólabrú er nú einnig
í boði á ensku.
Ekkert lát er á fjölgun íbúa í
Reykjanesbæ. Milli júlí 2016 og júlí
2017 fjölgaði íbúum um 8,6%. Frá
áramótum til dagsins í dag er fjölg-
unin nú þegar komin í 7,3%. Erlend-
ir íbúar eru 19,4% af heildaríbúa-
fjölda, sem er um 17.500. Hingað
hlýtur því að vera gott að koma
þrátt fyrir neikvæða umræðu um
stóriðju og mengun.
Andstæðingar stóriðju lýstu
því yfir á fjölmennum íbúafundi í
Stapa á fimmtudag að þeir myndu
halda baráttu sinni áfram. Þeir
huga að málsókn til að fá verk-
smiðju Sameinaðs sílikons hf. lokað
og verður fjármagni safnað gegnum
Karolina fund, að því er fram kom á
fundinum. Jafnfram skora andstæð-
ingar stóriðju á almannavarnir að
bregðast við mengun í bænum.
Sameinað sílikon hf. hefur tíma til
30. ágúst nk. til að bregðast við bréfi
Umhverfisstofnunar varðandi kröf-
ur um úrbætur við mengunarvarnir.
Enn er líf og fjör í makrílveið-
unum, svo sjá má báta í hópum úti
fyrir Njarðvík og Keflavík og við
Keflavíkurhöfn. Þessum veiðum
fylgja ekki bara bátar og menn,
mávarnir voka yfir í leit að æti og
hvalirnir leita í makríltorfurnar.
Það hefur því verið fjörlegt um að
litast nú síðsumars og oft spenn-
ingur yfir hvort sjá megi hvali við
höfnina.
Löng Ljósanótt að hefjast
Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir
Söguskilti Hugmyndasmiðir á leikskólanum Tjarnarseli í Reykjanesbæ að-
stoðuðu Kjartan Má Kjartansson, bæjarstjóra við afhjúpun söguskiltis.
Axel Helgi Ívarsson
axel@mbl.is
Douglas DC-3 flugvél, sem komst í
eigu svissneska úraframleiðandans
Breitling árið 2008, kemur hingað til
lands í dag. Er Ísland einn af við-
komustöðum vélarinnar í ferð henn-
ar í kringum jörðina. Ferðin hófst í
mars og lýkur í september.
„Flugvélin kemur hingað frá
Narsarssuaq á Grænlandi. Áætlað
er að hún fljúgi yfir flugvallarsvæðið
á Tungubökkum í Mosfellsbæ um
klukkan fjögur síðdegis,“ segir Bald-
ur Sveinsson, flugvélaljósmyndari,
en fornvélasýningin Wings’n Wheels
fer fram á Tungubökkum milli
klukkan 12 og 17 í dag.
Samflug með Páli Sveinssyni
Stefnt er að því á morgun, ef veð-
ur leyfir, að DC-3 flugvél Breitling
fljúgi yfir nágrenni Reykjavíkur
ásamt flugvélinni Páli Sveinssyni.
Sú vél er af gerðinni Douglas C-47A,
sem er herflutningaútgáfa DC-3 vél-
ar. „Það á að taka myndir af Þrist-
unum saman. Síðan fer Páll Sveins-
son frá og fulltrúar Breitling taka
myndir af sinni vél,“ segir Baldur.
Baldur hefur verið í tengslum við
aðila hjá Breitling frá því að hnatt-
ferð DC-3 vélarinnar hófst. Kom
m.a. hugmyndin um samflug DC-3
flugvél Breitling og Páls Sveins-
sonar frá Baldri. „Ég viðraði hug-
myndina fyrst hjá forsvarsmönnum
ferðarinnar hjá Breitling og þeim
leist einfaldlega vel á.“
Flýgur næst til Skotlands
DC-3 flugvélin flýgur af landi
brott á mánudaginn og fer til Wick í
Skotlandi. Þaðan þræðir hún sig
suður með Bretlandi og tekur svo
stefnuna yfir á meginland Evrópu.
Ferðin endar í borginni Sion í Sviss
þann 13. september, segir í ferða-
áætlun á vefsíðu Breitling.
Ljósmynd/Katsuhiko Tokunaga
Ferð Douglas DC-3 flugvél í eigu úraframleiðandans Breitling hóf flug sitt í
kringum jörðina í mars síðastliðnum. Mun fluginu ljúka eftir tæpan mánuð.
Þristur í hnattflugi
kemur til landsins
Ríkislögmaður hefur fyrir hönd fjár-
mála- og efnahagsráðherra óskað
eftir leyfi Hæstaréttar til að áfrýja
dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í
máli ljósmæðra frá 30. maí sl. Í dómi
héraðsdóms var ríkið dæmt til að
greiða fimm ljósmæðrum vangoldin
laun fyrir vinnu sem þær inntu af
hendi meðan á verkfalli Ljósmæðra-
félags Íslands stóð vorið 2015. Ljós-
mæður höfðu áður tapað málinu í fé-
lagsdómi.
Í tilkynningu frá Ljósmæðrafélagi
Íslands og BHM segir að áfrýjunar-
beiðnin sé köld kveðja til ljósmæðra-
stéttarinnar sem um þessar mundir
sé að búa sig undir að hefja kjara-
viðræður við ríkið. Benda ljósmæður
á að margar þeirra náðu á sínum
tíma að skila nánast fullri vinnu-
skyldu í verkfallinu en engu að síður
hafi ríkið ákveðið að halda eftir
stórum hluta launa þeirra. Í dómi
héraðsdóms var fallist á kröfur ljós-
mæðranna hvað varðar fjárhæðir
vangoldinna launa og að auki var rík-
ið dæmt til að greiða þeim máls-
kostnað. Segir í tilkynningunni að í
áfrýjunarbeiðni ríkislögmanns f.h.
ríkisins komi fram að fjármála- og
efnahagsráðherra, sem fari með mál
er varða réttindi og skyldur starf-
manna ríkisins, telji brýnt að héraðs-
dómurinn sæti endurskoðun.
Segja ráðherra
senda kalda kveðju